Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚU2006 Helgin PV Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarfröm- uður mun halda Heilsuhátíðina Fusion Fitness Festival í World Class í haust. Þetta er í íjórða skiptið sem Unnur stendur fyrir hátíðinni en í ár mun hún fá sex heims- þekkta kennara til landsins. Sá frægasti þeirra, Milo Levell, hefur meðal annars unnið með Michael Jackson, Juliu Ro- berts og Jessicu Alba auk þess sem hann hefur dansað fyrir sjálfan páfann. Unnur hvetur alla sem eru að þróa eitthvað nýtt í líkamsræktarbransanum til að hafa sam- band því þetta tækifæri er einstakt. Flott saman Hafdls Jónsdóttir, eða Dísa í World Class eins og hún þekkist best, starfar með Unni að nýjum tlmum. Hér eru þær ásamt Páli Óskari sem veröur plötusnúður á hátlðinni. „Þetta er í íjórða sinn sem ég held þessa heilsuhátíð en hún hefur allt- af gengið vonum ffamar," segir Unn- ur Pálmarsdóttir líkamsræktarfföm- uður sem mun halda Heilsuhátíðina Fusion Fitness Festival í World Class í haust, dagana 29. september til 1. október. Fyrir tveimur árum mættu um 80 manns á hátíðina en í fyrra var Qöldi gesta orðinn 170 og Unnur er bjartsýn á þátttöku í þetta skiptið. „í fyrra var ég með fimm þekkta gestakennara en í ár verða þeir sex talsins. Má þar nefrta Ceri Hannan, Bianca Karel, Steve Watson, Neil Bat- es og af íslenskum fyrirlesurum má nefna önnu Sigríði doktor í næring- arfræði, Valgeir sjúkraþjálfara, Ólaf frá Einkaþjálfaraskóla World Class og fleiri góða fræðimenn. Dansaði fyrir páfann Sá þekktasti af erlendu kennur- unum er hinn heimsþekkti dans- höfundur Milo Levell sem er lifandi goðsögn í dansheiminum. Hann er búinn að dansa í meira en 25 ár og er afar virtur," segir Unnur en Milo hefur meðal annars starfað með Michael Jackson, leikkonunum Juliu Roberts og Jessicu Alba og leikaran- um Blair Underwood. „Milo hefur líka sett upp sýning- ar fyrir bæði Stevie Wonder og Di- önu Ross og dansaði fyrir páfann árið 2000 á sérstakri hátíð í Vatík- aninu." Unnur kynntist Milo á ráð- stefnu í Bretlandi í fyrra og féll strax fyrir kennsluaðferðum hans. „Hann er alveg ótrúlegur og fær alla til að dansa, sama hvort þeir eru nýbyrjað- ir eða búnir að stunda dansinn lengi. Hann kennir þetta svo vel að allir ná þessu um leið." Milo Levell mun halda danssýningu á Salatbarnum þar sem hann mun velja einhverja úr tfmunum til að dansa með sér. „Hann hélt sýningu í Bretlandi í fyrra og það var alveg magnað að sjá hann," segir Unnur brosandi. Nýjasta æðið á Spáni Unnur hvetur alla sem eru að þróa og hanna einhverja nýja hluti í líkamsrækt til að setja sig í samband við hana. „Ég er alltaf að leita að fólld til að gera þetta með mér. Við Dísa í World Class erum til dæmis að hanna nýja tíma sem við ætlum að kynna á hátíðinni og munu verða settir inn í dagskrá World Class í haust." Meðal þessara tíma er Batuka sem er það heitasta í líkamsrækt- inni á Spáni. „Batuka er ný hreyfing þar sem salsa og kikkboxi er blandað saman. Þetta er orðið að algjöru æði á Spáni. Við ætlum að byrja þetta í World Class þann 4. september en munum hafa prufutíma á heilsuhá- tíðinni." Unnur segir marga verða kæru- lausari á sumrin en að í sumar eigi það ekld við. „Kannski er það veðrið en mér hefur fundist fólk duglegt að mæta í ræktina í sumar. Hér í World Class í Laugum er alltaf fullt af fólki að æfa. Ég held líka að við séum allt- af að verða meðvitaðri og hugsum sífellt betur um heilsuna. Við vitum að okkur líður betur ef við hreyfum okkur meira. Líkamsræktin er líka orðin mildu fjölskylduvænni. f boði eru tímar fyrir börnin og svo er hægt að setja þau í pössun eða mæta með þau með sér í tímana. Það duga eng- ar afsakanir lengur," segir hún og það er greinilegt að þetta málefni skiptir hana mikfu máli. Unnur Pálmarsdóttir „Peningahliðin eralltaferfíð og ég erþvl að leita að sponsurum til að styrkja þetta. Flestir eru þetta góðir vinir mlnir og vilja ólmir koma hingað enda er istand vinsælt land: Einangrun á íslandi „Við búum líka í einangrun á þess- ari eyju og getum því ekki skotist upp í bíl og keyrt til næsta lands. Okkur er því nauðsynlegt að fá útrás fyrir tilfinningar, bæði andlega og líkam- lega, og útrásina fáum við með því að hreyfa okkur. Við þurfum bara að finna líkamsrækt og hreyfingu sem hentar oJdatr. Það þýðir ekkert að sitja bara inni í stofu og sér í lagi þeg- ar okkur líður illa. Þá er besta ráðið að fara út og hreyfa sig." Tækifæri fyrir þá sem þora Aðspurð segir Unnur eldd erfitt að fá þessi frægu nöfn til íslands. „Pen- ingahliðin er alltaf erfið og ég er því að leita að sponsurum til að styrkja þetta til að hjálpa mér að fá þessa aðila til íslands. Markmið mitt er að fá erlenda ferðamenn til að koma á Heilsuhátíðina Fusion Fitness Festi- val í ffamtíðinni. Flestir eru þetta góðir vinir mínir og vilja ólmir koma hingað enda er fsland vinsælt land. Það eru mun fleiri sem vildu koma en því miður er ekki hægt að fá alla. Það er því mikilvægt fyrir fólk í þess- um bransa að koma og sýna það sem það er að gera því þeir sem hingað koma eru með rosalegt tengslanet og þessu fylgir því tækifæri til að koma sér á framfæri erlendis. Við erum með góðan efnivið, það er bara von- andi að fólk þori." Heilsuhátíðin fer fram í World Class í Laugum og hægt er að lesa allt um hana á fusion.eu.com. Hægt er að skrá sig á hátíðina í afgreiðsl- unni í Laugum eða með því að senda tölvupóst á Unni á netfangið unn- ur@fusion.eu.com. indiana@dv.is Hressir kennarar Þessir kennarar heimsóttu Unni I fyrra. Margir þeirra munu koma aftur I haust. Milo Levell Milo hefur meðal annars starfað með Michael Jackson, leikkonunum Juliu Roberts og Jessicu Alba og leikaranum Blair Underwood. Unnur og Bianca Karel Bianca Karel frá Hollandi mun koma aftur en hún kenndi með Unni á hátiðinni I fyrra. w & i 1 1 *■ ■ 1 Í"" Hr V 1 fite

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.