Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 36
48 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Helgin DV Tvær systur. Gullfallegar, greindar og góðar. Listamenn, góðir námsmenn, þekktar fyrir frá- bæran árangur í dansi, á leiksviði og í fyrir- sætustörfum. Systur sem hafa búið í öllum heimsálfum nema Ástralíu og vita hvað þær vilja. Þær þyrstir í að kynnast heimin- - um enn frekar. Ungar stúlkur [ með báða fætur á j ör ðinni en líður best skýjum ofar. Ilndónesíu horfði fólk stórum augum á litla, hvíta engilinn sem vappaði um meðal innfæddra. Mjallahvítt hárið og ljósblá aug- un vöktu athygli en fólk rak fyrst upp stór augu þegar bamið kom út með eiturgrænt hár nokkrum vikum síðar. Klórinn í sund- lauginni hafði unnið sitt verk. Það var þá sem mamman, Margrét Guðjónsdóttir, leitaði ráða.. „...og þess vegna þurfti ég að ganga um með tómatsafa í hárinu og bað- hettu!" segir litli engillinn, Hólm- fríður Björnsdóttir, skellihlæjandi. Nú er hún orðin 18 ára Verzlun- arskólamær, löngu orðin lands- þekkt fyrir framúrskarandi árang- ur í samkvæmisdönsum og er ekki mirma þekkt en stóra systir, Helga, sem hefur slegið í gegn í sjónvarps- auglýsingum á síðustu missenun. Ólíkir fiskar Það er tveggja ára aldursmunur á þeim. Helga er eldri, fœdd 13. mars 1986 en Hólmfríður 24. febrúar 1988. Sem sagt báðar í fiskamerkinu... „Við bjuggum í nokkur ár í Sví- þjóð, næstum eitt ár í Indónesiu og um tíma í Tyrklandi, í Túnis, á Balí og í Portúgal," segja þær. „Mamma og pabbi voru bæði að vinna fyrir SAS, pabbi sem flug- virki og mamma sem flugfreyja, og síðar störfuðu þau hjá Atlanta. Ætlunin var að vera í Svíþjóð í tvö ár, en þau urðu að fjórum. Við erum því aldar upp á ferð og flugi um heiminn. Við tengdumst íslandi því ekk- ert fyrr en við vorum orðnar sjö og níu ára," útskýrir Hólmfríður og Helga bætir við: „Ég var eins árs þegar mamma fór að fara í pílagrímaflug til Jeddah og þá bjó ég hjá ömmu og afa á Akranesi. Eg er skírð í höfuðið á móðurömmu okkar á Akranesi, Helgu Sigurbjörnsdótt- ur, en móðurafi okkar er Guðjón Finnbogason. Hjá þeim áttum við systur okkar annað heimili þeg- ar foreldrar okkar voru við störf í útlöndum. Bestu æskuminning- amar frá Islandi eru því af Skag- anum." klórnum i lauginni að það varð grœnt! „Við gengum í alþjóðlegan skóla og vorum keyrðar þangað daglega af einkabílstjóra," segir Helga. „Við sáum því heimana tvo - innan og utan hótelsvæðisins og það var erfitt að upplifa hversu ólíkir þeir eru og við gleymum því aldrei. Fyrir ffarnan hlið hótels- ins var annar heimur, óhreinn og fátæklegur. Þar rann mjög óhrein á og þar var útlimalaust fólk að betla. Fólk átti ekkert nema hrís- grjónapoka. Það var erfitt að horfa á þetta og við gerðum okkur grein fyrir mismuninum þótt við vær- um svona ungar." Þegar þcer fóru að versla með mömmu sinni var þeim ekið í hjólavagni í gegnum fátcekra- hverfin: „Ég gleymi aldrei öllu sem við sáum," segir Helga hugsandi. „Ein- Hiiton-hótelið og einkabílstjóri / lndónesíu bjó fjölskyldan á Hilton-hótelinu í Surabaja í marga mánuði: „Við bjuggum í húsi sem til- heyrði Hilton-hótelinu og það var svolítið sérstök tilfinning að fara alltaf inn í veitingasal þessa glæsi- lega hótels að fá sér morgunmat!" segja þær hlæjandi. „Dagurinn var mjög auðveldur," bætir Hólm- fríður við. „Vakna, borða morgun- mat og fara í sundlaugina!" Þœr sundlaugarferðir orsökuðu það sem kemur fram í inngangi greinarinnar: Ljósa hárið hennar Hólmfríðar upplitaðist svo af „...en samt mjög ólíkar", seg- ir Helga. „Ég myndi segja að ég væri fiskurinn sem syndir á móti straumnum, en Hófy syndir með - er ekki að standa í veseni að óþörfu. Ég stend föst á mínu en Hólmffíð- ur er miklu sveigjanlegri..." Þótt ungar séu að árum hafa þær systur búið víða um heim - reyndar í öllum heimsálfum nema Ástralíu. Þær eru dætur Margrét- ar Guðjónsdóttur flugfreyju og Björns Þverdal Kristjánssonar, flugrekstrarstjóra hjá City Star/ Landsflugi, en það var einmitt starfforeldranna sem gafsystrun- um tækifœri til að upplifa óvenju- leg ogfróðleg uppvaxtarár:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.