Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 5
Við höldum upp á L maí að þessu sinni eftir firnalangt samningaþóf um kaup og kjör. Samkomulag tókst ekki, en stéttarfélög launafólks hafa miðlunartillögu sáttasemjara nú til afgreiðslu. Ein viðræðunefndin í þessu samningaþófi var um tíma kölluð 4x4 eftir skipan hennar, og í rauninni fór ekki illa á því þar sem samningarnir að þessu sinni - ef af þeim verður - eru sannkallaðir torfærusamningar. Lítið náðist, en mcstur tími fór í að reyna að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin yrði völd að fleiri slysum en orðið er. í tengslum við samningaviðræðurnar gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu þar sem hún lofar því meðal annars að hrófla ekki við margskonar réttindum launafólks. En sá loforðaflaumur hefur holan hljóm. Það er undanskilið að stjórnarherrarnir verði ekki seinir á sér að ráðst á þessi réttindi okkar um leið og samningstíminn rennur út. Og það er einmitt þess vegna sem þetta tímabil skiptir sköpum um afkomu launafólks, gerð þjóðfélagsins og styrk verka- lýðshreyfingarinnar. Okkur tókst að slá á puttana á ráðherrunum í bili, en nú er ekkert sem heitir. Ef miðlunartillaga sáttasemjara verður samþykkt verður Iaunafólk og hreyfíng þess að nota næstu 10 mánuði til að: • ræða vandlega hvernig umhverfí við viljum • leggja á ráðin um hvað við ætlum að gera í lok þessa tímabils • og umfram allt að efla með okkur styrk og samstöðu Því það er orðið morgunljóst að ef við látum tímann líða í andvaraleysi verðum við troð- in undir af blindri markaðshyggju. Góður gestur Mikið hefur verið rætt og ritað um einkavæðingu ríkisfyrirtækja á þessu ári. Þar á meðal hefur verið rætt um einkavæðingu Pósts og síma. Það skal hreinlega játað að við sem höf- um starfað að félagsmálum í FIS höfum ekki tekið það mjög alvarlega fram að þessu þegar talað hefur verið um einkavæðingu fyrirtækisins. Við höfum haldið sem svo að þetta væri einhver samþykkt stuttbuxnadeildar í stjórnmálaflokki sem fullorðið og ábyrgt fólk taki ekki mark á. Við þessar aðstæður var talið rétt að leita upplýsinga um framkvæmd slíkra hugmynda. BSRB bauð Philip Bowyer, aðalritara Alþjóðasamtaka póst- og símamanna, hingað til Iands til að fræða um þessi efni. Hann flutti ítarlegt og fróðlegt crindi á Hótel Sögu 1L maí s.l. og svaraði fjölmörgum spurningum. Til fundarins var boðið þeim aðilum sem hafa verið að vinna að einkavæðingarhugmyndum af hálfu stjórnvalda að undanförnu og fulltrúum stéttarfélaga sem málið er skylt. Það kom m.a. fram í máli Bowyers að ekkert bendi til þess að rekstur símfyrirtækja sem hafa verið einkavædd batni. Hann lagði áherslu á að menn þyrftu að spyrja sig áður en far- ið væri í stórtækar breytingar á rekstrarformi hvort eitthvað væri að og hverju þyrfti að breyta. Á íslandi væri símakostnaður innanlands sá lægsti í heiminum samkvæmt tölum OECD og benti þetta til þess að um mjög vel rekið fyrirtæki væri að ræða, sem þjónaði hagsmunum hins almenn neytenda vel. Ef síminn yrði rekinn sem hlutafélag ráða eigendur hlutafjárins hvað gert er. Lögmál markaðarins munu ráða eins og það heitir. Það er öllum lögmálum æðra að mati þeirra sem á það trúa. Rýmri heimildir innan núverandi kerfis, til stjórnenda Pósts og síma til ákvarð- anatöku varðandi stjórn fyrirtækisins, sagði Bowyer líklegri leið til að skila árangri til hags- bóta fyrir starfsmenn og notendur. Þetta er spurning um pólitískan vilja. Umræðan um einkavæðingu er nú á öðru plani en í upphafí árs. Það má marka af yfirlýsing- um sumra stjómarþingmanna að þeir vilja að mál séu ítarlega skoðuð og rædd áður en afdrifa- ríkar ákvarðanir eru teknar. Við í FIS munum halda vöku okkar og fylgjast vel með gangi mála. Mjög miklir hagsmunir eru í húfi sem snerta afkomu okkar allra og félagslegt öryggi. Ragnhildur Guðmundsdóttir SÍMABLAÐIÐ 3

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.