Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 9
þáðu 96 prósent starfsmanna þau hlutabréf
sem þeim buðust endurgjaldslaust. Sumir
stjórnmálamenn höfðu vonað að starfsfólk
myndi þá fá meiri samkennd með fyrirtæk-
inu. Þessi von brást því innan tólf mánaða
höfðu samskipti við stéttarfélög versnað svo
að það stærsta í þeirra hópi stóð fyrir fyrsta
verkfallinu sem náði til landsins alls með
dyggum stuðningi félaga sinna.
Fólki sagt upp störfum
Þeir sem töpuðu á einkavæðingu breska
símans voru starfsmennirnir. Mest áhrif
hafði að stórlega dró úr atvinnuöryggi. Fyrir
tíu árum voru starfsmenn um 250 þúsund.
Á sex ára tímabili, rétt fyrir þetta og upp
úr því, fækkaði starfsmönnum um 30 þús-
und. Hins vegar neyddist fyrirtækið til að
draga úr fækkun starfsmanna í nokkur ár og
meira að segja fjölga þeim á tímabili vegna
almennrar óánægju með hrakandi þjónustu.
Núna er samkeppnin svo hörð að British
Telccorn segir upp starfsfólki sem aldrei
fyrr. Á síðasta ári misstu 18 þúsund vinnuna.
Núna stendur til að segja 25 þúsund upp á
næstu 18 mánuðum.
Þessi tilhneiging að segja upp fólki stafar
vafalaust af þrýstingi aukinnar samkeppni
og af því fyrirtækið er hlutafélag er þrýst-
ingurinn meiri.
Fjármálastaða fyrirtækis er ákaflega við-
kvæmt mál sem snýr að verði hlutabréfa.
Fjöldi starfsmanna er mikilvægur þáttur í
mati sérfræðinga á þeirri stöðu.
Spurt og svarað
Þegar Philip hafði flutt inngangserindi sitt
svaraði hann fjölmörgum fyrirspurnum. Þar
kom m.a. fram að í upphafi skyldi endirinn
skoða.
Hann var spurður um mismun á þjónustu
og kjörum starfsmanna eftir einkavæðingu.
Bowyer sagði að sumstaðar hefði þjónustan
batnað. Mest í fjármálaheimi Lundúnar-
borgar en ekki vissi hann hvað yrði um þá
sem byggju á Hjaltlandi. Hann nefndi dæmi
frá Nýja-Sjálandi af bónda sem borgaði
10000 nýsjálenska dollara fyrir framkvæmd
sem kostaði 120 dollara meðan síminn var
ríkisrekinn. Þetta gerist við einkavæðingu
þar sem aðeins er einblínt á hagnað. Launa-
kjör hafa ekki breyst mikið við einkavæð-
ingu en atvinnuöryggi er minna. Fólk hefur
verið hvatt með ýmsu móti til að hætta í
vinnu. Það er ekki auðvelt að ná í vinnu á
Bretlandi. Þar eru 3 milljónir atvinnulausar.
Þeir sem græða á einkavæðingunni eru eig-
endur símafyrirtækjanna. Á sl. ári nam arð-
ur 22% og laun forstjórans voru 60-70 millj-
ónir króna.
Hvað með sveigjanleika
í rekstri einkafyrirtækja?
Philip var spurður um sveigjanleika í
rekstri einkavæddra símafyrirtækja og
hverjir eignuðust þau. Philip taldi að þeir
sem stjórnuðu væru háðir ákvörðunum eig-
enda hvort heldur um ríkis- eða einkafyrir-
tæki væri að ræða. Oft þyrfti ekki miklar
breytingar til þess að auka völd og
ákvarðanarétt stjórnenda ríkisfyrirtækja.
Það er spurning um pólitískan vilja. Á Is-
landi hefði ég áhyggjur af því að British
Telecom keypti Póst og síma. Útlendingar
hafa keypt 90% af Símanum á Nýja-Sjá-
landi.
Spurt var hvort einkafyrirtæki gætu ráðið
verðinu á þjónustunni. Hann sagði að það
væri ávallt einhver nefnd sem ákvarðaði
verðlagningu. Á Bretlandi væri það t.d.
þannig að ef dýrtíðin væri 7,5% fengi B.T.
að hækka um 1% þeir ættu að vera 6,5%
undir verðbólgustiginu.
Spurt var um Póstinn. Lítið hefði verið
rætt um hann. Philip taldi að ástæða væri til
að hafa áhyggjur af framvindu póstmála hjá
EB og um það hverjir eigi að reka þá þjón-
ustu. Hjá Póstinum byggist allt á fólki. Þar
er erfiðara að taka á málum en hjá símahlið-
inni þar sem allt er svo tæknivætt. í Frakk-
landi og Ítalíu hefur verið hætt við einka-
væðingu Póstsins. Ekkert land er með
einkavædda póstþjónustu í Evrópu nema
Bretland. Þeir ætla að einkavæða allt þar
sagði Philip.
SÍMABLAÐIÐ 7