Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ2006 Fréttir DV Konukvöl kemursaman Hljómsveitin Konu- kvöl spilar næstkomandi Iaugardag á Mamma Mía í Sandgerði. Hljómsveitin var nokkuð áberandi í tónlist- arlífi á Suðurnesjum fyr- ir nokkrum árum og voru skemmtanir þeirra þekkt- ar fyrir gleði, frumleika og kraft. Meðlimir sveitarinn- ar hafa verið dreifðir um heiminn undanfarin ár að sinna mismunandi verkefn- um en eru nú allir stadd- ir á sama stað á sama tíma og verður tækifærið notað til að bjóða upp á magn- aða stemningu á Mamma Mía. Konukvöl gaf út plöt- una Mjólk er góð árið 1998 og innihélt hún meðal ann- ars lögin Ég vil harðan jóla- pakka og Bulldog. Þoka hindrar sjúkraflug Á aðafaranótt fimmtu- dags þurfti sjúkraflugvél Mýflugs að lenda á Sauð- árkróki til að ná í mikið veikan sjúkling frá Akur- eyri. Hann var fluttur með sjúkrabíl frá Akureyri á flug- völlinn á Sauðárkróki ásamt lækni. Að sögn lögreglunn- ar var sjúkraflugvélin stödd í Reykjavík eftir sjúkraflug á ísafjörð í fyrrakvöld en komst ekki til baka til Akur- eyrar vegna þoku. Heifar lóðir í Vesturhöfn Faxaflóahafnir hafa auglýst nokkrar lóðir til út- hlutunar í Vesturhöfninni í Reykjavík. Hafnarblaðið greinir frá því að síminn á skrifstofu Faxaflóahafna hafi verið rauðglóandi síð- an lóðirnar voru auglýstar. Um er að ræða byggingar- svæði á landfyllingu vestan við Fiskislóð en á þessu svæði hefur þegar verið úthlutað nokkrum lóðum m.a. til BYKO og Smára- garðs en síðarnefnda fyrir- tækið hyggst byggja þarna stórmarkað undir merki Krónunnar. Talinn viðrið- innþrjúrán Arthur Geir Ball, átján ára drengur úr Mosfells- bæ, er grunaður um að vera höfuðpaur í ráni sem framið var í Krón- unni í Mosfells- bæ um síðustu helgi. Arthur var einnig í bílnum sem notaðurvarí Esso-ráninu í mars og hefur einnig verið dæmdur fyrir aðild að öðru vopnuðu ráni. Samkvæmt upplýsingum DV er Arthur á skilorði en hann hlaut síðast dóm fyr- ir fíkniefnasölu árið 2005. Tveimur meintum sam- verkamönnum Arthurs hef- ur verið sleppt. Litháar hafa aö undanförnu verið mikið í fréttum hér á landi vegna innílutnings og hugsanlegrar framleiðslu á amfetamíni. Lögreglufulltrúinn Mindaugas Petrauskas, hjá alþjóðadeild litháísku lögreglunnar, segir að litháískir glæpahópar séu í útrás og starfi lítt í landinu. Markaður Vestur-Evrópu heilli þá mun meira. f Vilnius Hérséstfangelsið IVilnius. Lögreglufulltrúinn Mindaugas Petrauskas segir litháíska glæpahópa hafa I miklum mæli herjað á önnur lönd en sitt eigið. —------------t": ^".'i. f dag verður kveðinn upp dómur yfir tveimur mönnum frá Lithá- en sem ákærðir eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Frá áramót- um hafa fimm Litháar verið handteknir í tengslum við amfetam- íninnflutning og hafa yfirvöld komið í veg fyrir að ríflega fjörutíu kíló af amfetamíni kæmust á íslenskan fíkniefnamarkað. Lög- reglufulltrúi hjá alþjóðadeild litháísku lögreglunnar segir Litháa vera í útrás. Mindaugas Petrauskas er lög- reglufulltrúi hjá alþjóðadeild lithá- ísku lögreglunnar. Hann segir litháíska glæpahópa hafa fært fram- leiðslu sína á amfetamíni og öðrum ólöglegum efnum frá landinu. „Upp- runinn er ekki lengur í Litháen. Þeir herja á markað Vestur-Evrópu," segir Mindaugas. Ógna okkurekki Mindaugas segir það tvírætt að hægt sé að tala um mafíu í Lithá- en. „Mafía er eitthvað sem fólk vill oft tengja við Austur-Evrópu en hér erum við meira að tala um tíu til tut- tugu glæpamenn sem vinna skipu- lega saman," segir hann og heldur áfram: „Það er ekki einn maður hér í Vilníus sem stjórnar stórum hóp- um glæpamanna. Þeir eru flestir aðskildir þessir hópar og innihalda 10-20 manns," segir Mindaugas og bendir á að oft starfi aðalmennirnir fyrir utan Litháen. „Þessir hópar ógna okkur ekki - þeir eru núna ógn fyrir kollega okkar í Evrópu," segir hann. Framleiðslan flutt frá Litháen Að hans sögn hefur starfsemi íjórtán verksmiðja, þar sem amf- etamín og önnur ólögleg efni voru framieidd, verið stöðvuð á síðustu fimm árum. „í þeim verksmiðjum höfum við lagt hald á yfir hundrað „/þeim verksmiðjum höfum við lagt hald á yfirhundrað kíló afefn um og hráefnum: kfló af efnum og hráefnum," segir Mindaugas. Hann segir verksmiðjum hafa farið fækkandi síðustu ár. Það megi rekja til þess að þessir glæpahóp ar hafi ílutt starfsemi sína frá Lit- háen. „Við lendum ekki í þeim sjálfir í svo miklum mæli. Við erum meira í því að • hjálpa kollegum okk- ' ar í Vestur-Evrópu við öflun upplýs- inga um menn sem hafa verið teknir stórum málum hjá þeim," segir hann. Fram- leiðsla á íslandi? „Við höfum upplýs- ingarum að þessir hópar hafi komið sér fyrir víðs vegar í Evrópu," segir Mindaugas og heldur áfram: „Þeir herja á nýja markaði og Vestur-Evrópa er bita- stæður markaður." í september á síðasta ári var Lit- hái fyrst tekinn með brennisteins- sýru í Leifsstöð og vakti það grun- semdir yfirvalda um skipulagða fram- leiðslu á am- fetamíni. Síðan þá hafa tveir verið V Með fljótandi efni Romas Kosakovskis vardæmdur fyrir að hafa flutt hingað til iands fljótandi amfetamín og brennisteinssýru. Dómur í dag Fjölskipaður héraðsdóm ur mun i dag kveða upp dóm yfir Litháunum Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas. handteknir með amfetamínbasa í fórum sínum í Leifsstöð og enn fleiri með tilbúið efni. Hörður Jóhann- esson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að innflutningur á fljót- andi efnum hafi vakið grunsemdir lögreglunnar á að menn hafi hug á framleiðslu hér á landi. Orð lögreglufulltrúans Mindaug- as haldast einnig í hendur við þróun- ina í haldlögðum efnum hér á landi. Að Litháar herji á íslenska markað- qudmundur@dv.is Tilviljun? 30.júni2005 Tveir Litháar, Emanueiis Kaukanauk- as og Romanas Strabeika teknir í Norrænu á Seyðisfirði með fjögur kíló af tilbúnu efni. Dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. 22. ágúst 2005 Lithái tekinn með tæpa tvo lítra af brennisteinssýru í farangri sínum. Var síðar sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur vegna ónógra sönnunar- gagna. 4. febrúar 2006 Saulíus Prúsinskas tekinn í Leifsstöð. Með amfetamínbasa sem hefði getað gefið af sér á þrettánda kíló af hreinu efni. Arvydas Maciulskis, Lithái sem búsettur er hér á landi, handtekinn og grunaður um aðild að málinu. Dómur fellur í þeirra máli í dag. 26. febrúar 2006 Romas Kosakovskis tekinn í Leifsstöð með amfetamínbasa og brennisteins- sýru sem hefði dugað til framleiðslu á allt að sautján kilóum af amfeta- míni til sölu. Dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar f héraði. 6.JÚII 2006 Tveir Litháar teknir í Norrænu á Seyðisfirði með tólf kíló af amfeta- míni. Málið er í rannsókn. Litháar koma víða við sögu í glæpaheimi Danmerkur Tveir teknir með 8 kíló af metamfetamíni Litháar koma víða við sögu í glæpaheimi Danmerkur. Má nefna sem dæmi að fyrr í ár var hald lagt á 8 kíló af metamfetamíni og 87.000 töflur af rohypnol, sem er þekkt sem „nauðgunarlyf". Tveir Litháar voru handteknir og hafa verið ákærðir fyr- ir smygl á þessum fíkniefnum. Sam- kvæmt ársskýrslu ríkislögregluemb- ættisins í Kaupmannahöfn í fyrra er í Danmörku stórtæk klíka litháískra glæpamanna sem stundar þjófnaði á dýrum fólksbflum og vörubílum, innbrot á heimili og rán. En Litháar eru þó einkum þekktir fyrir að stunda umfangsmikið smygl á sígarettum til Danmerkur. Þetta smygl er oft skipu- lagt með Litháum sem búsettir eru í Danmörku. í sumum tilvika var efn- unum smyglað gegnum Danmörku. „Smygl á háskattavörum, eink- um sígarettum, er að hluta til skipu- lagt á alþjóðavísu," segir í skýrslunni. „Á árinu 2005 var smygl á sígarett- um í samvinnu danskra og lithá- ískra glæpamanna sem búsettir eru í Danmörku. Þeir síðarnefndu áttu svo samstarf að einhverju marki við önnur austurevrópsk glæpasamtök. Sígarettum er einkum smyglað til Danmerkur með vörubflum þar sem þær eru faldar innan um aðra frakt. í nokkrum tilvikum var sígarettum smyglað sjóleiðina frá Klaipeda í Litháen til Danmerkur. Það hefur orðið aukning í málum þar sem síg- arettum er smyglað í gámum til Dan- merkur, einkum frá Kína og Rúss- landi. Talið er að „rockergrupper" (Hells Angels og Bandidos) komi við sögu í þeim málum." Og nefna má að aukning á smygli á amfetamíni er ekki bundin við ís- land. Sem dæmi má nefna að árið 2004 lagði lögreglan í Danmörku hald á rúmlega 63 kfló af amfetam- íni. í fyrra nam magnið hins vegar 195 kflóum. Metamfetamín Tveir Litháar voru nýlega teknir I Kaupmannahöfn með 8 kíló af metamfetamíni, það sterkasta á markaðinum. Þeir voru einnig með 87.000 rophynol-töflur sem er þekkt sem „nauðgunarlyf"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.