Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 14
Fréttir. . .
Það mætti segja að stjórnvöld hefðu stuðl-
að að þessu með sinni framkomu. „Ekkert
er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað
gott“, sögðu ráðstefnugestir.
1.3.’92
*
Arsfj órðungsfundur
póst- og símamálastjóra
Fundur póst- og símamálastjóra með
framkvæmdastjórum, umdæmisstjórum og
fulltrúum stéttarfélaganna í starfsmannaráði
var haldinn í Reykjavík 18. mars.
Af því sem fjallað var um á fundinum fyr-
ir hádegi (í „Uppsölum") vöktu helst athygli
hugmyndir um einkavæðingu Pósts og síma,
og réttindamál starfsmanna í því sambandi.
Fjallað hefur verið um einkavæðingu POS
í nefnd sem sett hefur verið í málið af ráð-
herra. Sú umfjöllun virðist vera mest út frá
fjármunalegu sjónarmiði o.þ.h. en minna
um hver staða starfsmanna er og verði.
Eftir hádegi var fundi framhaldið í mötu-
neyti POS, þar voru flutt fróðleg erindi m.a.
um viðhorf starfsfólks til POS - en um það
hefur verið gerð könnun. Um efni þessa
fundar verður fjallað nánar af POS.
30.3’92
s __/
Alyktun Landsfundar FIS
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á
Landsfundi Félags íslenskra símamanna
sem haldinn var 7. febrúar 1992 að Grettis-
götu 89 í Reykjavík:
Ástæður þeirrar einkavæðingar opinberra
fyrirtækja sem ríkisstjórnin boðar eru fyrst
og fremst hugmyndafræðilegs eðlis. I því
ljósi verða skiljanleg þau ummæli sam-
gönguráðherra, Halldórs Blöndal, í viðtali á
Rás tvö nýlega að stefnt skuli að einkavæð-
ingu símaþjónustunnar, án þess þó að hann
setti fram skýr markmið með sölu fyrirtæk-
isins. Síminn skilar ríkissjóði milljarði í
hagnað árlega, og svarar fórn slíkrar upp-
hæðar á altari einkavæðingardraumsins til
þess að bóndi leiddi góða mjólkurkú út til
slátrunar.
Á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan
breski „Landssíminn“ var einkavæddur hef-
ur komið glöggt í ljós að starfsfólkið hefur
orðið illa úti. Atvinnuöryggið er fyrir bí og
hafa tugir þúsunda misst atvinnuna. Þá er
skipulag vinnunnar allt orðið ósveigjanlegra
og margvísleg réttindi hafa verið skert. Til
dæmis hafa þau sem tekið hafa upp störf
eftir einkavæðingu mátt sætta sig við lélegri
lífeyrisréttindi en eldri starfsmenn.
Reynslan frá Bretlandi sýnir að það eru
hluthafar, yfirmenn og stórir viðskiptavinir í
atvinnulífinu sem hafa hagnast. Á hinn bóg-
inn hefur breytt álagning orðið til þess að
hækka símareikning hins almenna notanda.
Landsfundur Félags íslenskra símamanna
varar við fljótfærnislegum ákvörðunum í
einkavæðingarátt. Fundurinn krefst þess að
við skipulagningu starfsemi fyrirtækisins
verði á öllum stigum haft náið samráð við
stéttarfélögin.
20.2292
- Afsakið - konan yðar er í símanum.
12 SÍMABLAÐIÐ