Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Fréttir DV Jakob Bjarnar Grétarsson • Menningarhátíð menningarknæpunn- ar Grand Rokks hefst næstu helgi. I lok janúa seldi hinn vihsæli vert Karl Hjaltested knæp- una en er þó ekki fjarri góðu gamni. Sett verð- ur upp leikrit í tilefni hátfðarinnar sem Guðjón Sigvalda- son, einfarinn í íslensku leikhúslffi, setur upp og þar verður einmitt meðai leikenda téður Karl. Að öðru leyti sam- anstendur leikhópurinn af fastagest- um Grand... • Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs er afar áhugasamur um Ólinu Þor- I varðardóttur fýrrver- andi skólastjóra á ísa- firði og afdrif hennar. Hami skúbbaði því að Ólína fengi ígildi þriggja ára starfsloka- ! samnings á vef sín- um. Ólína setti fram athugasemdir á vef Reynis við if éttaflutn- inginn sem Reynir og svaraði. Hann vildi fyrirbyggja að með honum bærð- ist andúð á jafii ágætri konu og lýsti yfir aðdáun sinni á mörgu sem Ólína hefði gert. Næstur til að setja inn at- hugasemd á vefinn er svo einhver Gunni sem segir stutt og laggott: „Vilj- iði ekki bara fá ykkur herbergi?"... • Þekkterað . Ifannesi Hólm- steini Gissurarsyni er haldið markvisst ffá sviðsljósinu í að- draganda kosninga. Vaihallarmenn þeir sem stýra kosninga- baráttunni fyrir Sjálfstæðisflokk- inn meta það sem svo að Hannes espi menn upp til andstöðu fremur en laði að. Og oft var þörf en nú, á hinum bleiku tímum, er nauðsyn. Hins veg- ar virðist Samfylkmgin fylgja fordæmi Sjálfstæðisflokksins og passi sig á að styggja hvergi hinn ofurviðkvæma lýð. Andskotí Hannesar, Mörður Áma- son, er alveg horflnn af sjónarsviðinu og hefur hann ekki skrifað á síðu-sína síðan 4. maí... • í Neslistanum, kosningablaði fé- lagshyggjuflokk- anna á Seltjamar- nesi, var að flima meinlega prent- villu. SivFriðleifs- dóttir heilbrigðis- málaráðherravar sögð hafa verið í bæjarstjóm Sel- tjamamess frá ár- inu 1900 til 1994. Margir em þeirrar skoðunar að aldrei sé nóg þegar Siv er annars vegar en þetta er fulllangur og farsæll ferili fyrir flestra smekk... • Þeir eru kátir núna á Bylgj- unni með út- varpsstjórann, krúnerinnog kvennagullið Bjarna Arason í broddi fylk- ingar. Ogmega veraþað. Nýjásta ijöl- miðlakönnun Gallups leiðir það í ljós að uppsöftiuð hlustun á útvarpsstöðina er umtals- vert meiri en á Rás 2 - meiri en nokkm sinni. Bylgjan fór yfir Rás 2 fyrir ári og vom það söguleg tíðindi. Rás 2 tókst að fara yfir í nóvember en það reyndist skammgóður vermir. Hrun í hlustun í nýrri könnun og Rás 2 mælist nú með 52 prósent gegn 59 prósentum Bylgj- unnar... Verkefnið „Pompei norðursins“ í Vestmannaeyjum er komið i fullan gang á ný. Ætlunin er að grafa upp 7 til 10 hús við götuna Suðurveg sem fór undir hraun í gosinu 1973 og gera úr henni gosminjasafn. Kristín Jóhannsdóttir er verkefnisstjóri og segir að grafið verði alla daga vikunnar. Uppgröftur Stórvirkar vinnuvélar vinna við að grafa götuna upp. - Nú eru liðin rúm 30 ár frá gosinu og minningin sem og ummerki hinna gífurlegu spjaíla sem það vann á eigum Eyjabúa eru smám saman að mást út, en hraun og aska gossins grófu undir sig á fjórða hundrað hús og byggingar. Stórar gröfur vinna nú við að ryðja hrauni og vikri af götunni Suðurvegur og þegar því lýkur verða húsin við götuna grafín út í höndunum. Ferðamönnum og gestum verður gefinn kostur á að vera með í uppgreftrinum og fá viðurkenningarskjal fyrir. „Verkefni okkar hefur vinnuheit- ið Pompei norðursins og er hugsað til þess að hlúa að gosminjunum og gera þær sýnilegri," segir Kristín Jó- hannsdóttir menningar- og mark- aðsfulltrúi Vestmannaeyja en hún er verkefnisstjórinn. „Segja má að hér sé á ferðinni einstakt verkefni í nú- tímafomleifauppgreftri, sem á sér fáar, ef einhverjar hliðstæður." 7-10 hús grafin upp Að sögn Kristínar hófust fram- kvæmdir seinni hluta júnímánaðar í fyrra en fyrirhugað er að grafa upp 7- lOhússemfóruundirvikur. „Þettaer vandasamt og metnaðarfullt verkefni sem unnið verður að næstu árin eftir því sem fjárframlög duga en við áætl- um að verkið taki íjögur til flmm ár," segir Kristín. „Þegar er farið að sjást í fyrsta húsið sem stóð við Suðurveg 25 og næsta skref er að grafa niður á Suðurveg og með fram götunni." Vekur athygli Verkefnið er nú þegar farið að vekja mikinn áhuga fjölmiðla, ferða- manna og vísindamanna hérlend- is og erlendis. „Það er enginn vafi að þessar framkvæmdir eiga eftir að skipta sköpum fyrir ferðamanna- iðnaðinn hér í Eyjum," segir Krist- ín. „Ferðamenn geta ekki eingöngu fylgst með framkvæmdunum, þeir geta einnig tekið þátt í þeim. Ferða- mönnum býðst nú að taka þátt í framkvæmdunum, það er að hjálpa til við verkið og fá það skjalfest með viðurkenningarskjali." Á staðnum verða einnig leiðsögumenn sem fræða gesti og gangandi um gossög- una og annað sem menn vilja vita um Vestmannaeyjar. Ög áhuga- samnir geta fylgst með framkvæmd- unum á pompeinordursins.is. Gosið 1973 Eldgosið í Vestmannaeyjum árið Gamlar slóðir Viðar Einarsson fyrrverandi íbúi eins húsanna við Suðurveg ásamtsyni slnum á vettvangi. 1973 telst án efa til stærstu náttúru- hamfara íslandssögunnar. Gosið hófst þann 23. janúar 1973 á Heima- ey, einu byggðu eyjunni í Vestmanna- eyjaklasanum og stóð yfir í rúmlega 5 mánuði. íbúarnir voru fluttir í burtu í skyndi og á tímabili var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð í Eyjum. Fregnir af gosinu, sem eyðilagði hluta byggð- arinnar og breytti landslaginu í Vest- mannaeyjum svo um munaði, fóru um heimsbyggðina og þegar því lauk flykktust ferðamenn og vísindamenn alls staðar að úr heiminum á staðinn til þess að sjá með eigin augum hvers náttúruöflin eru megnug. Kristín Jóhannsdóttir Ferðamenn geta tekið þátt í uppgreftrlnum. Vekur athygli Fjöldi ferðamanna og heimamanna fylgistafmikilli athygli með gangi mála. Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri segir leikhúsinu þröngt sniðinn stakkur Spennandi bræðrum slegið á frest „Söngleikir eru dýrasta formið. Við byrjum á Sitji guðs englar, fjöl- skyldusýningu, og þegar við gerðum okkur grein fyrir umfanginu kom í ljós að við ráðum ekki við tvær svo stórar sýningar," segir Tinna Gunn- laugsdóttir Þjóðleikhússtjóri. DV greindi frá því fyrir nokkru að Þjóðleikhúsið ætlaði að setja upp á næsta leikári nýjan söngleik eftir þá bræður Gunnar og Hallgrím Helga- syni - Gunna diskó og Hallgrím pönk. Leiknum er ætlað að fjalla um átök milli diskós og pönks og byggja á lögum frá um 1980. Tinna segir að þótt söngleik bræðranna hafi verið slegið á frest fari því fjarri að hann hafi verið sleginn alfarið af. „Við erum að vinna áfram að honum. Við viljum gefa fólki tæki- færi á að þróa hann. Viljum ekki hraða sköpunarferlinu um of. Þeir eru spennandi bræðurnir. Hall- grímur sem höfundur er margbú- inn að sýna sig og sanna. Gunnar að sama skapi sem leikstjóri. Hann hefur gert víðreist og sett upp í Finnlandi og hér heima, söngleiki ætlaða ungu fólki. Við viljum gjarn- an höfða til ungs fólks," segir Þjóð- leikhússtjóri. Tinna fer ekki í grafgötur með að Þjóðleikhúsinu er þröngt sniðinn stakkur miðað við stærðargráðu og umfang. Styrkur sem leikhúsið þigg- ur frá ríkinu, ríflega 5Ö0 milljónir á ári, hrekkur til fyrir rekstrarkostnaði og launum þeirra 200 sem starfa við húsið. En engum framleiðslukostn- aði og þá er eins gott að hitta á sýn- ingar sem ná tali. Sitji guðs englar verður fyrsta uppfærsla Þjóðleikhússins á næsta leikári. Hún byggir á samnefndri bók Guðrúnar Helgadóttur. Illugi Jökulsson skrifar leikgerð, Þórarinn inni. En þeim mun ætlað að setja á svið Bakkynjurnar eftir Evrípíd- es. jakob@dv.is Tinna Gunnlaugsdóttir Reynir að láta verkefna- skrána rima við þá fjármuni sem til eru. Eldjárn semur söngtexta og Jóhann G. Jóhannsson gerir tónlistina. Sig- urður Sigurjónsson leikstýrir. 12 leikarar taka þátt í sýningunni og augljóslega valinn maður í hverju rúmi. Annars segir Tinna verkefna- skrána ekki verða kynnta formlega fyrr en í haust. DV heyrir hins vegar að í skoð- un séað taka upp Fögnuð eftir Pint- er auk þess sem nýtt verk eftir Ádísi Thoroddsen - „Amma djöfull" - í leikstjórn Ágústu Skúladóttur sé í burðarliðnum. Ágústa er einnig með bræðsluverk í gangi þar sem meðal annarra Sigurður Skúlason mun leggja í púkk. Að auki eru svo grísku snillingarnir Þanos Vovolis og Giorgos Zamboulakis, mennirnir á bak við t hina rómuðu ._________________x. sýningu Mýr- -jga Gunnar og Hallgrímur Þjóðleikhússtjóri segirþá bræður arljós, á leið- spennandi þótt söngleik þelrra sé frestað um ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.