Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006
Fréttir DV
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Slúðurfréttamiðill-
inn Orðið á götunni
segir Landsbankann
salla inn á launaskrá
ungu frjálshyggju-
fólki af vefmiðlinum
Deiglunni. Fara þar
fyrir flokki Þórlindur
Kjartansson og Borgar Þór Einars-
son. Ónefndur er einn sem starfar af
miklum krafti í markaðsdeild bank-
ans. Sá hefur að vísu ekki fengist
við pólitísk skrif né talist sérstak-
ur taglhnýtingur Sjálfstæðisflokks-
ins: Jóhannes Ásbjörnsson betur
þekktur sem Jói í Idol...
• Sigurjón Magnús
Egilsson hefiir lyft
Grettistaki og gert
blaðið Blaðið frísk-
legra. Hins vegar hef-
ur SME ekki komist
til þess enn að taka
til í því sem má heita
sjálfsagt á betri bæjum: Aðgrein-
ing auglýsinga og efnis. Enn veð-
ur öflugur auglýsingastjóri yfir allt
sem sæmilegt telst í þeim efnum. í
vikunni var Blaðið með sérkálf um
veiði og er þar ljómandi fín úttekt á
veiðistöðum fyrir austan. Hængur-
inn er sá að um copy/paste blaða-
mennsku er að ræða - textinn tek-
inn beint af Veiðikortinu...
• Og áfram um að-
greiningu efnis og
auglýsinga og starfs-
menn Blaðsins.
Fréttablaðið grein-
ir frá því að Kol-
brún Bergþórsdótt-
ir blaðamaður hafi
unnið pítumáltíð í auglýsingaleik
Rásar tvö, fyrir sig og samstarfs-
menn. Jafnframt segir að hún hafi
verið fengin tif þess af Eddu að rita
seinna bindi ævisögu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar. Virðist sem
búið sé að grafa stríðsaxir. Brynd-
ísi Schram, eiginkonu Jóns, þótti á
sínum tíma sérkennilegt að Kolbrún
og Jón deildu með sér ritfaunum -
Bryndísi þótti sýnt að Kolbrún hefði
verið í hlutverki einkaritara fremur
en ævisagnaritara. Hafði hún á orði
að frekar skrifaði hún framhaldið
sjálf en að láta Kolbrúnu í það verk.
Hvort samningar hafi verið endur-
skoðaðir fylgir ekki sögunni...
• Starfsmenn NFS
brugðu sér í Heið-
mörk á miðviku-
dag í kvöldgrill með
börn sín. Skemmtu
menn sér við blak og
þegar leikar stóðu
sem hæst æpti hinn
föngulegi spjallþáttagerðarmaður
Friðrika Geirsdóttir upp yfir sig.
Hún saknaði nýfengins demants-
hrings af baugfingri sínum. Voru
góð ráð dýr, leiksvæðið rýmt og
valinlcunnir fréttahaukar lögðust á
fjóra í leit að fingurgullinu. Ekkert
fannst í gulum sandinum og voru
fréttahaukar teknir að Jrringja eftir
málmleitartækjum þegar ein dóttir
Láru Ómarsdóttur vatt sér að leit-
armönnum og lcvaðst myndu finna
hringinn, svipaðist í sjónhendingu
yfir svæðið og sjá - fann gullið um-
svifalaust...
• Sá vinstri græni at-
hafnamaður Grím-
ur Atlason er orðinn
bæjarstjóri í Bolunga-
vík. Þar með er Helga
Vala Skúladóttir
orðin bæjarstjórafrú
fyrir vestan og óhætt
að spá verulegum uppgangi í menn-
ingarlífi þar á næstunni...
Hjónin Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir hafa keypt einbýlishús í
Fossvoginum. Fyrir áttu þau íbúö í Kópavogi og fyrirheit um stóra einbýlishúsalóð þar
í bæ. Kaupverðið á villunni í Fossvoginum er 80 milljónir króna.
Eiður Smári í 80 milljóna
villu í Fossvogsdalnum
Haðaland 20 Einbýlishús Eiös
J Smára er byggt 1972 og er 207
H fermetrar auk 27 fermetra
| bílskúrs. DV-Mynd: Stefán.
Ragnhildur og eldri
drengirnir Eiginkona
Eiðs Smára og eldri
synirnir. Eins og sjá
má styðja drengirnir
HK i Kópavogi. DV-
Mynd: Ingólfur
Arnarsson.
Hamingjusöm fjölskylda Arnór Guðjohnsen á góðri stund með synmum Eiði
Smára og tengdadótturinni Ragnhildi ásamtelsta syni þeirra Sveini Aroni og
Daniel Tristan, sem eryngsti sonur hjónanna og jafnframt nýjasti Guðjohnsen-
inn, aðeins rúmlega fjögurra og hálfs mánaðar gamall. DV-Mynd: GVA.
Þaðværimjög
ánægjulegt fyrir okk-
ur Víkinga efstrák-
Eiður Smári Guðjohnsen hefur keypt einbýlishús í Víkingshverf-
inu þar sem Arnór faðir hans var á sínum tíma uppgötvaður og
keyptur til atvinnumennsku í Belgíu.
„Hann Eiður Smári á heima
hérna," segja krakkarnir í Haðalandi
stoltir við gesti og gangandi á göngu-
stígnum í Fossvogsdal og benda yfir
gróskumikla rifsberjarunna að fal-
legu einbýlishúsi.
Ogþannigerþað.
Knattspyrnuhetj-
an Eiður Smári
Guðjohnsen
I og kona hans
Ragnhildur
Sveinsdóttir hafa
keypt einbýl-
ishúsið í Haða-
landi 20.
M
Borguðu 80 milijónir
Húsið keyptu hjónin í nóvember
síðastliðnum og fengu það afhent í
maí samkvæmt kaupsamningi við
seljandann, Ernu Sveinbjörnsdóttur,
sem í sinn hlut fékk sléttar 80 millj-
ónir króna. Ef til vill há upphæð fyr-
ir einbýlishús sem er ekki stærra en
207 fermetrar auk 27 fermetra bíl-
skúrs en sennilega er þetta fé aðeins
rúmlega dropi í hafið fyrir Eið Smára
sem verið hefur á svimandi háum
launum hjá enska úrvalsdeildarlið-
inu Chelsea. Og varla verður Eiður
Smári á lágmarkstaxta hjá stórliðinu
Barcelona sem hann gerði samning
viðí júní.
Þór Símon Ragnarsson Formaður
VikingsfagnarkomuEiðsSmárai
Fossvogshverfiö og segist ekki myndu slá
hendinni á móti þvl að nýta krafta
| drengjanna hans á knattspyrnuvellinum.
DV-Mynd: Hrönn.
f hverfið hans pabba
Faðir Eiðs Smára, Arnór
Guðjohnsen, gerði á árum
áður garðinn frægan með
knattspyrnuliði Víkings
áður en hann hélt til Belgíu aðeins
sautján ára garnall og gerðist at-
vinnumaður í íþrótt sinni. Það sama
ár, árið 1978, fæddist Eiður Smári.
Nú er hann sjálfur fluttur í Víkings-
hverfið með konuna og synina þrjá
sem allt bendir til að muni láta ræki-
lega að sér kveða í fótboltanum.
Víkingar vilja synina
Þór Símon Ragnarsson, formaður
aðalstjórnar Víkings, segist ekki hafa
frétt afþví fyrr að Eiður Smári og fjöl-
skylda væri flutt á áhrifasvæði Vík-
ings. „En það væri mjög ánægjulegt
fyrir okkur Víkinga ef strákarnir hans
Eiðs Smára myndu ganga til liðs við
félagið," viðurkennir formaðurinn
sem verður að horfast í augu við að
eldri drengirnir tveir leika með HK í
Kópavogi sem verið hefur heimabær
fjölskyldunnar hér á íslandi.
Lóð og íbúð í Kópavogi
Eðli málsins samkvæmt hafa Eið-
ur Smári og Ragnhildur þurft að
halda heimili bæði í London og á
arnir hans Eiðs Smára
myndu ganga til liðs
við félagið."
íslandi. Og nú flytur fjölskyldan til
Barcelona.
Þrátt fyrir að hafa keypt húsið í
Haðalandi eiga Eiður Smári og Ragn-
hildur enn íbúð sína í Álfatúni í Kópa-
vogi og sömuleiðis einbýlishúsalóð-
ina sem þau fengu úthlutað í fyrra í
Hólmaþingi sem einnig er í Kópa-
vogi. Þar í götunni fengu Arnór Guð-
johnsen og seinni kona hans, Anna
Borg, sömuleiðis úthlutað lóð. Enn
hafa ekki verið lagðar fram teikning-
ar að húsum á þessum lóðum.
Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs
Smára á íslandi, segist ekkert vita
um húsnæðismál umbjóðanda síns.
Óljóst er því hvort Eiður og Ragn-
hildur hyggjast búa til lengri tíma í
Fossvoginum eða flytja í Kópavog-
inn þegar einbýlishús verður risið á
lóð þeirra í Hólmaþingi.
gar@dv.is - myrdal@dv.is
Ómar Ragnarsson styður Gay Pride af heilum hug og sýnir það í verki.
Býður hommum og lesbíum bílinn og sig
„Ég ætla reynar ekki að fara
sjálfur í drag," segir stórfrétta-
maðurinn Ómar Ragnarsson með
meiru.
Ómar er einarður stuðnings-
maður samkynhneigðra og hyggst
taka þátt í Gay Pride 2006 sem er
12. ágúst. „Ég er að bjóða fram nýja
bílinn rninn," segir Omar. „Stærsta
og flottasta dragdrottningin fær
ekki betri bíl til að vera í. Hún á
eftir að skína svo fallega í þessum
pínulitla bíl. Hann verður svona
eins og smár fótstallur." Ómar vís-
ar til Fíat-bifreiðar sem hann festi
nýverið kaup á og er talinn minnsti
bíll á íslandi. Og er þakið opið og
Ómar telur því bílinn tilvalinn í
skrúðgönguna miklu og af sínum
alkunna höfðingsskap hefur hann
boðið hommum og lesbíum bílinn
ogsig með sem ekil.
Ómar hefur farið í kvengerfi
þegar hann söng Kinks-lagið Sunny
Afternoon. Þá sem kona sem bauð
sig fram í hjúskaparmiðlun bænda
á skemmtun Sumargleðinnar árið
1966 og svo aftur 1994. Og hon-
um fannst það hálfgert drag þegar
hann var með Ella prestsins á svið-
inu f fáránlegum Elvis-búningi - og
hlær sínum fræga hlátri við upp-
rifjunina. Og tekur bakföll.
„Þeir mega alveg skreyta bílinn
ef þeir vilja. Jafnvel setja eitthvað
bleikt á hann. En annars þá er bíll-
inn gulur sem mér finnst vera góð-
ur millilitur á milli blás og bleiks.
Dragdrottingin og bílinn yrðu
svona bisexualdæmi," segir Ómar
sem á annan bfl. Með einkanúm-
erinu „STREIT" númer sem Ómar
fékk að gjöf þegar hann varð sex-
tugur.