Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 43
DV Menning FÖSTUDAGUR 26. MAÍ2006 55 Öndvegisverk um hönnun kom út um síðustu helgi og hefur verið til sölu í stóru bókabúðunum í Reykjavík. Það rekur sögu níu hundruð og níutíu hönnunargripa frá þvottaklemmum til flugvéla, er glæsilega hannað í sérhönnuðum kassa sem veitir ekki af, bindin eru þrjú og nær þrjú þúsund síður samanlagðar. Verkið er á tilboðs- verði þessar fyrstu vikur og kostar um fimmtán þúsund krónur. Það er breska bóka- útgáfan Phaidon sem stendur að verkinu sem er afar glæsilega frágengið. 999 kjörgripir ■I Reyfarar á meginlandinu Norðurlandareyfarar hafa löng- um gengið vel á meginlandi Evr- ópu, höfuðvígi Hennings Mankell er í Þýskalandi og þar hefur Arn- aldi gengið best. Nú sækja fleiri krimmahöfundar íslenskir inn á þennan markað enda er þar meiri og djúpstæðari áhugi á íslandi en í hinum engilsaxneska heimi. Nú fer vegur Viktors Arnars Ingólfssonar í Þýskalandi vaxandi: Flateyjargátan kom út þar á síð- asta ári í þýðingu Colettu Biirling og tróndi vikum saman ofarlega á þýska metsölulistanum. Bókin var ennfremur seld til þýska Bert- elsmann-bókaklúbbsins þar sem hún kom út fýrir rúmum mánuði og vermdi þar einnig efstu sæti sölulistans. Ahugi Þjóðverja var slíkur að sjónvarpsmenn frá NDR ■MSbs ákváðu að koma hingað til lands á síðasta ári tíl að skoða sögusvið bókarinnar í Flatey með höfundi. Útgefendur hans þar binda miklar vonir við Aftureldingu, sem kemur út á þýsku í næsta mánuði, enda keyptu þeir réttinn að Aftur- eldingu strax við útkomu bókar- innar á íslensku fyrir síðustu jól. Hinn menntaði markaður Hol- lendinga hefur ekki notíð íslenskra bókmennta í þýðingum svo heitíð getí og höfum við þó átt viðskiptí við Niðurlönd um alda skeið. Nú rætíst úr því spennusagan Kross- tré eftír Jón Hall Stefánsson hefur verið seld til öflugs bókaforlags í Hollandi. Þessi glæsilega bók mun að áuki koma út í Noregi og Danmörku á næstunni, auk þess sem kvikmyndafyrirtækið Pega- sus keypti rétt tíl þess að gera eftír henni kvikmynd Mörgum kann að þykja bor- ið í bakkafullan lækinn að gefa út verk sem þetta, þeir sem kunnug- ir eru á kostapöllum bókaverslana heima og erlendis vita að það er til aragrúi af slíkum bókum, litprent- uðum hlunkum með glæsilegum kápum á glanskenndum pappír af nýrri gerðinni. títgáfur á borð við Taschen hina þýsku, Phaidon og Thames, svo aðeins nokkrar séu nefndar senda frá sér árlega tugi slíkra bóka; þúsund bestu stólarnir, dönsk hönnun, og svo framvegis. Stórar myndabækur Myndabækur eru taldar stöðu- tákn hjá millistéttinni, þær eru í fyrirrúmi í glanstímaritum, gjarna látnar liggja frammi á kaffl- og hlið- arborðum, enda hluti af nýlegum bókakúltúr sem er reyndar alda- gamall en var áður fyrr ekki að- gengilegur nema fáum, aðli, ríkum borgurum og söfnum. Þannig var það um aldir. Nú ber svo við að þeir dýrgripir eru auðfáanlegir öllum fjöldanum á viðráðanlegu verði. Kaffiborð og bækur Á enskri tungu eru bækur sem þessar kallaðar coffee-tablebooks. Heitið er komið til sökum þess að þær er einungis hægt að skoða og íesa liggjandi á borði. Þyngslin eru Opna um ítalska potta frá sjöunda áratugnum sem eru fáanlegir. meiri en svo að hægt sé að lesa þær með góðu móti á vanalegan hátt í fangi eða í rúmi. Fyrirferðin er slík. Myndlist, húsakosmr, ljósmyndir og önnur skrautlist er fyrirferðar- mest á útgáfulistum fyrirtækja sem einbeita sér að útgáfum sem þess- um. Þeim fylgja gjarna vandaðar sýningar í stærri söfnum heims- ins, oft farandsýningar sem eiga fyrir höndum ferð um stóru söfn- in beggja vegna Atlansála. Það er til marks um kostnað við útgáfu slíkra bóka að þær eru fátíðar hér á landi og voru fyrst í stað einkum gerðar fyrir útlendinga. Saga klemmunnar Design Classics er mikið rit og glæsilega frágengið. Tæplega þús- und hlutir fá þar prýðilegt pláss hver og einn, allir á opnu, en aðr- ir fá enn frekari umfjöllun, sumir á nokkrum síðum. Gerð er grein fyrir uppruna þeirra og þróun og í sum- um tilvikum endalokum. Verkið teygir sig allt aftur á end- urreisnartíma og hér eru einfald- ir gripir kannaðir: geisladiskurinn, þvottaklemman og Billy-hillan frá Ikea eru þarna í bland við háþró- aða iðnaðarvöru fyrir heimilið. Margt kemur á óvart. Ekki renn- ir mann í grun þegar tínt er ofan í við ipodinn. Þama er líka meðal nýlegra gripa Kloss-útvarpstæk- ið og Beovision 5 sem eru hvort tveggja norrænir gripir frá síðustu árum. Vandaður frágangur Vel má leggjast í skoðun á hvaða tímabil og hvaða þjóðir leggja mest í fjársjóðshirslu hinna fögru gripa, margt er hér frá Itölum, Dönum, Þjóðverjum og nýi heimurinn á sitt. Hin háþróuðu fjölmennu iðnaðar- samfélög eru fyrirferðarmikil. Verkið er þægilegt í lestri, kaflar stuttír og dregnir saman en þaul- hugsaðir, myndvinnsla öll til fyrir- myndar. Bækurnar eru saumaðar sem veitír ekki af í svo stóru broti og vegna fjölda blaðsíðna. Nokkrar bókaverslanir í Reykja- vík eru með þennan kjörgrip á til- boðsverði þessa dagana og ættu áhugamenn um hönnun að kynna sér verkið. Þó nokkur fjárfestíng en er þyngdar sinnar virði og stór- skemmtileg og fræðandi aflestrar. innkaupakerru að hönnun hennar verði brátt áttræð. Þrýstíkaffikann- an varð .til í Svíþjóð 1974. Þama eru líka ókunnir höfundar gripa sem eru í daglegri notkun: tvöfaldi hringurinn sem upp á eru þræddir lyklar er frá áttunda áratugnum en enginn veit hver fann hann upp. Telstar-boltinn Upplýsingar um einstaka gripi koma á óvart, nú þegar mikið verður sparkað í sum- ar má minnast þess að hönnun á fótbolt- anum er sótt tíl hug- mynda Buckminsters Fuller hins ameríska. Svo eru hér gripir sem byggja á hreinni hugvitssemi og þró- un verkfræðinnar. BlC-penninn, sipp- óinn. Yfirlití lýkur 2004 með gripum á borð Dimma dreifirsér Útgáfufyrirtæki Aðalsteins Ásbergs, Dimma ehf. hefur samið um dreifingu á íslenskri tónlist útgáfunnar í Kanada. Samningurinn er við dreif- ingarfyrirtækið PHD Canada distributing, sem er staðsett í Vancouver og með söludeildir í Quebec og Montreal, en fyrir- tækið hefur undanfarin tíu ár ár vaxið hröðum skrefum og sér- hæft sig í innflutningi tónlistar frá Evrópu. Það er fyrst og fremst djass og þjóðlagatónlist frá Dimmu sem fyrirtækið tekur að sér að dreifa og selja, þeirra á með- al Leiðin heim, verðlaunaplata Sigurðar Flosasonar frá síðasta ári, þjóðlagaplatan Sagnadans með Önnu Pálínu & Draupner og Draumaland þeirra Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunn- arssonar. Þá hefur djassplata Kristjönu Stefánsdóttur og Agnars Más Magnússonar, Eg um þig, sem út kom á síðasta ári hlotið góða dóma í vefútgáfu tímaritsins All About Jazz. Nýbókeftir Hoeg Danski rithöfundurinn Peter Hoeg sendi frá sér nýja skáld- sögu en hér á landi er hann þekktastur fyrir sögu sína um Smillu og snjóinn þó fleiri verk hans hafi komið út í þýðing- um. Nýja sagan, Den stille pige, hefur fengið blendnar viðtökur. Peter er vanastur því að danskir lesendur gleypi við hverju sem hann sendir frá sér en salan hef- ur verið treg í kjölfar harðrar gagnrýni. Þetta þykir því furðu- legra að hann hefur ekki sent frá sér verk í átta ár. Gagnrýnandi Politiken hrós- ar sögunni sem segir frá ungri stúlku með yfirnátturleg efni. Sagan er sögð spennandi, stór- brotín og skemmtileg. Aðrir hafa sagt söguna fulla af predik- un sem geri hana gamaldags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.