Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 55
PV Helgin FÖSTUDAGUR21. JÚLl2006 67 KK sendir frá sér nýja blúsplötu á næstu dögum KK og Bragi Baggalútur í eina sæng Hinn snjalli tónlistarmaður KK sendir á næstu dögum frá sér nýjustu afurð sína, Blús. Á plötunni er að finna nokkur eftirlætislög KK sem hann hefur verið að syngja og spila á 30 ára ferli sínum. Textarnir á plötunni eru allir á ís- lensku og var það enginn annar en hinn snjalli íslenskumaður Bragi Valdimar Skúlason sem sá um að semja þá. Bragi hefur getið sér gott orð sem einn af forsprökkum Baggalúts og sýndi snilldartakta í textasmíðum á Köntríplötunni Pabbi þarf að vinna sem Köntrísveit Baggalúts gaf út á síðasta ári. í blúsbandinu hans KK eru Guðmundur Pétursson gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassi, Friðrik Júlíusson G. trymb- ill. Þegar KK er annars vegar þá er munnharpan aldrei langt undan og það sama er uppi á ten- ingnum á þessari plötu. Hann mun þó einnig njóta aðstoðar Sigurðar Flosasonar saxafón- leikara. Þéttir að baki honum koma Banda- ríkjamennirnir Jim Hoke á saxófón og Neil Ros- engarden trompetleikari, báðir frá Nashville í Tennessee-fylki þar sem upptökur fóru fram að hluta til. Sigurður Guðmundsson úr Hjálm- um spilar á hljómborð. Upptökustjórn var í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar, sem er þekktur sem rauðbirkinn ryþmagítarleikari Hjálma. Upptökur fóru fram í Geimsteini og í OMNIsound studios í Nashville í maí og júní. KK sendir frá sér plötuna Blús á næstu dögum Bragi Valdimar Skúlason semur textana á plötunni Blús en hann er einn af forsprökkum Baggalúts w. UTSALA A % LINUSKAUTUM Línuskautar ABEC 5 legur Stækkanlegir St.: 27-29, 30-33, 34-36 Línuskautar ABEC 7 legur St.: 38-44 Línuskautar ABEC 7 legur St.: 37-45 Hjálmur og hlífar Olnbogi, úlnliði & hné SKATABUÐIN FERÐAVERSLUN Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 4-995 4-995 FYRSTIRKO FYRSTIR FÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.