Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006 Fréttir DV Margir af lykilmönnum úr stjórnkerfi R-listans láta sig nú hverfa úr Ráðhúsinu eða reyna að komast burt áður en þeim verður bolað burt. Stjórnarandstaðan í borginni segir skipulagsbreytingar sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna eingöngu gerðar til rýma til fyrir gæðingum úr flokkum meirihlutans Flóttinn úr Ráðhúsinu Borgarfulltrúinn og Samfylking- armaðurinn Dagur B. Eggertsson spyr á heimasíðu sinni hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp á „ný“. Lykilmenn sem R-listinn réði í stjórnkerfi borgarinnar eru margir á leið úr Ráðhúsinu eða þegar farnir. Jafnréttisráðgjafi lagður niður Hildur Jónsdóttir jafnréttisráð- gjafi sagði nýlega upp störfum enda ljóst að hennar staða yrði lögð niður í þeirri mynd sem verið hafði. Strax í kjölfarið samþykkti meirihlutinn að setja á fót mannréttindanefnd hjá borginni í stað stöðu jafnréttisfull- trúa. Hugmyndin er reyndar frá R- listanum, sem áformaði að stækka starfsvið mannréttindamála, sér í lagi í ljósi fjölgunar innflytjenda og nýbúa í borginni. Borgarritari austur á land Helga Jónsdóttir borgarritari hef- ur lengi reynt að komast úr Ráð- húsinu og hefur nú verið ráðin sem bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borg- arstjóra, hefur flutt sig um set og gerst blaðafulltrúi Orkuveitunnar, hrókering sem kom mörgum Orku- veitumönnum á óvart enda Helgi Pétursson gegnt því starfi með sóma og hæpið að þörf væri fýrir tvo menn í þá stöðu. Þá hefur verið gerður starfsloka- samningur við Láru Björnsdóttur fé- lagsmálastjóra, sem reyndar er eini sviðstjóri borgarinnar, sem eftir er frá valdatíma Sjálfstæðisflokks ins og ráðin var til borgarinn ar 1994 skömmu fyrir kosn- ingar. Liðsmenn borgarstjóra hverfa Kristín Árnadótt- ir skrifstofustjóri á skrif- stofu borgarstjóra er farin í leyfl og Magnús Gylfa- son, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, kominn í henn- ar stað. Staðan var ekki auglýst eins og Dagur heldur ffam að hafi verið venjubundið verldag hjá R-listanum. Reyndar er því haldið fram í Blað- inu síðastliðinn mánudag að staða Kristínar hafi verið búin til af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur í borgar- stjóratíð hennar og klæðskerasniðin handa Kristínu. Margir hafa reyndar lýst efasemdum um að hún snúi til baka úr námsleyfi sínu. Þá er Anna Margrét Guðjónsdótt- ir, sérfræðingur á skrifstofu borgar- stjóra, hætt störfum og á leið til Brus- sel þar sem hún mun veita forstöðu skrifstofu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt hefur ritari borgarstjóra Ellen J. Calmon hætt störfum. Borgarkerfið blásið út AJlir sviðstjórar borgarinnar sem nú sitja fundi borgarstjórnar eru ráðnir af R-listanum nema Gunnar Eydal, sem ráðinn var af fyrrverandi vinstri meirihluta 1978-82. „Það er reyndar ekkert við það að athuga að hæft og þróttmikið fólk sem á allra kosta völ skiptí um starf öðru hvoru en ef einhver alvarlegur atgervisflótti á sér stað úr Ráðhúsinu er það auðvitað alvarlegt mál og mik- il blóðtaka fyrir borgina," segir Dagur B. Eggertsson í viðtali við DV. „Það er búið að byggja upp mikla fagmennsku og þekkingu innan stjórnkerfis borgarinnar og innleiða nútímavinnubrögð, sem önnursveit- arfélög og rfldð líta til og sjá sem fyrirmynd," seg- ir Dagur. „Mér finnst áætlanir meirihlut- ans um stjórnkerfis- breytingar bæði óljós- arog „Hvorki meira né minna enþrjú störfí borgarkerfinu hafa ver- ið skraddarasaumuð fyrir hana enda sam- starfskona Ingibjargar Sólrúnar allt frá tímum Kvennalistans." ómarkvissar og einna helst vera fólgnar í því að blása út borgarkerf- ið, búa til ný eða endurvelcja gömul embætti." Broslegt upphlaup „Mér finnst þetta upphlaup Dags B. Eggertssonar heldur broslegt í ljósi þess hve klárlega pólitísk viðhorf hafa ráðið miklu við mannaráðn- ingar í tíð R-listans, sérstaklega hef- ur Samfylkingin verið frek til fjörsins í því efni," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við DV: „Það er til dæmis óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið við- gangast að embættismenn borgar- innar gengu í flokk- inn til að styðja ákveðinn stjórn- málamann til formannsemb- ættis í flokknum eins og gerðist S <0 þegar Ingibjörg Sólrún bauð sig fram til formanns í ' Samfýlkingunni. Flóttinn byrjaði fyrir kosningar „Hvað varðar ráðningu Magnús- ar Gylfasonar í afleysingarstörf fyrir Kristínu Ámadóttur má benda á að hvorki meira né minna en þrjú störf í borgarkerfinu hafa verið skraddara- saumuð fýrir hana enda samstarfs- kona Ingibjargar Sólrúnar allt frá tímum Kvennalistans," segir Kjartan. Að áliti Kjartans má segja að ef einhver atgervisflótti hafi átt sér stað frá Ráðhúsinu þá hafi hann byrj- að löngu fyrir kosningar. Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður hafi flutt sig yfir til Orkuveitunnar, Anna Þórðar- dóttír fjármálastjóri hafi hætt og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hafi hætt sem borgarlögmaður nánast jafn skjótt og hann byrjaði. í lagi að hafa pólitíska reynslu „Og ekki flentist eins frábær maður og Björn Ingi Sveins- son nema eitt ár \ sem borgarverk- > fræðingur. Þar að auki má benda á að pólitískur að- stoðarmaður borg- arstjóra í fýrrver- ' andi meirihluta, Eiríkur Hjálmars- son, hættí fyrir kosn- ingar og fluttist yfir á Orkuveit- una þar sem ný staða var búin tíl fyrir hann. Ég sé hins veg- ar engan sérstak- an meinbug á því að menn sem ráðnir eru til borgarinn- ar hafi reynslu úr pólitík. Það getur oft komið sér vel og er þar að auki alls ekki slæm reynsla," segir Kjart- an og tekur firam að samstarf hans við embættismenn borgarinnar hafi gengið mjög vel. Hann telji heldur ekki að minnihlutanum hafi verið sinnt öðruvísi af þeirra hálfu: „Langflestir eru hæfir starfsmenn og duglegt fólk. Mér er heldur ekki kunnugt um að fleiri starfsmenn hyggi á uppsögn en hér hefur kom- ið fram." kormakur@dv.is Kjartan Magnússon Borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks segir óhætt að hafa pólitíska reynslu. Hetga Jonsdottir Borgarritari er orðinn bæjarstjóri i Fjarðabyggð 'cm Wk Lara Bjornsdottir Félagsmálastjóri \ borgarinnar hefurgert starfslokasamning. s ' Wt Anna Margrét í Guðjónsdóttir ! Sérfræðingur á skrifstofu I borgarstjórafertilBrussel Bjorn Ingi Svetnsson Borgarverkfræðingur hætti eftir eins árs starf. ’ ' Eirikur Hjalmarsson Aðstoðarmaður tveggja fyrrverandi borgarstjóra er kominn f hús hjá Orkuveitunni f m 1 Kristín Árnadóttir %: Skrifstofustjórinn hjá borgarstjóra er farin I námsleyfi. Ellen Calmon Ritari borgar- stjóra er hætt. Gunnar Eydal Eini sviðstjórinn sem ekki varráðinn afR-listanum. Hr ISÍf Dagur B. Eggertsson Borgaarfulltrúi Samfylking- ‘ ar býst við póltiskum ráðningum I borgarkerfinu. I Magnus Þór Gylfason Starfsmaður borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins stýr- ir nú skrifstofu borgarstjóra. Ingibjorg Sólrun Gfsladóttir Nánustu samstarfsmennirnir yfirgefa ráðhúsið hver aföðrum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Borgarlögmaður í örfáa mánuði I tlð R-listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.