Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 39
I Dagur B. Eggertsson BORGARFULLTRÚI Ég er að koma úr erfiðri kosninga- baráttu og því hafa bækurnar sem ég vil lesa þyrpst upp í kringum mig. Um þessar mundir er ég að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason og get fullyrt að þar er mikil hugvekja á ferð. Næst á dag- skrá er svo að lesa ævisögu Lynd- ons B. Johnson sem kom út fýrir skemmstu, en hún er í fjórum bind- um og þykir mjög góð. Ég hlákka því tíl. En skáldsögurnar bíða í haug- um. Ég fæ kvíðahnút í magann yfir magninu! Katrín Jakobsdóttir BÓKMENNTAFRÆBINGUR í sumarfríinu las ég When Nietzsche Wept sem íjallar um vináttu heim- spekingsins Friedrichs Nietzsche við sálgreinandann Josef Breuer. Ég var mjög hrifin, tekist á við sígildar spum- ingar um tilgang lífsins með hæfilegri blöndu af kveini og tilvistarstefnu. Svo þrælaði ég mér líka í gegnum sögu umhverfisins á 20. öld, Something New Under the Sun. Feykilega áhuga- verð bók sem sýnir hversu gríðarleg áhrif mannskepnan hefur haft á um- hverfið. Nú er ég að byrja á Nætur- vaktinni eftir Kirino Natsuo, japanskri glæpasögu sem segir frá konu sem myrðir manninn sinn, en slíkar bækur er öllum konum hollt að lesa reglulega tíl að fá hæfilegan skammt af útrás! Mér líst vel á hana enda glæpasagna- fíkill og les slíkar sögur í bílförmum á ári hverju. Soffía Karlsdóttir SÖNGKONA Ég er að lesa Hroka og hleypidóma. Ég hef lesið hana á ensku og líkaði mjög vel, en vildi sjá hvort ég skildi bókina öðruvísi á íslensku. Þar á undan las ég Ótuktina eftír Önnu Pálínu Árnadóttur heitna. Hún er al- veg ótrúleg, ég kláraði hana í einum rykk. Þessi bók fær mann til að líta lífið nýju ljósi og hætta að kvarta yfir litlu hlutunum. Næsta bók á dagskrá er Mýrin eftír Arnald Indriðason. Mig langar til að lesa hana áður en myndin kemur. FÖSTUDAGUR21. JÚLl2006 51 Náði hæstu einkunn Svanur Davíð Vilbergsson er 24 ára gítarleikari. Hann lauk nýverið einleikaraprófi í klassískum gítar- leik frá Conservatorium Maastr- icht með hæstu einkunn ársins. Hann fékk 9,5 sem er ekki algeng einkunn að sögn Davíðs. Skólinn tók fjögur ár, en hann hafði áður lagt stund á gítamám í Bretíandi og á Spáni. Svanur er nú kominn heim og hefur nú þegar haldið marga tónleika, eins og á Eskifirði og Stöðvarfirði. Fyrirhugaðir eru svo tónleikar á Selfossi í byrjun ágústmánuðar og á Mallorca 14. ágúst í gítartónleikaseríu. Davíð er á leið í mastersnám í Maastr- icht í klassískum gítarleik hjá Carlo Marchione, þekktum gítarsnillingi sem sérhæfir sig í barokktónlist og nútímatónlist. Frábær árangur Gríms Hákonarsonar Stuttmyndin Slavek the Shit eftír Grím Hákonarson - lokaverkefni hans úr FAMU-kvikmyndaskólanum í Prag - hefur farið víða á und- anförnum mánuðum. Hún var heimsfrumsýnd á Cannes á síðasta ári og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum kvikmyndahátíðum, eins og í Pusan í Suður-Kóreu, sem er með þeim stærri í Asíu, Leeds Internatíon Film Festival, Qurense Short Film Festíval og Barcelona Short Film Festival. Bestum árangri hefur hún náð á ítalíu, en hún hefur unnið fimm verðlaun í landinu, nú síðast aðalverðlaun í stutt- myndakeppni Arcipelago-stuttmyndahátíðarinnar í Róm. Myndin er rómantísk ástarsaga sem íjallar um klósettvörðinn Slavek og ger- ist að mestu inni á almenningssalerni í miðborg Prag. Þrír útskrifaðir nemendur úr hinum heimsþekkta sirkusskóla Circus Circör munu koma fram á L.ung.A á Seyðisfirði um helgina og sjá um listasmiðju. Þau Ola, Henna og Petri starfsrækja sirkus- hóp sem ber nafnið Med andra ord og hefur getið sér gott orð fyrir ótrúlega leikni, eins og að spranga í hringum eða standa á höndum á handstatífum. Þau munu kenna „grunnatriði í sirkustækni, joggl- ing, leik með eld og fleiri klæki" eins og segir á heimsasíðu L.ung.A. Þar með gefst áhugasömum tækifæri til að læra erfiðar sirkuskúnstir sem skemmtilegt gæti verið að setja inn í leiksýningar eða götuleik- hús. Þess má geta að kennararnir þrír unnu með leikhópnum Vest- urportí síðastliðið sumar, en hann hefur einmitt notast mikið við sirkustækni í uppsetningum sínum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.