Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Sakamál DV Það leit allt út fyrir að föstudagskvöldið 29. júlí árið 1977 yrði hið venjulegasta hjá almennu deild lögreglunn- ar í Reykjavík. Fimm lögreglumenn fóru í venjulegt útkall sem síðar markaði söguleg endalok eins frægasta bankaræningja Þýsklands. Frægasti bankaræningi Þýskalands handtekinn SH M fiST Hajj tveir >1 þessari ■ ■ ■ ■ ■ skuggar þeirra ungu sem komu upp ■ um ■ WH ■ ■ H hlutuveglegfundarlaunfyrir.endavarhá fjárhæð sett honum til höfuðs. Þegar nokkuð var liðið að miðnætti upphófst atburðarás í einu sérstakasta sakamáli sem lögreglan í Reykjavík hefur tekið þátt í. Eftirlýstur þýskur bankaræningi á þrítugsaldri, Ludwig Lugmeier, var handtekinn í Reykjavík eftir ábending- ar tveggja ungra íslenskra pilta. Ábendingar sem þó vörðuðu allt annað. Það var föstudagskvöld í júlí 1977. Lögreglumenn á B-vakt lög- reglunnar í Reykjavík bjuggu sig undir átök helgarvaktar á kaffi- stofunni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Varðstjórinn Þor- steinn Alfreðsson bað lögreglu- þjóninn Þórð E. Hilmarsson um að fara í félagi við Bonnie Lauf- eyju Dupuis að skemmtistaðnum Glæsibæ eftir að tveir ungir piltar höfðu tilkynnt að þarværi útlend- ingur með grunsamlega mikið af þýskum mörkum á sér og hugsan- lega vopnaður. Stokkið inn í bjöllu Með Þórð í fararbroddi héldu lögreglukonan Laufey og piltarnir tveir að Glæsibæ. Annar lögreglu- bíll fylgdi þeim og í honum voru veitt eftirför og var stöðvuð á móts við gatnamót nálægt Menntaskól- anum við Sund. Mótþrói við handtöku Ómar Smári stökk út úr lög- reglubílnumogfórökumannsmeg- in við bjölluna. „Ég þreif í hann en með það í huga að hann gæti verið vopnaður. Þá stóð hann upp, sló til mín í magann og reyndi að komast undan," segir Ómar Smári og bætir við: „Ég náði að grípa í skyrtukrag- ann á honum og halda honum þar til Guðmundur Ómar og Sigurður komu og þá náðum við að koma honum í járn." Á meðan á þessu stóð höfðu þau Þórður og Lauf- ey komið þeim tveimur farþegum sem í bílnum voru í járn. Þegar veríð var að færa þá félagana fyrír dóm- ara í Frankfurt losaði Lugmeier sig úr handjárn- unum og stökk út um glugga dómhússins. lögregluþjónarnir Sigurður Sig- urðsson, Guðmundur Ómar Þrá- insson og Ómar Smári Ármanns- son, sem var bílstjóri. í nágrenni við Glæsibæ sást útlendingurinn stökkva inn í Volkswagen-bjöllu. Þórður beið ekki boðanna og kall- aði á kollegana í næsta bíl til að- stoða við eftirför. Bjöllunni var SSIpH Hvert var brotið? ökumaðurinn brást illa við handtökunni þegar komið var upp á stöð. „Þegar við vorum að fylgja honum upp í lyftunni á Hverfis- götu horfði hann á okkur eins og hann ætti von á einhverju slæmu. Mér fannst ég sjá á honum að hann væri að búast við hefnd fyr- ir að slá mig í handtökunni," seg- ir Ómar Smári. Maðurinn fékk þó aldrei högg frá lögreglumönn- Mörkuðu upphafið Þessir lögregluþjónar mörkuðu upphafið að þvl aö Lugmeier náðist. Við fremri bílinn eru frá hægri varðstjórinn Þorsteinn, Laufeyog Þórður. Við aftari bílinn er fremstur Ómar Smári, Guömundur og Sigurður. Vegabréf ið Lugmeier notaðist við falskt vegabréfá fióttanum undan réttvlsinni. John Michael Wallerhéthann á þvl. Wmm Á bílnum Lögregluþjónarnirsem að máiinu komu hjá öðrum þeirra bila sem komu að handtökunni. Fremstur er Ómar Smári. unum enda samræmist slíkt ekki stefnu þeirra. Meðferðis hafði þessi óþekkti maður írskt vegabréf og íslenskt ökuskírteini. Samkvæmt þeim skilríkjum hét hann John Michael Waller. Farþegarnir í bílnum voru Henry C. Hackert og ung vinkona hans. Bakgrunnurinn kannaður Fólkinu var komið í klefa á Hverfisgötu. Stjórnandi ofan- greindra aðgerða, Þórður, fór að gera skýrslu um málið og hinir lögreglumennirnir fóru að sinna hefðbundnum helgarútköllum. í kjölfar þeirra upplýsinga sem fram voru komnar í þessu grun- samlega máli fór lögreglan að at- huga það sem fram hafði komið. Útlendingaeftirlitið og Rannsókn- arlögregla ríkisins tóku yfir málið. Útlendingaeftirlitið hóf að kanna nánar bakgrunn þessa fólks. Það eina sem vitað var í málinu var að ökumaðurinn hafði veitt mót- spyrnu við handtökuna, grunaður um að bera vopn á sér. Þá var hann með töluverða fjárhæð í þýskum mörkum en ekkert virtist saknæmt við það. Peningabúnt finnast Lögreglan leitaði hátt og lágt í Volkswagen-bifreiðinni og árang- urinn af þeirri leit voru nokkrir bögglar fullir af peningum. Mest af þeim voru þýsk mörk og við taln- ingu í lokuðu herbergi á lögreglu- stöðinni kom í ljós að þau námu 270 þúsundum. „Það var ekki fyrr en í fjölmiðlum daginn eftir að við vissum hvern við höfðum hand- tekið," segir Ómar Smári og á við að sá handtekni reyndist ekki vera John M. Waller eins og stóð á bæði írska vegabréfinu og íslenska öku- skírteininu. Hann reyndist vera eftirlýstur þýskur bankaræningi og sagður vera mjög hættulegur. Hans rétta nafn var Ludwig Lugmeier og verður hann hér eftir kallaður því nafni. Seðlabúnt í hraungjótu Seðlabúntin sem íslensku pilt- arnir tveir tilkynntu að Lugmeier væri með í Glæsibæ áttu sér for- sögu hér á landi og úti í Þýska- landi. Skömmu fýrir handtökuna, að kvöldi 29. júlí, hafði Lugmei- er farið ásamt Henry á Þingvelli. í rauðum plastbrúsa hafði Lug- meier falið mörkin 270 þúsund í hraungjótu nálægt Almannagjá. Hann tók hluta þeirrar upphæðar og fór með til Reykjavíkur og var með í bjöllunni þegar hann var handtekinn. fslensku lögreglumennirnir vissu ekki sem var að þessi hand- taka markaði upphafið að hand- töku manns sem er í dag einn fræg- asti bankaræningi Þýskalands. Það V.'m.* *«»;. ■; v X' ■mt&r m . •o r i t sem meira er, þeir kipptu sér ekki upp við það: „Ég var nú einung- is hluti af heildinni en við kippt- um okkur ekki mikið upp við þetta mál enda hluti af starfi lögreglu- mannsins og ekki það skrýtnasta," segir Ómar. Á flótta í fimm ár Ludwig Lugmeier var 23 ára gamall þegar hann og ann- ar Þjóðverji, Gerhard Lind- en, ákváðu, vopnað- ir skammbyssu og vélbyssu, að ræna peningaflutningabifreið í Miinchen í V-Þýskalandi. Út úr því fengu þeir rúma hálfa millj- ón þýskra marka og átti ránið sér stað rétt fyrir jólin 1972. Því næst rændu þeir félagar í október 1973 aðra eins bif- reið í Frank- furt. Sá feng- ur var miklu stærri og var á þeim tíma tal- að um stærsta bankarán í sögu V-Þýskalands þar sem fjárhæðin nam rúmum tveimur milljónum þýskra marka sem jafngilti á áttunda tug millj- óna áður en þýska markið heyrði sögunni til. Flúði út um glugga Lugmeier og Gerhard voru svo hand- teknir í Mexíkó und- ir lok ársins 1974ogfram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.