Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23
hafa tölvur skólans komið að góðu gagni við þjálfun starfsmanna á þetta kerfi. Námskeið hafa verið haldin í nýjum hug- búnaði svo sem í Windows, Excel og Word fyrir Windows. Verður framhald á þessum námskeiðum í vetur. Verið er að setja upp „Gagnvirkt kennsluforrit með mynd“ (Interactive vi- deo) í skólanum og væntum við þess að þetta komi að góðum notum við kennslu í framtíðinni. Fyrirtækið Póstur og sími er að fá meiri og meiri samkeppni á öllum sviðum. Þess vegna er nauðsynlegt að hver starfsmaður fyrirtækisins leggi sig fram við að þjóna við- skiptavininum þannig að hann fari sem ánægðastur frá okkur að loknum viðskipt- um og að það hvarfli ekki að honum að leita annað að samskonar þjónustu. Til að þetta nái fram að ganga hefur verið sett upp nám- skeið til að brýna fyrir starfsmönnum nauð- syn á fallegri framkomu og vinalegu viðmóti og láta viðskiptavininn finna að við erum fyrst og fremst hér í vinnu fyrir hann, en hann leggur líka fram greiðslu sem eru jú launin okkar. Mikið átak er einnig verið að gera hér í gæðamálum, bæði hvað snertir vöru og þjón- ustu, sem er mikið atriði hjá okkur og verið er að hanna námskeið fyrir þessar greinar. Eitt elsta nám hjá þessu fyrirtæki er línu- mannanámið sem var fyrir nokkrum árum breytt í símsmiðanám. Þeir, sem hafa lokið prófum símsmiða frá Póst- og símaskólan- um hafa öðlast ákveðin starfsréttindi innan fyrirtækisins, sem hafa ekki gilt úti á hinum almenna markaði. Nú hefur verið lögð inn umsókn um að símsmiðanámið verði gert að löggiltri iðngrein, sem krefst þá sveinsprófs. Þegar hefur verið gerð tillaga að námskrá sem er til athugunar og samþykktar hjá menntamálaráðuneytinu og er þess að vænta að þetta nám geti hafist í náinni fram- tíð. Námið verður sniðið þannig að hægt verður að taka það alfarið í Póst- og síma- skólanum. Flestir áfangar í náminu munu gilda í öðrum framhaldsskólum og nemar með áfanga úr öðrum skólum munu gilda til mats hjá okkur. Fyrir um það bil tíu árum var sett á stofn vinnunefnd um menntunarmál á vegum símastjórna á Norðurlöndum. Nefndin held- ur fundi þrisvar til fjórum sinnum á ári, ým- ist í síma eða hittist í einhverju Norðurland- anna. Annað hvert ár er haldin ráðstefna og þá tekið fyrir eitthvert ákveðið málefni. Síð- ast var slík ráðstefna haldin á eyjunni Jelöya í Oslófirði. Þar var tekin til umræðu fjar- kennsla og hvaða tækni er hægt að beita þar, en það er nokkuð sem við komum til með að þróa í okkar tiltölulega stóra og strjálbýla landi. Með þátttöku í þessu sam- starfi kynnast menn og fá upplýsingar um námskeið sem boðið er uppá. Þannig feng- um við í haust námskeið frá Símaskólanum í Noregi um stafræna útvarpssendingu. Á síðasta skólaári voru nemendur sem stunduðu nám, eða sóttu námskeið sem haldin eru í skólanum eða á vegum hans, um 457. Stundakennarar voru um 66 og kennslustundir um 3800. Þar fyrir utan var svo kennsla í bréfaskóla. I dag verða afhent prófskírteini til eftir- talinna hópa: Póstnám 1 49 Póstafgreiðslumenn 17 Yfirpóstafgreiðslumenn 8 Símritarar 6 Yfirsímritarar 18 Símsmiðir (Gamla kerfið) 13 Símsmiðir (Nýja kerfið) 3 Símsmiðameistarar (Þátttökusk.) 9 Samtals 123 skírteini Auk þess verða send út 83 þátttöku- skírteini til þeirra sem hafa sótt grunnnám- skeið eða tekið þátt í bréfaskóla. Að lokum vil ég óska þeim nemendum, er taka við skírteinum í dag til hamingju með þann áfanga sem þeir hafa náð á vegum skólans og gæfuríkrar framtíðar. Einnig vil ég nota tækifærið og þakka öllum samstarfs- mönnum bæði utan og innan Pósts og síma gott og ánægjulegt samstarf á liðnu ári og ég vona að svo verði í framtíðinni. Símatekjur rúmlega fimni milljarðar Árið 1991 voru símatekjur kr. 5.255.568.367, en pósttekjur kr. 1.932.441.765. Úr ársskýrslu POS 1991 SIMABLAÐIÐ 21

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.