Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Síða 48
60 FÖSTUDAGUR 2I. JÚLl2006
Helgin DV
„Á yfirborðinu var allt gott. Ég bjó í húsi í úthverfi með konu, grill og þvottavél. Sólin skein stöðugt, ströndin
var í fimm mínútna göngufjarlægð frá húsinu, ísbíllinn kom á hverjum fimmtudegi.“ Valur Gunnarsson er
enn staddur í Finnlandi.
Á yfirborðinu var allt gott. Ég
bjó í húsi í úthverfi með konu, grill
og þvottavél. Sólin skein stöðugt,
ströndin var í fimm mínútna
+=■ Permanent
d HairColorant
____ v/ith Acfrvc
-1-- Vegetöble Ingreciíents
br fiOOíGreycover
MOtmk
náttúrulegt
göngufjarlægð frá húsinu, ísbíll-
inn kom á hverjum fimmtudegi.
Ég vaknaði þegar mig langaði til og
var að vinna við bók sem ég hafði
verið að skrifa meira og minna það
sem af var öldinni og virtist loksins
vera að klárast. En rétt eins og með
gaurinn í White Power-bolnum á
Hverfisbarnum var eitthvað ekki
alveg rétt.
Verkamannaparadís og
svartpulsur
Kannski var það staðsetningin.
Gatan hét Insinöörikatu, Verkfræð-
ingagata. Það miðstéttarhelvíti
sem ég var staddur í var að minnsta
kosti vel merkt. 1 20 mínútna rútu-
fjarlægð risu reykháfar Tampere,
verkamannaborgar Finnlands, og
stærstu borgar Norðurlanda sem
liggur ekki við sjó. Þar eru bæði
Mustamakkaran, svartpulsan sem
leggur jafnvel hraustustu menn að
velli, og Manse-rokkið, en Tampere
er kölluð Manchester Finnlands,
upprunnin. Verkamannastyttur
prýða brúna sem tengir hina tvo
hluta borgarinnar saman, þar hafði
hin skammlífa kommúnistastjóm
Finnlands höfuðstöðvar sínar þar
til hún var kveðin niður af hvítlið-
• 700% náttúrulegir jurtalitir
• Engin skaðleg aukaefni
• Ekkert ammóníak
• Laust við festiefni (Resorcinoi)
• Þægilegt og fljótlegt i notkun
• 30 litir (Hægt að blanda fleiri)
Einnig sjampó, hámæring o.fl.
Fæst í heiisubúðum, apótekum,
og heilsuhornum verslana
DREIFING: JÓN KARLSSON • SlMI: 5610570
Helvíti barnanna
En fátt er um svo fína drætti í
úthverfinu Hervanta. Mitt á milli
verkfræðinganna er búið að troða
nokkrum félagsíbúðum, en íbú-
ar þeirra manna bekkina á sumrin
og minna millistéttarfólkið á það
hvers vegna það eyðir ævi sinni á
skrifstofum frekar en úti í sólinni.
íbúð í úthverfi er draumurinn. 1
nútímaþjóðfélagi snýst allt um
íslensk list er góð gjöf
Gallerí Fold • Kringlunni og Rauðarárstíg---
Opi& í Kringiunni laugardaga kl. 10-18,
Opið á Rau&arárstíg laugardaga kl. 11-16,
Sjáumst í Galleríi Fold
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400
Kringlunni, simi 568 0400 ■ www.myndlist.is
Karlar og konur í Finnlandi Valur
Gunnarsson hittirskynsama konu
í stórmarkaði I Finnlandi.
fjárfestingar og íbúðin er stærsta
fjárfesting sem flestir gera um æv-
ina. Því er hún hið endanlega tak-
mark, það sem segir öðru fremur
hvort fólki hafi heppnast eða ekki,
sé heppnað eða ekki.
I skáldsögunni Skotgrafarvegur,
eftir Kari Hotakainen, segir frá
manni sem leggur allt í sölurnar til
að eignast hús svo íjölskylda hans
snúi aftur til hans. „Fjölskyldan
er helvíti barnanna," sagði Strind-
berg. í mínum augum er hún mun
meira en það.
Kippa af bjór eða handtaska
Á föstudögum fer ég í einn af
hinum þrem súpermörkuðum
Hervanta og horfi spyrjandi aug-
um á konuna hvort ég megi kaupa
einni kippu meira af bjór, gráðosta-
ídýfu og snakk. Ég er ekki eini mað-
urinn í búðinni sem þarf að spyrja
leyfis. Konan fær að bera titilinn
„skynsami aðilinn", einmitt vegna
þess að hún eyðir talsvert minna af
ráðstöfunarfé sínu í skammtíma-
vermi eins og áfengi. En samt get-
ur hún keypt sér nýja handtösku
fyrir tugþúsundir án þess að depla
auga, jafnvel þótt hún eigi fjölmörg
ílát undir veski og varalit fyrir, og
taskan veiti henni engu varanlegri
hamingju en bjórinn.
Hinn kvenlegi kapítalismi
Það er ekki skrýtið að allir mark-
aðsfræðingar heimsins séu að fara
yfir um á því að reyna að höfða til
kvenna. Það er konan sem ræður
hvernig peningum heimilisins er
varið, eins og sést í augum þján-
ingarbræðra minna í K-Marketi.
Kapítalisminn er í sjálfu sér kven-
legt fyrirbæri, enda hefur konum
aldrei vegnað jafn vel og í mark-
aðslýðræðisríkjum samtímans. I
fyrstu þjóðfélögunum voru karl-
menn veiðimenn og konur safnar-
ar. í kapítalískum ríkjum er allt gert
til að höfða til safnaraáráttunnar.
Öll þurfum við alltaf meira af öllu.
Eitt sinn réðu veiðimennirnir
ríkjum. Á miðöldum öttu konungar
og stórfurstar kappi við hvern ann-
an í að leggja undir sig landsvæði.
Fyrir veiðimanninum er aðalatrið-
ið að stjórna sem mestu svæði og
mannvirðingar fóru eftir því hver
átti stærstar veiðilendur, oft í bók-
staflegri merkingu. Þeir sem reynd-
ust minni veiðimenn og áttu færri
vopn voru miskunnarlaust brytjað-
ir niður. Lítið var um aðhlynningu,
farsóttir voru tíðar. Það voru verri
tímar.
Ringlaðar konur, ringlaðri
karlmenn
í dag höfum við almennings-
sjúkrahús, velferðarkerfi og jafn-
rétti, að minnsta kosti í orði, þó
að veiðimennirnir séu stöðugt að
reyna að taka það af okkur, færa
oldair aftur til fyrri tíma. En þeir
eru ekki einir í fortíðarhyggju sinni.
Því vöðvastæltur veiðimaðurinn er
alltaf meira aðlaðandi en safnarinn
með þráhyggjur sínar.
Konur á Vesturlöndum í dag vita
hvað þær vilja á atvinnumarkaðn-
um og eru ekki feimnar við að fjöl-
menna til að láta vita af réttind-
um sínum, sem ætti að vera öllum
öðrum réttindabaráttum til fyrir-
myndar. En þær eru enn ringlað-
ar í sambandi við hvað þær vilja
fá frá karlmönnum, sem gerir þá
fyrir vikið ringlaða í sambandi við
hvernig þeir eiga að haga sér.
Paris Hilton og drekarnir
Matti í Skotgrafarvegi eldar
matinn, þrífur húsið og hugsar um
börnin, eins og honum hefur verið
kennt að nútímamenn eigi að gera.
En slíkur maður á auðveldlega í
hættu að þykja ekki inógu spenn-
andi.j Konur nota enn hugtök eins
og idraumaprinsinni og iriddar-
inn á hvíta hestinum.i vitna þannig
í rómantískar hugmyndir skálda
19. aldar, sem sjálfar voru byggðar
Verkamanns-
styttur
Stytturnar
prýða brúna
sem tengir tvo
borgarhluta
saman.
á draumsýn á miðöldum sem eiga
sér litla stoð í sagnfræðinni.
Á forsíðum blaða fýrir tánings-
stúlkur gefur að líta myndir af Par-
is Hilton, sem helst er þekkt fýrir
að sofa hjá meintum riddurum og
vera erfingi Hiltonauðævanna, en
líklega mun sá sem vinnur hana
einnig fá hálft ríkið. Paris Hilton er
það næsta sem við komumst nú-
tímaprinsessu, flestir þurfa í dag
að vinna en draumurinn er enn að
þurfa ekki að gera neitt.
Ég legg frá mér bjórinn og kaupi
kartöflur í staðinn. I fréttum er sagt
frá stríðum og stórfyrirtækjum.
Alltaf er nóg til af drekum. Einhvern
daginn mun ég berjast við þá.
Valur Gunnarssort