Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 18
12. Af því tilefni að heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra mun setja reglugerð þar sem horfið er frá fastagjaldi sjúklinga vegna lyfjakaupa, en þess í stað tekið upp hlutfallsgreiðslukerfi með tilteknu greiðsluhámarki, skv. heimild í lögum nr. 1/1992, mun ráðherra eiga samstarf við ASI, BSRB og Kennarasamband íslands fyrir setningu þessarar reglugerðar. Hún miðar að því að ná markmiðum fjárlaga um sparnað í lyfjakostnaði ásamt með þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á lögum um lyfja- sölu og lyfjadreifingu, lækkun álagningar og hag- kvæmari innkaupum á lyfjum. 13. Ríkisstjórnin er reiðubúin að kanna breytingar á ákvörðun barnabóta með það fyrir augum að þær verði að fullu tekjutengdar, falli niður við tiltekið tekjumark og hækki á lágum tekjum. Ríkisstjórnin mun eiga samstarf við ASI, BSRB og Kennarasam- bands íslands um þessar breytingar. 14. í samráði við sömu samtök launþega verða gerðar tillögur um með hvaða hætti megi best koma til móts við þarfir þeirra leigjenda sem lökust hafa kjör. 15. Ríkisstjórnin leggur áherslu á öflugt skatteftirlit og mun beita sér fyrir sérstökum aðgerðum í því skyni að draga úr skattundandrætti. Ríkisstjórnin mun leita eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um þessi mál. 16. Lögfest verði á þessu þingi frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífi. 17. I framhaldi af því sem sagði í lið 2 vill ríkisstjórnin ítreka það markmið sitt að stuðla að lækkun raun- vaxta á innlenda lánamarkaðnum á grundvelli frjálsra markaðsvaxta, stöðugleika í gengis- og verðlagsmálum og jafnvægis í opinberum fjármál- um. Ríkisstjórnin telur að raunhæfi lækkun vaxta við þessi skilyrði verði að byggjast á tveimur meg- instöðum: í fyrsta lagi verður unnið áfram að því að auka samkeppni og hagkvæmni á lánsfjármarkaðnum, þannig að vaxtamyndun verði frjálsari og í betra samræmi við það, sem gerist á þeim erlendu pen- ingamörkuðum, sem Islendingar tengjast nú æ nán- ar með gengisfestu og frjálsum fjármagnsflutning- um. I samræmi við þetta er nú m.a. stefnt að því, að öll lánsfjáröflun til húsnæðiskerfisins verði smám saman með útgáfu markaðsbréfa í stað beinna samninga milli ríkisvalds og lífeyrissjóða. Einnig er stefnt að því, að hefja bráðlega sölu óverðtryggðra ríkisverðbréfa með frjálsu útboði. Leggja verður áherslu á, að fjármálastofnanir, þ.á m. lífeyrissjóðir, hafi ekki samráð eða beiti samtakamætti á láns- fjármarkaðnum. í öðru lagi verður dregið úr lánsfjárþörf opinberra aðila, sem haldið hefur uppi raunvöxtum að undan- förnu. í þessu efni skiptir höfuðmáli ásetningur rík- isstjórnarinnar að bæta afkomu ríkissjóðs. Jafn- framt verður að tryggja að útgáfa húsbréfa og önn- ur fjáröflun til húsnæðislánakerfisins og opinberra sjóða raski ekki jafnvægi á lánamarkaðnum. Með tilvísun til þessara meginsjónarmiða mun fjár- málaráðuneytið lækka vexti á nýjum spariskírtein- um til sölu á markaðnum niður í 6,5%. Jafnframt verða vextir á ríkisvíxlum lækkaðir í samræmi við lækkandi raunvexti og horfur um verðlagsþróun. Ríkisstjórn og Seðlabanki munu einnig með tiltæk- um aðgerðum í fjármálum og peningamálum beita sér fyrir því, að vextir á eftirmarkaði verði í sam- ræmi við vexti á nýjum spariskírteinum, sem til sölu eru á hveijum tíma. Leggja verður áherslu á, að ekki er unnt að binda vaxtaákvarðanir langt fram í tímann, nema með þeim fyrirvara, að ekki verði umtalsverðar breytingar á efnahagsskilyrðum, er áhrif hafi á fjármagnsmarkaðinn. Reykjavík, 26. apríl 1992. <f7im'fTrninn- 16 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.