Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 36
48 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006
Helgin DV
Tvær systur. Gullfallegar, greindar og góðar.
Listamenn, góðir námsmenn, þekktar fyrir frá-
bæran árangur í dansi, á leiksviði og í fyrir-
sætustörfum. Systur sem hafa búið í öllum
heimsálfum nema Ástralíu
og vita hvað þær vilja. Þær
þyrstir í að kynnast heimin-
- um enn frekar. Ungar stúlkur
[ með báða fætur á j ör ðinni en
líður best skýjum ofar.
Ilndónesíu horfði fólk stórum augum á litla, hvíta engilinn sem
vappaði um meðal innfæddra. Mjallahvítt hárið og ljósblá aug-
un vöktu athygli en fólk rak fyrst upp stór augu þegar bamið kom
út með eiturgrænt hár nokkrum vikum síðar. Klórinn í sund-
lauginni hafði unnið sitt verk. Það var þá sem mamman, Margrét
Guðjónsdóttir, leitaði ráða..
„...og þess vegna þurfti ég að ganga
um með tómatsafa í hárinu og bað-
hettu!" segir litli engillinn, Hólm-
fríður Björnsdóttir, skellihlæjandi.
Nú er hún orðin 18 ára Verzlun-
arskólamær, löngu orðin lands-
þekkt fyrir framúrskarandi árang-
ur í samkvæmisdönsum og er ekki
mirma þekkt en stóra systir, Helga,
sem hefur slegið í gegn í sjónvarps-
auglýsingum á síðustu missenun.
Ólíkir fiskar
Það er tveggja ára aldursmunur
á þeim. Helga er eldri, fœdd 13.
mars 1986 en Hólmfríður 24.
febrúar 1988. Sem sagt báðar í
fiskamerkinu...
„Við bjuggum í nokkur ár í Sví-
þjóð, næstum eitt ár í Indónesiu
og um tíma í Tyrklandi, í Túnis,
á Balí og í Portúgal," segja þær.
„Mamma og pabbi voru bæði að
vinna fyrir SAS, pabbi sem flug-
virki og mamma sem flugfreyja,
og síðar störfuðu þau hjá Atlanta.
Ætlunin var að vera í Svíþjóð í tvö
ár, en þau urðu að fjórum. Við
erum því aldar upp á ferð og flugi
um heiminn.
Við tengdumst íslandi því ekk-
ert fyrr en við vorum orðnar sjö og
níu ára," útskýrir Hólmfríður og
Helga bætir við:
„Ég var eins árs þegar mamma
fór að fara í pílagrímaflug til
Jeddah og þá bjó ég hjá ömmu
og afa á Akranesi. Eg er skírð í
höfuðið á móðurömmu okkar á
Akranesi, Helgu Sigurbjörnsdótt-
ur, en móðurafi okkar er Guðjón
Finnbogason. Hjá þeim áttum við
systur okkar annað heimili þeg-
ar foreldrar okkar voru við störf í
útlöndum. Bestu æskuminning-
amar frá Islandi eru því af Skag-
anum."
klórnum i lauginni að það varð
grœnt!
„Við gengum í alþjóðlegan
skóla og vorum keyrðar þangað
daglega af einkabílstjóra," segir
Helga. „Við sáum því heimana tvo
- innan og utan hótelsvæðisins
og það var erfitt að upplifa hversu
ólíkir þeir eru og við gleymum því
aldrei. Fyrir ffarnan hlið hótels-
ins var annar heimur, óhreinn og
fátæklegur. Þar rann mjög óhrein
á og þar var útlimalaust fólk að
betla. Fólk átti ekkert nema hrís-
grjónapoka. Það var erfitt að horfa
á þetta og við gerðum okkur grein
fyrir mismuninum þótt við vær-
um svona ungar."
Þegar þcer fóru að versla með
mömmu sinni var þeim ekið í
hjólavagni í gegnum fátcekra-
hverfin:
„Ég gleymi aldrei öllu sem við
sáum," segir Helga hugsandi. „Ein-
Hiiton-hótelið og
einkabílstjóri
/ lndónesíu bjó fjölskyldan á
Hilton-hótelinu í Surabaja í
marga mánuði:
„Við bjuggum í húsi sem til-
heyrði Hilton-hótelinu og það var
svolítið sérstök tilfinning að fara
alltaf inn í veitingasal þessa glæsi-
lega hótels að fá sér morgunmat!"
segja þær hlæjandi. „Dagurinn
var mjög auðveldur," bætir Hólm-
fríður við. „Vakna, borða morgun-
mat og fara í sundlaugina!"
Þœr sundlaugarferðir orsökuðu
það sem kemur fram í inngangi
greinarinnar: Ljósa hárið hennar
Hólmfríðar upplitaðist svo af
„...en samt mjög ólíkar", seg-
ir Helga. „Ég myndi segja að ég
væri fiskurinn sem syndir á móti
straumnum, en Hófy syndir með -
er ekki að standa í veseni að óþörfu.
Ég stend föst á mínu en Hólmffíð-
ur er miklu sveigjanlegri..."
Þótt ungar séu að árum hafa
þær systur búið víða um heim -
reyndar í öllum heimsálfum nema
Ástralíu. Þær eru dætur Margrét-
ar Guðjónsdóttur flugfreyju og
Björns Þverdal Kristjánssonar,
flugrekstrarstjóra hjá City Star/
Landsflugi, en það var einmitt
starfforeldranna sem gafsystrun-
um tækifœri til að upplifa óvenju-
leg ogfróðleg uppvaxtarár: