Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Síða 45
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 2 7. JÚLÍ2006 57
Ib Riis I þýskum flotabúningi i Kaupmannahöfn á stríðsárunum.
Frá herstöð Frakka á Hou-kóralrifinu Franskir hermenn þvo geislavirk efni af fiugvéi sem
flogið hefur i gegnum ský kjarnorkusprengju.
yfir Kyrrahafið. Við fórum strax að
skipuleggja mynd í perúsku frum-
skógum Amason en hann hafði
fyrir mörgum árum næstum orðið
eftir hjá Ashaninka-indíánunum,
sennilega einhverju fátækasta fólki
veraldar. Okkur gekk ágætlega að
fjármagna myndina og 1998 frum-
sýndum við Det finns bara en Sol
með stuðningi frá sænska sjón-
varpinu, TV2, finnska sjónvarp-
inu og Media-sjóðnum. Torgny lést
hins vegar árið 2000 þegar við vor-
um að vinna að seinni myndinni,
sem var í raun mynd um hann sjálf-
an og kvikmyndagerð hans í frum-
skóginum. Myndin heitir Kondor-
mannen og ég lauk ekki við hana
fyrr en tveimur árum seinna. það
tók talsvert á að missa hann."
Vandamál framleiðandans
Framleiðendur kvikmynda
lenda oft í hlutverki sáttasemjara
milli leikstjóra og jjármögnunar-
aðila. Þú hefur vœntanlega fengið
þinn skerf af slíkri vinnu?
„Ég get ekki neitað því að fæð-
ing sumra mynda hefur verið erfið
og gengið á ýmsu. Ég var til dæm-
is framleiðandi að lítilli mynd eft-
ir efnilegan þýskan strák sem heit-
ir Christoph Michold. Hann var
búinn að gera fína 52 mínútna
heimildarmynd sem heitir Kor och
mánniskor en sænska sjónvarpið
sem við þurftum að reiða okkur á
heimtaði að hún yrði skorin niður
í 30 mínútur. Hann var alveg eyði-
lagður í marga daga en þetta tókst
að lokum og myndin fékk verðlaun
sem besta heimildarmynd á Prix
Cricom-hátíðinni 1998 og Cinéma
du Réel 1999.
Gerð myndarinnar um Sabinu
Spilrein, lagskonu Carl C. Jung,
sem í upphafi hafði verið í meðferð
hjá Sigmund Freud og lifði afar sér-
stöku lífi fullu af ytri og innri átök-
um, er þó sennilega það dramatísk-
asta sem ég hef lent í. Dramað í
kringum gerð myndarinnar tekur
innihaldinu langt fram og er í sjálfu
sér efni í kvikmynd eða kannski
skáldsögu."
Þegar maður skoðar listann yfir
þœr myndir sem þú hefurgert kemst
maður ekki hjá því að sjá að þú ert í
mörgu málsvari náttúruverndar og
minnihlutahópa. Jafnvel samfélaga
sem eiga í vök að verjast gagnvart
ógnarafli framþróunar og tœkni-
vœðingar?
„Valdhafar hafa gjarnan verið
skotspónninn í mínum myndum
„Ég get ekki neitað
því að fæðing sumra
mynda hefur verið erfið
og gengið á ýmsu."
og þú mátt vel kalla mig sendiherra
þeirra sem ekki geta borið hönd fyr-
ir höfuð sér. Ég lít í raun á það sem
skyldu mína að nota þau forréttindi
sem ég hef, sem kvikmyndagerðar-
maður og Vesturlandabúi, til þess
að vekja máls á hvers konar órétt-
læti, sér í lagi í þriðja heiminum.
Reyndar fæ ég um leið útrás fyrir
eigin reiði gagnvart þeim sem mis-
beita valdi sínu, misnota fólk, dýr
eða náttúruna sér og græðgi sinni
til framdráttar. Ég veit um leið að
áhrifamáttur kvikmynda getur ver-
ið gífurlegur en það er mikilvægt
að koma með rétta mynd á rétt-
um tíma. Ef tímasetningin er ekki
rétt getur myndin fallið milli stafs
og hurðar. Til dæmis hvarf Eyja-
bakkamyndin í hyldjúpa þögn eins
og hún hefði aldrei verið afrugluð.
Hún var sýnd í einhvers konar felu-
litum á Stöð 2 - ég meina, hún vakti
bara enga athygli, umræðan sem
nú er hafin um náttúruvernd var
einfaldlega ekki byrjuð."
Eilíft heimshornaflakk
Þú hefur víða farið í leit að
myndefni og stundum hnotið um
allt annað en œtlunin var í upp-
hafi?
„Hingað til hafa orðið til mynd-
ir um indíána í frumskógum Perú,
barnaþrælkun í Indlandi, mynd
sem enn er í vinnslu og gerist í
frumskógum Brasilíu, ég hef líka
verið að mynda í Malasíu og gert
mynd um kjarnorkutilraunir Frakka
í Kyrrahafi og götubörn í Höfða-
borg í Suður-Afríku. Svo var ég á Sri
Lanka með syni mínum viku eftir
flóðbylgjuna stóru annan í jólum í
fyrra. Það er margt annað á döfinni
enda veit maður aldrei hvað verður
að veruleika og lífsnauðsynlegt að
hafa mörg járn í deiglunni."
Er ekki þessi sonur þinn ætt-
leiddur frá Sri Lanka?
„Jú, reyndar og annar, Aron, frá
Kólumbíu. fsak, sem er fæddur á
Sri Lanka, upplifði það mjög sterkt
að fara með mér þangað og þekkti
strax lyktina þegar við komum út
úr flugvélinni þó svo að hann hefði
farið þaðan bara 6 mánaða gamall.
Við höfum hugsað okkur að fara
lb Riis og Helgi Felixson Helgi leitaði uppi Ib frænda sinn íSan Francisco.
Skaftfellingur VE-33 ísinnihinstu förkemur
hiðaldna skip landleiðina til Víkur f Mýrdal.
fsak Felixson Sitjandi til hægri, með
barnavefurum á Indlandi.
þangað aftur og kannski gera mynd
um hann meðan hann leitar uppi
móður sína. Þess ber að geta að ég
er nú ekki alveg einn við þessa iðju.
Núverandi sambýliskona mín Titti
Johnson er líka kvikmyndagerðar-
maður og tekur fullan þátt í flestum
þessum verkefnum."
Og enn er ekki allt upp talið?
„Nei, ekki alveg. Ég get nefnt
mynd sem er langt komin og ég
kalla Þvottastöðina, sem er nokk-
urs konar framhaldsrannsókn á
áhrifum kjarnorkutilrauna Fralcka
í Kyrrahafi. Bæði á samfélag íbú-
anna þar og á þá Frakka sem unnu
að þeim. Til dæmis er rýnt í ótrú-
lega hátt hlutfall krabbameins og
afleiddra sjúkdóma hjá báðum
þessum hópum og varanlega eyði-
íeggingu viðkvæmrar náttúru. Ég
hef fengið frábæran stuðning við
gerð þessarar myndar bæði hjá
íbúum eyja í Kyrrahafinu en ekki
síst frá Frökkum sjálfum. Þar fyrir
utan er ég að gera mynd af allt öðr-
um toga, kannski í raun rómantíska
mynd um ævi sænska ljósmyndar-
ans Marianne Greenwood, en hún
er ekki síður fræg fýrir að hafa haft
gífurleg áhrif á marga fræga lista-
menn. Hún átti meðal annars í ást-
arsambandi við vísnasöngvarann
og skáldið Evert Taub og var mikill
vinur Picassos - sumir segja jafnvel
eitthvað meira - en sennilega hef-
ur enginn ljósmyndari teldð fleiri
myndir af honum."
Og nú ertu kominn heim til að
gera mynd um - ja, Skaftfelling -
hvað kemur til?
„Þetta hófst allt saman þegar ég
fór í afmæli til Sigrúnar Jónsdóttur
kirkjulistarkonu í Svíþjóð fyrir fjór-
um árum. Hún gaf sér í afmælisgjöf
að flytja þetta fúna flak frá Vest-
mannaeyjum til Víkur í Mýrdal.
Frásaga Sigrúnar af þessu merki-
lega sldpi heillaði mig strax enda
ég sjálfur ættaður frá Vík. Þrátt fyrir
að ég hefði í nægu að snúast sogaði
þetta galdraskip mig til sín og ég
hef undanfarið og við hvert tæki-
Titti Johanson og Helgi Felixson Á góðri stund á íslandi.
færi siglt með því víða um heim þó
að mér finnist oftast að ég ráði ekki
ferðinni."
Himildarmyndin hefur eigið líf
Myndin hefur sem sagt þróast
mikiðfrá því að þú lagðir af stað?
„Það er óhætt að segja það því
smám saman hefur þetta ferðalag,
þessi rannsókn, sem átti að snúast
um samgöngu- og þjóðfélagsbreyt-
ingar á tuttugustu öldinni með há-
punkti í síðari heimsstyrjöldinni,
opinberað einhvers konar epíska
fjölskyldusögu, það er mína eigin
fjölskyldusögu.
Það er þarna saga um móður-
afa minn, sem var skóari í Vík og
saumaði á áhöfn Skaftfellings skó
og fatnað og tengdist þannig skip-
inu. Hann var einn af frumbýling-
um Víkur, sem var afar einangraður
staður í upphafi tuttugustu aldar.
Víkverjar stofnuðu því félag 1918,
sem lét byggja skipið í Danmörku,
sjálft fullveldisárið í miðju Kötlu-
gosi. Breytingarnar sem fylgdu til-
komu Skaftfellings voru stórkost-
legar fyrir Víkverja, vörur fóru að
berast reglulega. Amma var til
dæmis heima með fjórtán börn
sem skyndilega upplifðu sjald-
séða ávexti af og til eins og epli og
apppelsínur. Tilkoma Skaftfellings
hafði gífurleg áhrif á Víkursamfé-
lagið og byggðirnar þar í lcring. Það
er líka þarna saga úr stríðinu eftir
að skipið komst í eigu Vestmanna-
eyinga og flutti fisk til Bretlands.
Eina niðdimma nótt rekst Skaft-
fellingur á laskaðan þýskan kaf-
bát og bjargar áhöfninni. Ég ferð-
aðist til Dresden til að hitta nokkra
af sldpbrotsmönnunum og þá hafði
Skaftfellingur skyndilega dreg-
ið mig inn í rannsókn á föðurætt-
inni því að amma mín í föðurætt
kom frá Dresden. Þá lá leiðin til
ísafjarðar því þar hafði afi stofnað
bakarí eftir margra ára dvöl og æv-
Torgny Anderberg Með Ashaninkas-
indlánum I frumskógi Perú.
intýri í Bandaríkjunum. Þar upp-
götvaði ég svo dramatíska sögu því
bæði amma og afi voru handtek-
in af Bretum og flutt til Englands
ásamt öðrum Þjóðverjum, sem þá
voru þó nokkuð margir á fsafirði.
Ég stikla náttúrulega á stóru hér
því eitthvað verður að spara fyrir
myndina. En ég uppgötvaði þó eina
sögu enn á fsafirði því frændi minn
einn, Ib Riise, var settur á land á
Langanesi og ætlað að njósna fyr-
ir Þjóðverja. Hann gekk hins vegar
í lið með Bretum og gerðist gagn-
njósnari fyrir þá og hann leitaði ég
uppi í San Francisco þar sem hann
býr nú. Mér finnst að Skaftfelling-
ur hafi í raun leitt mig í gegnum
þetta sköpunarferli enda hið mesta
galdraskip. Einn af gömlu áhafnar-
meðlimunum, sem í dag er blindur
þó að hann sjái lengra en nef hans
nær, segir að í því búi þrír prestar
sem gæti þess og margir trúa því
reyndar að slík helgi fylgi skipinu
að það boði gæfu að snerta það.
kormakur&dv.is