Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 8
Önnur vísbending gæti verið gjaldskrá
fyrirtækjanna. Aftur sýna tölur OECD að
ódýrasta innanlandsþjónustan sé á íslandi,
þarnæst í Danmörku, Hollandi, Svíþjóð,
Finnlandi, Belgíu og Sviss. í öllum þessum
löndum eru símfyrirtækin í opinberri eigu.
Símaþjónusta allt að átta sinnum
dýrari í Bretlandi en Hollandi
Neytendaskrifstofa Evrópu sendi frá sér í
febrúar sl. niðurstöður rannsóknar sem sýn-
ir að innanbæjarsímtöl á dagtaxta séu hærri
í Bretlandi en í þeim 14 Evrópulöndum þar
sem það var kannað. Skv. henni er sama
þjónusta tvöfalt dýrari hjá Mercury-símfyr-
irtækinu í Bretlandi og átta sinnum dýrari
en í Hollandi. Niðurstöður sömu rannsókn-
ar benda til þess að samkeppnin hafi fremur
komið fyrirtækjum sem hringja mikið til út-
landa til góða en almennum notendum. Þar
kemur líka fram að Bretland er eina landið
þar sem símaþjónusta er ekki í höndum
ríkiseinokunarfyrirtækis.
Eins og fyrr sagði er gríðarlega erfitt að
bera saman. Samt sem áður verður að segja
að engar tölur sanna að einkarekin símfyrir-
tæki séu hagkvæmari en opinber. Stað-
reyndin er sú að til eru vel rekin fyrirtæki og
illa rekin.
Pað breytir engu hvert eignarformið er.
Það eru margir breytilegir þættir sem hafa
áhrif á hvort tiltekið símfyrirtæki geti veitt
góða þjónustu. Þar má nefna hve mikil fjár-
festingin er, hvernig stjórnendum ferst starf
sitt úr hendi, samskipti við stéttarfélög, regl-
ur sem gilda og uppbyggingu gjaldskrár.
Einkavæðing í Bretlandi
Það ríki sem mesta reynslu hefur af
einkavæðingu er Bretland. Sé litið til rekstr-
arhagkvæmni er gaman að líta á tvær stað-
reyndir. í fyrsta lagi jókst hagnaður og
framleiðni meira í fyrirtækjunum fyrir
einkavæðingu en eftir.
í öðru lagi var framleiðni meiri í fyrir-
tækjum sem ekki voru einkavædd. Á árun-
um frá 1979 til 1990 jukust afköst um 4,2
prósent á mann á ári í ríkisreknum fyrir-
tækjum meðan samsvarandi tala var 3,5 pró-
sent í einkageiranum. Frá 1974 er saman-
burðurinn ríkisfyrirtækjum enn frekar í hag
með 6,5 prósent aukningu í afköstum á ári
miðað við 3,7 prósent í einkafyrirtækjum.
Þetta á við um afköst vinnuaflsins. Niður-
stöður rannsóknar á vegum London Busin-
ess School sýna að heildarafköst í ríkisrek-
inni póstþjónustu jukust um 3,7 prósent á
ári á níunda áratugnum samanborið við 2,4
prósent hjá British Telecom eftir einkavæð-
ingu.
Fjármál
Ein rök með einkavæðingu eru að vegna
tækniframfara þurfi símfyrirtæki að eiga völ
á miklu fé til fjárfestinga.
Þrátt fyrir að reyndin sé sú að flest sím-
fyrirtæki eru rekin með góðum hagnaði og
geta þarafleiðandi safnað í fjárfestingarsjóði
segja ríkisstjórnir að fjármögnun símaþjón-
ustu auki lánsfjárbyrði eða skekki myndina
af lánsfjárþörf hins opinbera.
Þetta er oftast nær ekkert nema afsökun.
Bókhaldslistin er fullfær um að aðgreina
fjármál símaþjónustunnar frá öðrum opin-
berum rekstri. Reynsla Frakka og íra af því
að láta símfyrirtækin reka sínar eigin fjár-
málastofnanir sýnir að engin þörf er á
einkavæðingu til þess að ná þessum mark-
miðum.
Yerri samskipti við starfsmenn í
einkafyrirtæki
Oft er sagt að markmið einkavæðingar á
Bretlandi sé að auka hlutafjáreign meðal
landsmanna. Það var meira að segja talað
um hluthafalýðræði á tímabili. Mikið hefur
verið gert úr kaupum almennings á hluta-
bréfum. Hins vegar virðist niðurstaðan ekki
vera í samræmi við væntingarnar.
Á Bretlandi lækkaði hlutfall hlutafjáreig-
enda á níunda áratugnum úr 28 prósentum í
21. Svo virðist vera að margir einstaklingar
hafi látið ginnast til að kaupa hlutabréf þeg-
ar fyrirtækin voru einkavædd. Hins vegar
seldu margir þau síðan og afar fáir kaupa
þau eftir það. Reyndar eru það aðeins 14
prósent landsmanna sem kaupa þessi bréf í
endursölu og eru allir í þeim hópi sem gerði
það áður en einkavæðingin hófst.
Þegar breska símfyrirtækið var einkavætt
6 SÍMABLAÐIÐ