Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Page 40
52 FÖSTUDAGUR 2 I. JÚU2006
Helgin DV
itegundir af
jpúðri.
láskotnaðist
Nivea-sólarp
Púður
Kanebo
„Kanebo-
púðrið hyiur
sem ég vil hylja,
en er samt létt."
Sólarpúður frá Nivea
„Ég hef reyndar
ekki prófað margar
af sólar-
Mér
svona
og hef haldið mig við
Það hentar
ágætlega og er gott til að fríska upp
á útlitið."
Maskari frá Clinique
„Mér finnst frekar erfitt að finna
góðan maskara. Hef átt þá nokkra
gegnum tíðina, en þessi er prýði-
legur."
rra nourjois
„Þetta gloss er í ljósrauðum lit
og ég set það á mig daglega."
Augnabrúna-
litur frá Body
Shop
„Þessi er
borinn á með
og sparar
að lita
oft!
Augnskugga
nota ég eftir því
sem hentar hverju
sinni. Það fer eftir skapi, veðri,
vindum og tilefni hvaða liti ég ber á
augnlokin."
Elfa Dröfn Stefánsdóttir er kaffibarþjónn hjá Te og kaffi aö Laugavegi 24. Hún er
vanur kaffiþjónn og lenti I fimmta sæti í keppni landsliðs kaffibarþjóna í apríl sið-
astllðnum. Eftirlætiskaffidrykkurinn hennar er cappuccino, sem hún segir reyndar
þann vinsælasta almennt hjá viðskiptavinum líkt og kaffi latte. Á sólríkum sumar-
dögum er það hins vegar frappuccino sem slær allt út, en það segir Elfa Dröfn að
sé nokkurs konar fskaffi sem er sett í blandara ásamt sýrópi og fleiru og sé
svalandi drykkur I sumarhitanum. Hún hefur starfað hjá Te og kaffi í rúmt ár og
líkar afar vel f vinnunni. „Skemmtilegast flnnst mér að laga kaffidrykkina, sérstak-
lega cappuccino." Elfu Dröfn fannst sjálfsagt að lofa okkur að kíkja I snyrtibudd-
una sfna, en hún segir að sér finnist ómissandi að setja á sig létt púður, maskara
og smá roða á kinnarnar, án þess þó að verða of mikið förðuð.
Athafnakonan
Helga Snorradóttir er glæsileg kona sem
hafði í tuttugu og íimm ár starfað sem skrifstofustúlka, þar af
síðustu tíu árin sem ritari, gjaldkeri og aðalgjaldkeri hjá sýslu-
manninum í Kópavogi. Þegar hún var á ferð um Þýskaland
með manninum sínum fyrir nokkrum árum sá hún hins vegar
fatnað sem hún féll fyrir og hugmyndin að því að fara að selja
vönduð kvenföt fæddist. Þannig varð verslunin Ysja til.
Íelga Snorradóttlt
i áherslu á að hafa
búðina heimilislega.
Saknar sýslumannsins í Kópavogi
„Ég hélt áfram í starfi mínu hjá
sýslumanninum, en hóf að selja
kvenfatnað heima," segir hún. „Við
vorum með fyrirtæki á kennitölu
þannig að byrjunin var auðveld.
Fatnaðurinn sem ég er með er frá
þýska fyrirtækinu „Street One", af-
skaplega vandaðar flíkur. Ég bauð
konum að koma á kvöldin og um
helgar að versla og orðið sem fór af
þessum vörum var svo gott að starf-
semin jókst mun meira en ég hafði
átt von á. Þá ákvað ég að opna
verslun og fékk húsnæði hér að
Grensásvegi 22. Kosturinn við
Grensásveginn er sá að hér er gott
að fá stæði og ég finn að það skiptir
fólk miklu máli."
Nafn verslunarinnar er óvenju-
legt: Ysja.
„Ég leitaði að góðu nafni í ís-
lenskri orðabók, en oft þegar ég
fann falleg nöfn reyndist merkingin
að baki þeim ekki eins góð. Þegar ég
fann svo nafnið Ysja og sá að það
þýðir meðal annars „fasmikil
kona", var nafn verslunarinnar
ákveðið."
Helga fer út mánaöarlega að
panta inn og segir kostinn við vör-
urnar sem hún selur vera þann að
hér sé á ferðinni góður fatnaður á
þokkalegu verði og það koma aldrei
fleiri en átta stykki afsömu flíkinni,
auk þess sem nýjar vörur komi
tvisvar til þrisvar í mánuði. Versl-
unin er einstaklega hlýlega innrétt-
uð og líkist í raun ekki fatabúð
heldur kósí heimili.
„Já, ég lagði áherslu á að hafa
heimilislegt hér," segir hún. „Hér
eru borð og stólar og fólk getur því
sest niður og fengið sér smá tár og
heitt kaffi, jafnvel lesið blöð ef verið
er að bíða eftir einhverjum sem er
að máta. Stærðirnar eru frá 36 upp í
44 en ég er að vinna að því að fá
umboð frá jafn góðum framleið-
anda í stærri stærðum," segir hún
þegar stærðavandamál í íslenskum
kvenfataverslunum er rætt.
Þótt Helga væri orðin verslunar-
eigandi hélt hún áfram starfí sínu
hjá sýslumanninum íKópavogi.
„Eg var í hlutastarfi þar og hluta-
starfi hér. Dætur mínar hafa reynst
mér mjög hjálplegar á álagstímum,
en búðin hefirr gengið betur en
björtustu vonir mínar sögðu til um
þannig að ég hætti hjá sýslumann-
inum fyrir tveimur mánuðum."
Saknarðu þess?
„Starfsins? Ég sakna sýslu-
mannsins í Kópavogi!" segir Helga
skellihlæjandi. „Það er í raun ekki
mikill munur á því að sinna skrif-
stofustörfum eða vera með eigin
rekstur. Ég er rösk þegar ég er að
vinna, alveg sama hvaða starf það
er, og hvíli mig vel á milli. í frítím-
um les ég mikið, var að ljúka við
Hulduslóð og Friðland eftir Lisu
Marklund. Svo reyni ég að vera eins
mikið með barnabörnunum og ég
get, en þau eru sex á aldrinum
fimm ára upp í fjórtán ára. Ég fór í
hálfs mánaðar sumarfrí til Mallorca
í maí og stefni á vikufrí á sólar-
strönd í haust. í febrúar er það svo
skíðaferð..."
Ertu skíðakona?
„Nei, nei, elskan mín, það er ég
ekki! Maðurinn minn er hins vegar
góður skíðamaður. Ég geri allt fyrir
hann og elti hann því bara í skíða-
ferðirnar!"
annakristine@dv.is
BYLTING í SVEFNLAUSNUM
FRÍ LEGUGREINING
OG FAGLEG RÁÐGJÖF
www.rumgott.is
Rúmgott er leiðandi í þróun
og framleiðslu á heilsudýnum
og rúmbotnum undir vöru-
merkinu EZ-sleep á íslandi.
Við höfum yfir að ráða
fullkomnum tækjabúnaði til
að mæla þrýstijöfnun á líkama
hvers einstaklings sem gerir
okkur kleift að framleiða
svæðaskiptar heilsudýnur
sniðnar að viðkomandi.
Húsgagnavinnutitofu Kll
Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16