Símablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 11
ríkið ætti eitt hlutabréf við slíkar aðstæður.
Þetta gæti litið nokkuð vel út, en ráðherra
gæti svo hvenær sem hentaði ákveðið að
selja hlutabréf.
Starfsmenn einkavædds símafyrir-
tækis koma illa út úr kaupmáttar-
þróun
Spurt var um launaþróun eftir einkavæð-
ingu í Bretlandi 1984 hjá Royal Mail og
British Telecom og hvort Br. Telecom hefði
ekki verið yfirmannað og hvort Bowyer
teldi ríkisfyrirtæki sem þyrfti að bíða fleiri
mánuði eftir ákvörðunum ríkisvalds hefði
sama vaxtarmöguleika og einkafyrirtæki.
Philip sagðist ekki hafa nákvæmar tölur
um launaþróun í Bretlandi en vildi samt
nefna að laun tæknimanna Br. Telecom
hefðu hækkað um 54% meðan venjuleg
hækkun hefði verið 66,9% og laun Póst-
manna um 50,8% á meðan hliðstæð störf
hefðu hækkað um 66,9%. Kaupmáttarþróun
hefði því verið fólkinu í óhag hjá þeim fyrir-
tækjum sem voru einkavædd. Um vaxta-
möguleika ríkisfyrirtækja færi eftir pólitísk-
um vilja stjórnvalda. Þau gætu heimilað
frjálsræði í rekstri ríkisfyrirtækja ef þau
vildu. Hann efaðist um að Br. Telecom
hefði verið yfirmannað. Þeir hefðu fækkað
starfsmönnum svo ört að þeir urðu að fá
hjálp frá símanum á írlandi. í dreifbýli voru
línumenn látnir hætta en þeir máttu stofna
verktakafyrirtæki. Fólki var sagt upp og
verktakaráðið. Mismunur á fólki við störf er
ekki eins mikill og gefið er upp, það er
ráðningarformið sem breytist.
Frjálst framtak á móti samkeppni!
Spurt var hverjir veiti Br. Telecom sam-
keppni.
Eitt fyrirtæki mátti fyrst keppa. Mercury,
það keppir í London og leggur kapla í gegn-
um vatnsleiðslur. Nú mega allir keppa, en
Mercury er á móti aukinni samkeppni!! Það
er mikil kaldhæðni í þessu. Þriðji aðilinn
sem keppir við símann er Pósturinn. Þeir
endurleigja þjónustu frá símanum sem þeir
þurfa ekki að nota. Stærsti aðili í kapalkerf-
um er Bell Canada sem ræður yfir h'num til
600 heimila.
Að lokum þakkaði Ögmundur Jónasson
fyrirlesara og mönnum góða þátttöku á
fundinum og taldi mikilsvert að við lærðum
af reynslu annarra þjóða.
Fréttir...
Staða Pósts og síma verði bætt í vaxandi samkeppni
Á fundi póst- og símamálastjóra 26. maí
með fulltrúum stofnunar og starfsmannafé-
laga var fjallað mjög ítarlega um réttarstöðu
Pósts og síma.
Á fundinum voru sjónarmið skýrð af tals-
mönnum Pósts og síma og félaganna. Tals-
menn Pósts og síma ætla að miðla betur
upplýsingum um framvindu mála. Hugsan-
legar breytingar á rekstri Pósts og síma
verða allar skoðaðar mjög vel og ekki anað
að neinu í því efni.
Fundarmenn voru á einu máli um að
Póstur og sími þyrfti að hafa rýmri heimildir
til ákvörðunartöku. Þess væri þörf í vaxandi
samkeppni innanlands og utan.
Aðstæður væru allar að breytast í takt við
tæknibreytingar í heiminum.
Talsmenn FIS lögðu áherslu á að rýmka
þyrfti heimildir til ákvörðunartöku innan
þess rekstrarkerfis sem nú er. Góður árang-
ur í stjórnun og rekstri Pósts og síma mælti
með slíku og væri vænlegast fyrir landsmenn
alla.
Sb. 26.05.92.
Póstur og sími greiðir
tæpan milljarð í ríkissjóð
Pósti og síma var gert að greiða kr.
550.000.000 í ríkissjóð á árinu 1991 og á yfir-
standandi ári kr. 940.000.000.
Úr ársskýrslu POS 1991
SÍMABLAÐIÐ 9