Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 27
Afturhaldsmenn allra landa sameinist A stjórnendanámskeiði sem Póstur og sími gekkst fyrir sl. ár gat að líta meðfylgjandi heilræði fyrir þá sem vilja drepa góðar hugmyndir. Þessi listi er birtur til gagns og gamans. Hver og einn (ekki þú - hinn) ætti að geta fundið eigið orðatiltæki á þessum Iista. Lesist kvölds og morgna. 30 örugg ráð til að drepa nýjar hugmyndir 1. Við höfum nú reynt þetta áður. 2. Þetta er of dýrt. 3. Þetta er utan míns verkahrings. 4. Hér er ekki tími til að sýsla við svona hluti. 5. Þetta er alltof róttæk breyting. 6. Fyrirtækið er svo lítið. 7. Verkalýðsfélögin snúast áreiðanlega öndverð gegn þessu. 8. Þetta stangast á við starfshætti fyrirtæk- isins. 9. Við höfum ekki vald til svona fram- kvæmda. 10. Við skulum nú halda okkur við jörðina. 11. Því að breyta, þetta gengur jú eins og það er. 12. Þú ert augsýnilega tveim árum á undan tímanum. 13. Við höfum hvorki nægilegt fjármagn, húsnæði né fólk. 14. Þetta er nú ekki á fjárhagsáætluninni. 15. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. 16. Ekki svo slæm hugmynd, en ófram- kvæmanleg. 17. Stjórn fyrirtækisins samþykkir þetta aldrei. 18. Er ekki rétt að taka saman skýrslu um þetta. 19. Það verður hlegið að okkur. 20. Farðu nú ekki að tala um þetta aftur. 21. Er ekki rétt að setja nefnd í málið. 22. Hefur þetta verið reynt annars staðar. 23. Viðskiptavinunum fellur þetta áreiðan- lega ekki. 24. Þetta getur kannski gengið í þinni deild, en ekki minni. 25. Eigum við ekki að kanna þetta nánar áður en lengra er haldið. 26. Hvernig er þessu háttað hjá samkeppn- isaðilum okkar. 27. Þetta blessast aldrei. 28. Svona breytingar eru alltof þungar í vöf- um. 29. Þetta mun aldrei borga sig. 30. Við höfum alltaf gert þetta svona. SÍMABLAÐIÐ 25

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.