Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 58
70 FÚSTUDAGUR 21. JÚU2006 Siðast en ekki síst DV Pornopress Pomo á blaðamannavef Þeir einu sem viðra hugðarefni sín á press.is eru klámhundar. Vefur blaðamannafélagsins - press. is - er óhemju dauflegur nú um stundir og hefur verið lengi. Á sérstöku spjall- borði er blaðamönnum og öðrum áhugamönnum um fjölmiðlun gef- inn kostur á að viðra skoðan- ir sínar á einu og öðru sem —við kemur fag- inu. En fáir virð- ast hafa áhuga á að leggja þar orð í belg. Líklega vegna þess að þeg- ar einhver mál er varða fagið hafa verið í deiglunni hafa Málverjar þyrpst inn og nánast kæft þar alla vit- ræna umræðu hafi örlað á henni. Og nú virðist niðurlæging þessa vettvangs alger því þar hefur nú klám- hundurinn Lunixant komið sér fyrir og vakið athygli á hugðarefnum sín- um. Lunixant bendir áhugasömum á síðu þar sem má finna „ 100% Pomo" „100% Video" og „100% Freei". Við stuttlega könnun á síðunni komust blaðamenn DV að því að síðan er „fullorðins". Eitt sinn lentu tíma- ritið Bleikt og blátt og Davíð Þór Jónsson ritsljóri í vandræð- um vegna þess að yfirvöld töldu að á síðunni væri verið að dreifa klám- fengnu efiii. Þótt það mál hafi reynst byggt á sandi hlýtur að fara um rit- stjóra press.is, Birgi Guðmundsson, sem tæplega hefur lagt upp með að press.is væri vettvangur dreifingar kláms. Furöufréttin Fullnaðarsigur textans yfir lesandanum „Barbie-dúkkan sem Fréttablað- ið sagði frá fyrir skemmstu er orð- in ansi vinsæl meðal íslendinga en eins og sagt var í blaðinu í gær keypti Sigurjón Sighvatsson dúkkuna sem klædd er í upphlut en ekki peysuföt eins og ranglega var sagt í fréttinni." Þessi setning er upphaf „Furðu- fréttarinnar" að þessu sinni. Hana er að finna í Fréttablaðinu í gær, á síðu 50, undir fyrirsögninni „Bar- bie-strfð á eBay" en undir ritar -fgg. Strax í þessari löngu setningu hefst stríð lesandans við að ná áttum - stríð sem endar með því að les- andinn verður að játa sig sigrað- an. Þótt hann stauti sig allt til enda fféttarinnar. Fgg ædar lesandanum fyrirfram- þekkingu án þess að hafa til þess forsendur. Sá sem ekki las merka frétt (fréttir?) blaðsins um Barbie- dúkkuna hlýtur að koma af fjöllum. Og ætíar blaðamanninn ekki með fimm11 !Jarbic's,rtð á c«ay Eða ef- ast um sjálf- an sig. Finn- urtil smæðar sinnar að vita ekki allt um þessa frægu Barbie-dúkku. Hvorugt er gott. Áfram heldur fréttin: „Sigurjón er sem kunnugt er annálaður safnari en vildi sem minnst ræða málið þegar Frétta- blaðið náði tali af honum." Einhvern veginn er ekki hægt að lá Sigurjóni að vilja ekki tjá sig um þetta furðulega mál. Og enn er gert lítið úr þeim lesanda sem ekki vissi að Sigurjón væri „sem kunnugt er annálaður safnari". Þriðja setning fréttar: „Boð Sigurjóns er talið hafa verið það hátt að hann hafi haft í hyggju að sprengja verðið en virðist hafa misreiknað sig." Hvaða boð? Hvaða verð? Spum- ingarnar sem fréttin vekur eru mikl- um mun fleiri en hún svarar. Greinarskil og næsta seming: „Brynjólfur Erlingsson, gröfu- maður í Kópavogi, hélt sig nefnilega heldur betur svikinn þegar hann las blaðið í gær því Brynjólfur taldi sig hafa keypt umrædda dúkku." Og það er nákvæmlega hér sem lesandinn veifar hvíta flagginu. í al- gerri uppgjöf. Verst að Eurovision erekkiásumrin! Bautasteinn söluhæstur Sumarsmellurinn dauður „Þetta er nú smellaknúinn iðnað- ur," segir Valgeir Guðjónsson tónlist- armaður sem sent hefur frá sér ófáa sumarsmellina í gegnum tíðina. Ekki þarf nema að nefna Popplag í G-dúr vilji menn draga þá staðhæfingu í efa. Diskasafnið 100 íslensldr sum- arsmellir trónir efstur á lista yfir sölu- hæstu plötumar. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma þá virðist þetta safn ætla að reynast eins konar bauta- steinn yfir hinu merka menningarfyr- irbæri „sumarsmellur". Höskuldur Höskuldsson hjá Senu á veg og vanda af útgáfunni og hann segir vissulega breytta tíma í plötuút- gáfu. Sé rennt yfir topp tíu listann megi augljóslega merkja að kaupendahóp- urinn er að eldast verulega. Og vel- gengni diskasafnsins lýsandi fýrir það. Menn em að kaupa það sem var. Sum- arsmellurinn var en ekki er. Og þar ráða breyttar aðstæður. „Nú em það dagar þetta og dagar hitt," segir Höskuldur og bendir á að meiri fýrirtækjabragur sé kominn á útihátíðaskemmtanahald sem tengist oftar en ekki sveitarfélögum. „Nú virðast hljómsveitir ekki þurfa að senda frá sér þetta nafnspjald - sumarsmellinn - tíl að minna á sig. Allt er í fastari skorðum en var þegar Höskuldur Höskuldsson Hijómsveitir hættar að senda frá sér nafnspjaidið sem felst i sumarsmelli. ^ '“PIÖTUM hljómsveitir komu sér á framfæri." Undantekningin sem sann- ar regluna em Stuðmenn. En þeir urðu einmitt til að endurvekja úti- hátíðakúltúrinn, með vinstri, við gerð myndarinnar Með allt á hreinu fyrir kvartöld. „Það má alls ekki gleyma nýjum sumarsmelli Vafgeirs - Á röltinu," segir Jakob Frímann þegar blaða- maður leyfir sér að lýsa yfir andlátí sumarsmellsins sem slíks. Hann segir sumarsmellinn nauðsynlegan part þegar Stuðmenn fara um land- ið í sinni árlegu vísitasíu. „Við klípum okkur reglulega í rasskinnamar og sendum ffá okk- ur „current"-lag til spilunar í útvarpi," segir Jakob. En þegar nánar er að gáð þá era ffumkvöðlarnir nánast einir um það að rækta hefðina. f ljósi óffemdarástands í ballmenningunni og í tilfelli annarra hljómsveita, má segja að sumarsmell- urinn þyrfti að vera svo risavaxinn að teljandi em á fingmm annarrar hand- ar hljómsveitir sem geta leyft sér að fara upp Ártúnsbrekkuna út á land og koma skuldlausar til baka. Tímamir hafa vissulega breyst. „Já, nú um hábjargræðistímann," segir Valgeir og furðar sig á ástandinu. Sumarsmellurinn er dauður ef undan em skyldir Stuðmenn. Engin önnur hljómsveit að gera út á sumarmarkað- inn svo heitíð getí. Smellurinn sem slíkur er vitanlega hvergi nærri dauður. „Allar hljómsveitír dreymir um að búa til smelli. Alltaf er leitað lags sem tekur sér varanlega bólfesm. Og fáir sem komast í þann eðla klúbb," segir Valgeir. Ogjakob bætirvið: „Sumar, vetur, vor og haust. Ef hljómsveit er ekki með smefi undir Bautasteinn 100 íslenskir sumarsmellir ætla aö reynast minnisvarði um merkt fyrirbæri. Gu^rt in Otnu>»ni Ég skemmti mérMeðwtað er útlit disksins i samræmi við markhóp sem er að eldast - kaupendur diska. beltinu, helst eitthvað sem telur á ann- an tug, á hún erfitt uppdráttar." Valgeir: „Þetta er smellaknúinn iðnaður." Jakob: "Ef ekki er sum- arsmellur getur orðið sum- arskellur. Með tilheyrandi tapi. Ég veit ekki hver fær þann skellinn nú og vona að það sé ekki sá sem er með smellinn." jakob@dv.is Jakob Frímann ekkier sumarsmellur getur orðið sumarskellur. Sæti Titlll 1. 100 íslenskir sumarsmellir 2. Ég skemmti mér í sumar 3. íslensk ástarlög 4. Lögin mín 5. Vel sjóaður 6. Alltsemégá 7. Sveitasæla 8. Papar á balli 9. Svona er sumarið 2006 10. 20 bestu Latabæjarlögin Flytjandi Ýmsir Friðrik Ó. og Guðrún G. Ýmsir Bubbi Raggi Bjarna Snorri Ýmsir Papar Ýmsir Latibær Valgeir Guðjónsson Allir leita lags sem getur tekið sér varanlega bólfestu. Útgefandi (slenskirtónar Sena Steinsnar Sena RB hljómplötur Sena Sena Hið írska útg. fyrirt. Sena Latibær Snillingar í pönkinu Þeir sem komnir eru til vits og ára muna eflaust eftir pönkbylgjunni sem reið yfir landið í kring- um 1980. Gamla mynd- in er frá árinu 1979, tekin í Kópavogs- bíó af hljómsveit- inni Snillingun- um í góðum gír á sviðinu. Það er Árni Daníel Júlíusson sem mundar hljóð- nemann og Stein- þór heitinn Stef- ánsson er brattur með bassann. „Þetta var fýrsta hljóm- sveitin sem ég var með í," segir Árni Daníel. „Við Steinþór vorum fengn- ir norðan frá Akureyri í þessa sveit en fýrir voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður Friðriksson á gítar og Árni fsberg á trommur. Tónlistín sem við spiluðum var að sjálfsögðu eðalpönk." Árni segir að hann eigi margar góðar minning- ar frá pönkferli sín- um. Hann varð síðar þekktur sem hljóm- borðsleikari í hljóm- sveitunum Q4U og Taugadeildinni. Raunar kemur fram hjá honum að Tauga- deildin er enn á lífi og mun spila á Menning- arnótt Reykjavíkur seinna í sumar. „Við erum enn með gömlu pönklögin í farteskinu en spilum einnig ska-tónlist," segirÁmi Daníel. Hann minnist þess að Snill- ingarnir hafi spilað víðar en í Kópa- vogsbíó þar sem þeir komu stund- um fram með Fræbbblunum. „Eitt Snillingar Á sviðinu sjást þeirÁrni Daníel Júllusson og Steinþór heitinn Stefánsson I góðri pönk-keyrslu. A innfelldu myndinni erÁrni i dag. Gamla myndin minnisstæðasta giggið var á Rauð- Bubbi og Tolli Morthens," segir Árni sokkuballi í gamla Fáksheimilinu en Daníel. „Og ég man að það var sold- þar voru samankomnir margir góðir ið reykmettað hjá okkur baksviðs á kappar eins og til dæmis bræðurnir þessu balli."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.