Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006 Veiðimál DV Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.isj Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur, óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar... alltsem viðkemur veiðum og veiðimennsku. Fjórir laxar á 45 mínútum „Menn hafa verið að hringja í okkur og segjast hafa tekið kvóta sinn á 45 mínútum," segir Edda Dungal á skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur um veiðina í Elliðaánum. Kvótinn úr ánni er fjórir laxar á dag. „Ain er komin í 389 laxa en var í fyrra í 379. Þannig að þetta er allt á réttri leið," segir Edda og tekur það fram að leyfi séu ófáanleg á þessu sumri. „Það detta stundum inn lausir dagar og þá setjum við það beint á vefinn hjá okkur. Menn verða bara að fylgjast vel með ef þeir ætla að krækja sér í leyfi." Hverjir voru hvor... við veiðar? • Hin heimsþekkta óperusöng- kona Klrl te Kanava var við veiðar í vikunni en hún hyggst vera með stöngina á lofti í hálfan mán- uð á íslandi. Meðal ann- ars fer hún í Rangá. Eins og mönnum má kunnugt vera er Kiri mikill íslands- vinur og einn skjólstæð- inga umboðsmannsins Ein- ars Bárðarsonar... - - • ÓttarFeUxHauks- son er einn af slyngari bleikjuveiðimönnum landsins. Hann er nú að taka saman veiðidótið sitt og stefnir ótrauður til veiða ásamt vini sínum Bjöggaltall- dórs og fleirum. Er förinni heitið í Fljótá fyrir norðan en áin sú er fræg bleikjuá en jafnframt er lax í ánni. Óttar kýs hins vegar frekar bleikju en lax á sína stöng... • Laxveiðar og stórforstjórar ríma (einhvern veginn) og Veiði- málin hafa fyrir því stað- festar heimildir að Arl Edwald forstjóri 365 verði í Blöndu um helg- ina. Ari hefur þó verið duglegur í laxveiðinni í sumar og heftir meðal annars verið í Norðurá og Kjarrá... • Tóti tönn, Þórarlnn Sigþórs- son tannlækir og veiðigeggjari, var við veiðar í Rússlandi ásamt ónefndum atvinnuveiðimanni frá sænska veiðibúnaðarfyrirtæk- inu Loop. Sá var talsvert yngri en Tóti og voru þeir saman í holli. Tóti veiddi miklu meira en atvinnu- maðurinn og á þriðja degi var at- vinnumaðurinn ungi svo fúll yfir því að Tóti væri búinn að veiða yfir hann, að hann labbaði til byggða, en veiðimenn eru ferjaðir í þyrlu á veiðistað. Loop-maðurinn skildi ekki hvernig maður á sjötugsaldri gæti veitt svo mikið sem raun ber vitni ogþó honum væri tjáð að þar færi einn mesti lax- veiðimaður ís- lands, þá hristi sá ungi bara hausinn... Á Akureyri er starfrækt allsérstætt veiðifélag sem ber nafnið „Bíttá helvítið þitt“. Sveinn Elmar Magnússon er einn foringja félagsins og hann upplýsir að félagsmenn megi ekki verja nema afar takmörkuðu fé í veiðibúnað sinn - helst kaupa hann á bens- ínstöð. Bíttá helvítið þitt „Já, þetta virðist vera að virka," segir Sveinn Elmar Magnússon þegar umsjónarmaður veiði- opnu DV spurði hann um hinar gríðarlegu vinsældir vefs veiði- félagsins Bíttá helvítið þitt. Veiðifélagið Bíttá helvítið þitt er staðsett á Akureyri og rekur um- fangsmikinn vef í tengslum við starfsemi sína: myblog.is/bitta. Þar getur að líta veiðimyndir, veiðitöl- ur og frásagnir af afrekum félags- manna. Hinn vel þekkti gorgeir norðanmanna er síður en svo fjarri góðu gamni. Ekkert„veiðaogsleppa" fjas „Við vorum bara að fíflast til að byrja með. Veiða með okkar ódýru Essóstöngum, ég og Matti, en hann er stofnandi ásamt mér," segir Sveinn. Inntökuskilyrði eru þau að vera með sem allra ódýrastan bún- að. Og félagarnir drepa allt sem þeir veiða. Ekkert „veiðaogsleppa" við- horf er uppi innan félagsins. „Við höfum þurft að neita einum sem var með of dýran búnað um inngöngu," segir Sveinn. Og bendir á að sá hafi verið með eitthvert fjas um að „veiðaogsleppa". Risableikja á ryðgaðan spún Norðanmenn í félaginu eru ein- dregið þeirrar skoðunar að veiðar séu ekki lífsstíll heldur einfaldlega manninum áskapaðar tíl að komast af í hinum harða heimi. „Maður á að borða það sem mað- ur veiðir," segir Sveinn ákveðinn. Gildir meðlimir í veiðifélaginu eru í dag tíu og má sjá á vefsíðunni að flestir hafa verið að veiða nokkuð vel á sínar ódýru stangir. „Já, við Björn Þór fórum í Hrauns- Sveinn Elmar Meðlimir veiðifélagsins verða að undirgangast það að verja ekki miklu fé I dýran veiðibúnað. mm vatn. Sem er hérna fyrir norðan. Og hann stimplaði sig inn í félagið með því að ná í eina 10 punda bleikju á ryðgaðan spún," segir Sveinn. Sveinn upplýsir að í Hraunsvatni séu mestmegnis murtur en innan um leynast stórar bleikjur. „Það er svolítið labb þarna upp eftir en það borgaði sig," segir Sveinn. Ódýrt ekki alltaf best Sveinn segir það hafa sína ókosti að kaupa ódýran búnað líkt og áskil- ið er. Til dæmis hefur hann þurft að skipta þrisvar sinnum um veiðihjól. Eins hafi þeir félagar pantað sér fluguveiðisett frá Bandaríkjun- um og það hafi virkað nokkuð vel en lína sem fylgdi með hafi ver- ið drasl. Og þurftí Sveinn að kaupa sér nýja línu sem kostaði þrefalt það sem settíð kostaði. En þeir í Bíttá helvítið þitt sýna og sanna að ekki er það dýr og vandaður búnaður sem öllu skiptir heldur áhuginn, að ógleymdum besta vini veiðimanns- ins - heppninni. Björn Þór Stimplaði sig inn I klúbbinn með því að ná einni 10 punda bieikju á ryðgaðan spún. Bleikjustofninn hruninn í Dölunum Lax kemur þá bleikjan fer „Já, það er rétt, bleikjustofninn er hruninn héma í Dölunum," segir Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlög- maður og leigutaki Miðár í Dölum. Lúðvík hefur haft Miðá á leigu í rúm tíu ár eftir að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafði gefið hana upp á bátinn. Hann þekkir því vel til og getur miðað við liðna tíð þegar bleikjan óð upp ár í Dölunum. Hins vegar hefur uppgangur lax verið nokkur síðustu ár. Þar ræður vatna- búskapur miklu og almennt tíðar- far. „í fyrra veiddust í Miðá um 270 laxar og það þótti gott. Lax veidd- ist á hverjum degi," segir Lúðvík og má vel greina að hann er ánægður með það. „Málið var að fyrir 10 árum komu menn frá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur og skoðuðu ána. Þeir sáu lít- ið af laxi þannig að þeir ákváðu að taka hana ekki á leigu. Þannig að ég skellti mér bara á hana. Fyrirkomu- lagið á veiðileyfum hefur verið þannig að ég hringdi í þá sem höfðu verið að veiða mest og bauð þeim að taka viku og viku. Það hefur verið þannig síðan," segir Lúðvík. En laxinn er eitt - bleikjan er annað. Að sögn Lúðvíks, og reynd- ar fleiri heimildarmanna DV, virð- ist bleikjustofninn hrmrinn í Döl- unum. Og hafa menn ekki neinar skýringar. Unnsteinn Arason veiði- vörður í Haukadalsá hefur þetta að segja um bleikjuna: „Ég náði þó nokkrum bleikj- um í vor en annars hefur þetta ver- ið afskaplega dauft. Það eru komnir um 100 laxar á land hér í Hauka- dalsá og er það talsvert minna en í fyrra," segir Urmsteinn. Hann bind- ur þó við það vonir að bleikjan sé að koma til. Svisslendingar hafa verið með Haukadalsána á leigu í mörg ár og veiða aðallega útlendingar í ánni. „Þetta eru yfirleitt sömu mennirnir og sumir hafa verið héma í mörg ár. Einn átti meira að segja 81 árs afmæli um dag- inn," segir Unnsteinn. Og bætir því við að áin selji sig sjálf enda ein af laxveiði- perlum ís- lands þótt hún hafi einhverra hlutavegna farið itljótt í fjölmiðlum. Lúðvík Gizurarson Hefur verið með Miðá eftir að Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur gaf hana frá sér. Haukadalsá Laxveiðiperla sem ekki hefur farið hátt um í fjöimiðium.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.