Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25
Fremst á myndinni má sjá m.a: Þóru Timmermann, Elínborgu Gísladóttur og Ragnhildi Guðmundsdóttur. Mynd: H.H. kveðjum gamla og góða vinnustaðinn og síðast en ekki síst vinnufélaga sem við höf- um þekkt í mörg ár. Þá er ekki svo lítil kjarabót að vera sjálf- krafa skráður í Eftirlaunadeildina, hitta gamla félaga og kynnast nýjum, sem eiga við sama vandamál að glíma, og það að vera áfram hlutgengur í FÍS, því deildin okkar er hluti af því, og geta lagt ýmislegt til mála, þó við þurfum ekki að bera ábyrgð á ákvarð- anatöku. Með stofnun Eftirlaunadeildar eigum við greiðari aðgang að framkvæmdastjórn FÍS, ef upp koma vandamál sem tengjast eftir- launagreiðslum. Það er kjarabót að geta haft spilakvöld, góugleði eða þorrablót á vetrum og fara sam- an í nokkurra daga ferðir að skoða landið okkar á sumrum. Svona mætti lengi telja. Þessar margvíslegu kjarabætur okkar vinna gegn einsemdinni, en það er einsemd- in, sem margir eiga erfitt með að umbera þegar þeir hafa látið af störfum. Þó margt sé gert fyrir aldraða er það nú svo að skemmti- legast er að þeir sem eiga það sameiginlegt, að hafa langa ævi unnið hjá sömu stofnun, haldi hópinn og það höfum við nú gert í 15 ár. En nú erum við að skemmta okkur og langar ræður eiga ekki við. Það fer ekki milli mála að Andrés Þormar og Sæmundur Símonarson voru miklir hvatamenn að stofnun deildarinnar, vil ég því biðja ykkur að rísa úr sætum til heiðurs minningu þeirra. Hér með segi ég skemmtunina setta og fel veislustjóra, Jóni Tómassyni, að kynna það sem okkur stendur til boða. SÍMABLAÐIÐ 23

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.