Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 43
DV Menning
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ2006 55
Öndvegisverk um hönnun kom út um síðustu helgi og hefur verið til sölu í stóru
bókabúðunum í Reykjavík. Það rekur sögu níu hundruð og níutíu hönnunargripa frá
þvottaklemmum til flugvéla, er glæsilega hannað í sérhönnuðum kassa sem veitir
ekki af, bindin eru þrjú og nær þrjú þúsund síður samanlagðar. Verkið er á tilboðs-
verði þessar fyrstu vikur og kostar um fimmtán þúsund krónur. Það er breska bóka-
útgáfan Phaidon sem stendur að verkinu sem er afar glæsilega frágengið.
999 kjörgripir
■I
Reyfarar á meginlandinu
Norðurlandareyfarar hafa löng-
um gengið vel á meginlandi Evr-
ópu, höfuðvígi Hennings Mankell
er í Þýskalandi og þar hefur Arn-
aldi gengið best. Nú sækja fleiri
krimmahöfundar íslenskir inn á
þennan markað enda er þar meiri
og djúpstæðari áhugi á íslandi en í
hinum engilsaxneska heimi.
Nú fer vegur Viktors Arnars
Ingólfssonar í Þýskalandi vaxandi:
Flateyjargátan kom út þar á síð-
asta ári í þýðingu Colettu Biirling
og tróndi vikum saman ofarlega
á þýska metsölulistanum. Bókin
var ennfremur seld til þýska Bert-
elsmann-bókaklúbbsins þar sem
hún kom út fýrir rúmum mánuði
og vermdi þar einnig efstu sæti
sölulistans. Ahugi Þjóðverja var
slíkur að sjónvarpsmenn frá NDR
■MSbs
ákváðu að koma hingað til lands
á síðasta ári tíl að skoða sögusvið
bókarinnar í Flatey með höfundi.
Útgefendur hans þar binda
miklar vonir við Aftureldingu, sem
kemur út á þýsku í næsta mánuði,
enda keyptu þeir réttinn að Aftur-
eldingu strax við útkomu bókar-
innar á íslensku fyrir síðustu jól.
Hinn menntaði markaður Hol-
lendinga hefur ekki notíð íslenskra
bókmennta í þýðingum svo heitíð
getí og höfum við þó átt viðskiptí
við Niðurlönd um alda skeið. Nú
rætíst úr því spennusagan Kross-
tré eftír Jón Hall Stefánsson hefur
verið seld til öflugs bókaforlags
í Hollandi. Þessi glæsilega bók
mun að áuki koma út í Noregi og
Danmörku á næstunni, auk þess
sem kvikmyndafyrirtækið Pega-
sus keypti rétt
tíl þess að gera
eftír henni kvikmynd
Mörgum kann að þykja bor-
ið í bakkafullan lækinn að gefa út
verk sem þetta, þeir sem kunnug-
ir eru á kostapöllum bókaverslana
heima og erlendis vita að það er til
aragrúi af slíkum bókum, litprent-
uðum hlunkum með glæsilegum
kápum á glanskenndum pappír af
nýrri gerðinni. títgáfur á borð við
Taschen hina þýsku, Phaidon og
Thames, svo aðeins nokkrar séu
nefndar senda frá sér árlega tugi
slíkra bóka; þúsund bestu stólarnir,
dönsk hönnun, og svo framvegis.
Stórar myndabækur
Myndabækur eru taldar stöðu-
tákn hjá millistéttinni, þær eru í
fyrirrúmi í glanstímaritum, gjarna
látnar liggja frammi á kaffl- og hlið-
arborðum, enda hluti af nýlegum
bókakúltúr sem er reyndar alda-
gamall en var áður fyrr ekki að-
gengilegur nema fáum, aðli, ríkum
borgurum og söfnum. Þannig var
það um aldir. Nú ber svo við að þeir
dýrgripir eru auðfáanlegir öllum
fjöldanum á viðráðanlegu verði.
Kaffiborð og bækur
Á enskri tungu eru bækur sem
þessar kallaðar coffee-tablebooks.
Heitið er komið til sökum þess að
þær er einungis hægt að skoða og
íesa liggjandi á borði. Þyngslin eru
Opna um ítalska potta frá sjöunda
áratugnum sem eru fáanlegir.
meiri en svo að hægt sé að lesa þær
með góðu móti á vanalegan hátt í
fangi eða í rúmi. Fyrirferðin er slík.
Myndlist, húsakosmr, ljósmyndir
og önnur skrautlist er fyrirferðar-
mest á útgáfulistum fyrirtækja sem
einbeita sér að útgáfum sem þess-
um.
Þeim fylgja gjarna vandaðar
sýningar í stærri söfnum heims-
ins, oft farandsýningar sem eiga
fyrir höndum ferð um stóru söfn-
in beggja vegna Atlansála. Það er til
marks um kostnað við útgáfu slíkra
bóka að þær eru fátíðar hér á landi
og voru fyrst í stað einkum gerðar
fyrir útlendinga.
Saga klemmunnar
Design Classics er mikið rit og
glæsilega frágengið. Tæplega þús-
und hlutir fá þar prýðilegt pláss
hver og einn, allir á opnu, en aðr-
ir fá enn frekari umfjöllun, sumir á
nokkrum síðum. Gerð er grein fyrir
uppruna þeirra og þróun og í sum-
um tilvikum endalokum.
Verkið teygir sig allt aftur á end-
urreisnartíma og hér eru einfald-
ir gripir kannaðir: geisladiskurinn,
þvottaklemman og Billy-hillan frá
Ikea eru þarna í bland við háþró-
aða iðnaðarvöru fyrir heimilið.
Margt kemur á óvart. Ekki renn-
ir mann í grun þegar tínt er ofan í
við ipodinn. Þama er líka meðal
nýlegra gripa Kloss-útvarpstæk-
ið og Beovision 5 sem eru hvort
tveggja norrænir gripir frá síðustu
árum.
Vandaður frágangur
Vel má leggjast í skoðun á hvaða
tímabil og hvaða þjóðir leggja mest
í fjársjóðshirslu hinna fögru gripa,
margt er hér frá Itölum, Dönum,
Þjóðverjum og nýi heimurinn á sitt.
Hin háþróuðu fjölmennu iðnaðar-
samfélög eru fyrirferðarmikil.
Verkið er þægilegt í lestri, kaflar
stuttír og dregnir saman en þaul-
hugsaðir, myndvinnsla öll til fyrir-
myndar. Bækurnar eru saumaðar
sem veitír ekki af í svo stóru broti
og vegna fjölda blaðsíðna.
Nokkrar bókaverslanir í Reykja-
vík eru með þennan kjörgrip á til-
boðsverði þessa dagana og ættu
áhugamenn um hönnun að kynna
sér verkið. Þó nokkur fjárfestíng
en er þyngdar sinnar virði og stór-
skemmtileg og fræðandi aflestrar.
innkaupakerru að hönnun hennar
verði brátt áttræð. Þrýstíkaffikann-
an varð .til í Svíþjóð 1974. Þama
eru líka ókunnir höfundar gripa
sem eru í daglegri notkun: tvöfaldi
hringurinn sem upp á eru þræddir
lyklar er frá áttunda áratugnum en
enginn veit hver fann hann
upp.
Telstar-boltinn
Upplýsingar um
einstaka gripi koma á
óvart, nú þegar mikið
verður sparkað í sum-
ar má minnast þess
að hönnun á fótbolt-
anum er sótt tíl hug-
mynda Buckminsters
Fuller hins ameríska.
Svo eru hér gripir
sem byggja á hreinni
hugvitssemi og þró-
un verkfræðinnar.
BlC-penninn, sipp-
óinn.
Yfirlití lýkur 2004
með gripum á borð
Dimma
dreifirsér
Útgáfufyrirtæki Aðalsteins
Ásbergs, Dimma ehf. hefur
samið um dreifingu á íslenskri
tónlist útgáfunnar í Kanada.
Samningurinn er við dreif-
ingarfyrirtækið PHD Canada
distributing, sem er staðsett í
Vancouver og með söludeildir
í Quebec og Montreal, en fyrir-
tækið hefur undanfarin tíu ár ár
vaxið hröðum skrefum og sér-
hæft sig í innflutningi tónlistar
frá Evrópu.
Það er fyrst og fremst djass
og þjóðlagatónlist frá Dimmu
sem fyrirtækið tekur að sér að
dreifa og selja, þeirra á með-
al Leiðin heim, verðlaunaplata
Sigurðar Flosasonar frá síðasta
ári, þjóðlagaplatan Sagnadans
með Önnu Pálínu & Draupner
og Draumaland þeirra Sigurðar
Flosasonar og Gunnars Gunn-
arssonar.
Þá hefur djassplata Kristjönu
Stefánsdóttur og Agnars Más
Magnússonar, Eg um þig, sem
út kom á síðasta ári hlotið góða
dóma í vefútgáfu tímaritsins All
About Jazz.
Nýbókeftir
Hoeg
Danski rithöfundurinn Peter
Hoeg sendi frá sér nýja skáld-
sögu en hér á landi er hann
þekktastur fyrir sögu sína um
Smillu og snjóinn þó fleiri verk
hans hafi komið út í þýðing-
um. Nýja sagan, Den stille pige,
hefur fengið blendnar viðtökur.
Peter er vanastur því að danskir
lesendur gleypi við hverju sem
hann sendir frá sér en salan hef-
ur verið treg í kjölfar harðrar
gagnrýni. Þetta þykir því furðu-
legra að hann hefur ekki sent frá
sér verk í átta ár.
Gagnrýnandi Politiken hrós-
ar sögunni sem segir frá ungri
stúlku með yfirnátturleg efni.
Sagan er sögð spennandi, stór-
brotín og skemmtileg. Aðrir
hafa sagt söguna fulla af predik-
un sem geri hana gamaldags.