Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 38
50 FÖSTUDACUR 4. ÁGÚST2006
Helgin PV
Sólveig Kristbjörg Bergmann fréttakona fann ástina á húsþaki þar sem málari var við vinnu sína. Hún var
ekki lengi að bregðast við þessum tilfinningum sínum og réði málarann til þess að mála heima hjá sér án þess
að á því væri sérstök þörf. Eftir það var ekki aftur snúið og ástin hefur blómstrað síðan. Sólveig er hamingju-
söm með manni sinum í miðbænum en kvíðir svolítið ellinni.
Lítil stelpa skokkaði um Þingholtin með hundana sína. Flest hús-
anna voru tóm, íbúar þeirra fluttir í nýbyggt Breiðholtið. En
mamma stelpunnar ætlaði ekki þangað. Hún ætlaði að vera
áfram í miðbænum og vann að endurbótum hússins með eigin
höndum og aðstoð íjölskyldunnar. Stelpan sá og skynjaði að kon-
ur gætu allt og er nú sjálf í þeim sporum að gera upp hús í Þing-
holtunum. Orðin fullorðin og vel þekkt fréttakona.
Sólveig Kristbjörg Bergmann er
jafn glcesileg þar sem hún situr af-
slöppuð á kósí kafjihúsi á miðjum
Laugaveginum í úrhellisrigningu og
hún er á sjónvarpsskjánum. Hefur
vakið athyglifyrir það að geta komið
persónutöfrum sínum ígegnum skjá-
inn, nokkuð sem ekki öllum tekst.
„]ú, jú, ég er ábyggilega í einhverju
hlutverki í sjónvarpinu eins og flestir
aðrir," segir hún brosandi. „Hlutverk
fréttamanna er að miðla upplýsing-
um og óhjákvæmilega hljótum við
að setja okkur í ákveðnar stellingar,
meðvitað eða ómeðvitað. Hins veg-
ar horfi ég aldrei á sjálfa mig í sjón-
varpi."
Hundar og hamingja
Sólveig var svo heppin að alast
upp á heimili í miðbcenum, þar sem
þrjár kynslóðir bjuggu saman.
„Mamma mín, Þuríður Berg-
mann, vann úti - og vann mikið -
sem útstillingarhönnuður í annarri
hverri verslun á Laugaveginum. Á
heimilinu vorum við þrjú systkin-
in, bræður mínir Oddur og Valtýr og
móðuramma mín, María Helgadóttir
frá Patreksfirði. Ég kom því aldrei að
auðu húsi. Amma beið gjarnan eft-
ir mér með eitthvert góðgæti eins og
steiktur blóðmör með sykri! Amma
var alvörugefin, hló ekki mikið en
þegar hún hló var það frá hjartanu
svo unun var á að hlýða. Hún var ekki
mikið að kjassa mig, en ég fann hlýj-
una og ástina frá henni. Það var mikill
gestagangur á heimilinu og mikið líf.
Þetta voru mjög skemmtileg æskuár.
Ég saknaði þess aldrei að eiga ekki
pabba þótt við værum engin „Gagn
og gaman" fjölskylda. Kannski hef-
ur það haft einhver djúpstæð áhrif
á mig sem ég geri mér engan veg-
inn grein fyrir!" segir hún hlæjandi.
„Pabbar vinkvenna minna voru mér
afskaplega góðir og ég hafði ekki yfir
neinu að kvarta."
Aðrir íbúar voru í húsinu, tveir la-
bradorhundar, en Sólveighefur aldrei
verið án þess að eiga dýr.
„Alls hafa verið sextán hundar á
heimili mömmu og ég hef alltaf átt
hunda. Þegar ég fór til háskólanáms í
Bandaríkjunum var ég líka svo hepp-
in að einum íbúanna sem ég leigði
með fylgdi rottweiler-hvolpurinn
Óðinn og ég gerðist uppeldismóð-
ir hans. Eitt það erflðasta við að fara
heim aftur var að kveðja Óðin."
Kvíðvænlegt að eldast
Á ceskuárum Sólveigar skiptust
Þingholtin við Skólavörðustíginn.
Henni þóttu Njálsgata og Grettisgata
ógnvcenlegar götur og neitaði afþeim
sökum að fara í Austurbcejarskólann.
„Núna bý ég hins vegar við Njáls-
götuna og firmst hún yndisleg!" seg-
ir hún hlæjandi. „En ég fór sem sé í
ísaksskóla, Melaskóla, Tjamarskóla,
Verzló og fékk svo fullan námsstyrk
við Macalester-skólann í borginni St-
.Paul í Minnesota, þaðan sem ég lauk
BA-prófi í mannfræði og alþjóðafræð-
um."
Sólveig gat alveg hugsað sér að
setjast að í Bandaríkjunum. Að námi
loknu fékk hún starfvið að sinna ungl-
ingum, sem komu afbrotnum og erf-
iðum heimilum, bömum sem búið
höfðu við heimilisofbeldi.
„Það sem réði úrslitum um að
ég vildi flytja heim aftur var að ég
gat ekki hugsað mér að verða göm-
ul kona í Ameríku," segir hún. „Það
var æðislegt að kynnast og upplifa
það sem kallast upper-middle-class
Ameríka en ömurlegt að vera hin-
um megin. Reyndar finnst mér núna
kvíðvænlegt að eldast á fslandi. Við
eigum eitt elsta samhjálparkerfi
heims, en það er til skammar hvern-
ig við förum með gamalt fólk. Langar
einhvern að lifa á þeim tekjum sem
öldruðum er gert að lifa af hér? Deila
herbergi með ókunnugum og fá að
fara í bað einu sinni í viku á stofnun?
Þarna þarf að gera miklu betur. Ég
hlakkaði hins vegar alltaf til að verða
þrítug, sá fyrir mér að fertugsaldur-
inn væri skemmtilegur. Nú er ég að
verða 35 ára og fmnst þetta hafa ver-
ið rétt mat hjá mér.”
Sjónvarpið
Sólveig hefur alltaf haft áhuga á
fréttum og vissi snemma hvað hún
vildi verða. Komplexar unglingsár-
anna gerðu það hins vegar að verk-
um að hún sá ekki alvegfyrir sér að
hún gceti orðið fréttakona eins ogfyr-
irmyndirnar.
„Sem bam horfði ég með aðdá-
un á konur eins og Sigrúnu Stefáns-
dóttur og Sigurveigu Jónsdóttur flytja
fréttirnar og hermdi eftir þeim," segir
hún brosandi. „Ég hélt lengi að öll-
um þætti jafn eftirsóknarvert og mér
að vinna við fréttir í sjónvarpi og varð
hissa að komast að því að ekki höfðu
allir jafn mikinn áhuga á fféttum. Mér
fannst sjónvarpsheimurinn rosalega
glamúrus - þangað til ég fór að vinna
í honum! Vinna mín í dag á NFS er í
raun meiri á bak við vélamar en fýrir