Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ2006 Fréttir DV Minnast fyrsta íslenska biskupsins I ár eru liðin 950 ár frá vígslu fyrsta íslenska bisk- upsins, ísleifs Gissurar- sonar. Vígslunnar verður minnst á Skálholtshátíð nú um helgina. „Sá atburður var mikill atburður í sögu þjóðarinnar og markaði þau tímamót, að með því að gera ísland að biskupsdæmi í miðaldakirkjunni var ís- land komið inn á landabréf Evrópu þess tíma," segir á vef Skálholts. Hafnatilboðum í Miðgarð Stjórn Eigna- sjóðs Skagaíjarð- ar hafnaði báðum tilboðunum sem bárust sveitar- félaginu vegna endurbóta á menningarhús- inu Miðgarði. Til- boðin voru bæði yfir kostn- aðaráætlun. Endurmeta á framkvæmdina og ræða síðan við annan tilboðs- gjafann, Lambeyri ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtæk- isins. Einn stjórnarmanna, Bjarni Jónsson, taldi að meðþessu væri núverandi hönnun á Miðgarði sett í uppnám, verkið tafið og kostnaður gæti hækkað. fí Vegabætur í Axarfirði Að því er segir á detti- foss.is er vegagerð nú hafin á fúllu frá Núpsmýri að Magnavíkurási í Axarflrði. Framkvæmdum við þennan áfanga á að ljúka í haust. Heimamenn telja að betur megi ef duga skúli. „Því mið- ur verða samt enn eftir um fimm kílómetrar af óbundnu slitíagi tfl Kópaskers þegar þessum áfanga lýkur. Allt er í óvissu hvenær það verður klárað," segir á dettifoss.is. Myndin er frá Reyðarfirði. Wessman má stækka húsið Róbert Wess- man, forstjóri lyfjarisans Actavis, og kona hans hafa nú fengið um- beðið leyfi bygg- ingaryfirvalda í Reykjavík til að stækka hús sitt í Lálandi í Fossvogi um 36 fermetra. Byggja á við húsið og stækka kjallarann. Fleiri íbúar í Lálandi vilja stækka hús sín. Þannig hafa önnur hjón í Lálandi sótt um leyfi til að stækka sitt hús um 68 fermetra. Afgreiðslu þess máls var frestað á síðasta fundi byggingarfulltrúa. Um síðustu helgi drukknaði lítil stúlka í tjörn. Sex ára bróðir hennar tók hárrétta ákvörðun þegar hann ákvað að reyna ekki björgun, en kalla þess í stað á fullorðna. Litla stúlkan skottaðist um Barnaspítala Hringsins sama kvöld. Lítið kraftaverk Þrír sjúkrabflar og tveir lögreglubflar þustu að heimili í Hafnar- firði á laugardag í síðustu viku. Tveggja ára telpa, Guðný Olga Sig- urbjörnsdóttir, hafði farið að skoða garð við hlið húss afa síns, þar sem hún datt ofan í tjörn og drukknaði. Sex ára bróðir hennar, Guðjón Vilberg, brást skjótt við og kallaði í foreldra sína. Faðir- inn, Sigurbjörn Árnason, hóf þegar lífgunartilraunir á dóttur sinni. Við þeim tók eiginkona afa stúlkunnar, Andrea ísólfsdóttir, sem nýverið sótti námskeið í skyndihjálp. Lífi litlu stúlkunnar var bjargað og í vikunni var haldið upp á tveggja ára afmæli hennar. Kraftaverk Hetjan Guðjón Vilberg sex ára brást skjótt við og bjargaö llfi systur sinnar. Árni Fannberg þriggja ára er farinn að átta sig á alvarleika málsins. Bræðurnirpassa vel upp á systur slna, Guðnýju Olgu sem varð tveggja ára I vikunni. Mynd Erla Berglind Antonsdóttir. „Það er ekki hægt að lýsa þeirri skelfingu sem greip mig þegar Guð- jón Vilberg kallaði til okkar að systir sín hefði dottið í vatnið," segir móðir barnanna, Erla Bergfind Antonsdótt- ir. Auk Guðjóns Vilbergs og Guðnýjar Olgu eiga þau hj ónin Árna Fannberg, þriggja ára. „Þegar ég sá að „vamið" var djúp tjörn sem barnið mitt flaut í, greip mig ólýsanieg skelfing. Vissu- lega hafði ég einhvern tíma leitt hug- ann að því að ég, eins og aðrir, gæti misst barnið mitt, en þeirri hugsun vék ég á brott samstundis. Guðný Olga var meðvitundarlaus í tvær til þrjár mínútur, en í okkar augum var sá tími heil eilífð. Það er ekki hægt að lýsa með orðum tilfinningunni þegar hún byrjaði að anda aftur." Lífgjöfina þakkar Erla Berglind ekki síst sex ára syninum Guðjóni Vilberg, sem í stað þess að reyna að bjarga systur sinni sjálfur kallaði um- svifalaust á fullorðna fólkið. Hetjan Guðjón Vilberg sex ára „Kona tengdapabba míns, Andr- ea ísólfsdóttir, hafði nýlega farið á námskeið í skyndihjálp og það gerði útslagið. Sjálf fór ég á slíkt námskeið fyrir nokkrum árum, en þetta at- vik sýnir mér að það er fuii þörf á að ég drífi mig aftur. Atvikið hefur haft mikil áhrif á bræðurna, enda eru þau systídnin afskaplega hænd hvert að öðru og miklir vinir. Guðjón Vil- berg sagði eftir á að ef pabbi hans hefði ekki komið um leið, hefði hann sjálfur farið út í tjörnina. Við gætum þess að láta hann vita oft á dag af því hversu mikil hetja hann er. Ami Fannberg varð þriggja ára 1. júlí og þeir bræður ræða þessa reynslu mik- ið sín á milli. Árni Fannberg sagði reyndar fyrstu dagana að honum hafi þótt mest spennandi að sjá þrjá sjúkrabfla og tvo löggubfla, en í gær- kvöldi fór hann allt í einu að tala um að systir sín hefði getað dáið." Guðný Olga var flutt á bráðamót- töku Landspítalans í Fossvogi og það- an á Barnaspítala Hringsins. „Hún varð ótrúlega hress strax á laugardagskvöldið eftir að nær- ing í æð var tekin úr henni," segir Erla BergUnd. „Hún fór að skottast um spítalann með bræðrum sín- um og ffændum. Eina hættan var sú að hún gæti fengið lungnabólgu, en það hefur ekki bólað á neinum ein- kennum. Við héldum upp á tveggja ára afmælið hennar í sumarbústað í Brekkuskógi á miðvikudaginn, með rjómatertum, pönnukökum, mjólk og pepsí. Þangað kom öll fjölskyld- an, enda hafði slysið mikil áhrif á okkur öll og við höfðum því marg- falda ástæðu til að gleðjast. Það er rétt að taka það fram hér að tjörnin var tæmd strax daginn eftir og eig- endur garðsins komu strax að hitta okkur á sunnudaginn. Þetta var þeim erfið reynsla." Daginn eftir slysið fengu foreldr- ar Guðnýjar Olgu og brceður áfalla- hjálp: „Það er mikil þörf á slflcri aðstoð, því það er skelfilegt að upplifa smnd það augnablik að horfa á barnið sitt við dauðans dyr," segir Erla Berglind. „Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Land- spítalanum hefur reynst okkur afar vel, sem og allt starfsfólk Barnaspít- ala Hringsins og við hjónin vorum að koma frá Rósu aftur núna. Starfsfóik spítalans segir okkur að Guðný Olga sé lítið kraftaverk. Hún hefði getað farið og hún hefði getað orðið fyrir óbætanlegum súrefiiisskorti til heil- ans. Ég trúi því að það sé vakað yfir henni." annakristine@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.