Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 49
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 61
Kvennabarátta í leikhúsinu
sömu spurningar, sömu vandamál,
þó á stundum takist femínisman-
um að færa stöðuna örlítið fram. Það
tekst að koma einhverjum nýjum
lögum í gegn en svo gengur allt ein-
hvem veginn til baka, tvö skref áfram
og svo allt í einu eitt til baka. Það hafa
náttúrulega gerst ótrúlegir hlutir á
skömmum tíma ef við lítum á árang-
urinn í Ijósi sögunnar en maður get-
ur líka orðið alveg vitlaus yfir því sem
ekki gerist.
Lífsmynstrið hefur hnikast til um
10 ár og við höfum fengið nýja kyn-
slóð núna sem hugsar öðruvísi, alla-
vega í Svíþjóð, konur sem eru um
það bil þrítugar þegar þær eignast
börn."
Konur eru bara beib
„En ég held að þær lendi í því
sama sem ég gerði þegar ég var 21
árs og byrjaði að vinna sem blaða-
maður á AJFtonposten og uppgötvaði
hve mikið óréttlætíð var. Eg hélt að
allt væri fullkomið og ég held að það
sé til kynslóð sem finnst að þetta sé
allt klárt, en það er það ekki.
Samtímis má segja að við, sem
erum svona hálfri kynslóð eldri,
okkur finnst að allt sé miklu betra á
formlega planinu. Hærri barnabæt-
ur, lengra fæðingarorlof, betri stuðn-
ingur við barnafjölskyldur og margt
hefur gerst. En svo er þessi hrikalega
hlutgerving konunnar sem viðgengst
í dag, konur eru bara beibs. Frelsinu
og frjálsræðinu sem hefur áunnist
fylgir óneitanlega skuggalegri bak-
hiið, sem felst í einhvers konar kyn-
ferðislegu varnarleysi."
Útlit ræður
„Konur eru hlutgerðar og dæmd-
ar af útliti sínu á einhvem hátt sem
hefði verið óhugsandi á áttunda ára-
tugnum. Auðvitað hefur útlitið allt-
af skipt máli og mannkynið mun
alltaf vera upptekið af því en þá var
ekki þessi hrikalega „fiksering" lýta-
lækningar á brjóstum og mjöðmum,
maga og lærum.
Eg held líka að kynferðislegt of-
beldi hafi verið minna þá. Kynferð-
islegt ofbeldi og nauðganir aukast
í Svíþjóð, óöryggi eykst á götum og
opinberum stöðum. Lögin eru aftur
á móti strangari og kærur fleiri. Ef-
laust var eitthvað um ofbeldi sem var
þagað í hel hér áður fýrr en aukning-
in er samt ógnvekjandi."
Sögur um konur vantar
Það er þá ennþá þörf fyrir kven-
réttindabaráttu í leikhúsinu?
„Ég fæ þá spurningu tiltölulega oft
nú til dags hvort eitthvað hafi breyst
til bamaðar á þessum 30 árum.
Mér finnst ég ekki vera neitt sérstök
„orakel" eða verðsetjari á það, en
þörfin fyrir að segja sögur sem snerta
konur er til staðar.
Ég kalla mig reyndar ekki kvenrit-
höfund heldur leikritaskáld sem af
tilviljun er kona og því fylgir ákveð-
ið sjónarhorn. Rétt eins og karlkyns
rithöfundur skrifar út frá sjónarhorni
karlmanns."
Ósamræmi kynja
„Þegar ég byrjaði að skrifa voru
nánast ekki til nein bitastæð kven-
hlutverk í samtímaleikrirnm. Ég hef
því reynt að skrifa stór hlutverk fyr-
ir konur og hef skrifað ein 13-14 slík
enda skrifað ansi mörgt leikrit. Til
dæmis er afar stórt kvenhlutverk í Til
Júlíu, leikriti sem hefur verið sett á
svið um allan heim og lék Bibi And-
erson það hlutverk fýrst. Annað stórt
kvenhlutverk er í Allir dagar, allar
nætur (Alla dagar, alla natter), og er
það risastórt auk þess að hafa mörg
önnur kvenhlutverk. Auðvitað eru
karlar líka með en þeir eru yfirleitt í
minnihluta.
Það voru miklar andstæður hér
áður fýrr, eins og í öllu öðru voru
það konurnar sem sinntu menning-
unni, en það var ekkert samræmi
milli þess sem var á sviðinu og þeirra
sem sátu í salnum. Konur voru í leik-
ritum; ömmur, drottningar eða snill-
ingar, madonnan og hóran um það
bil. Ég hef þannig litíð á það sem
hlutverk mitt sem leikritahöfundar
að skrifa fýrir konur, ekki að það hafi
verið neitt trúboð heldur hefur það
bara orðið þannig."
Kvenlæg samfélagssýn
Hefur nýjasta leikritið þitt Limbo,
sem gengur líka mjög vel, þetta kven-
lega sjónarhorn?
„Já, Limbo var frumsýnt í Borgar-
leikhúsinu í Stokkhólmi í mars 2003
og hefur gengið frábærlega. Leikritið
hefur verið sýnt í Danmörku og það
er verið að æfa það í Færeyjum og
undirbúa sýningar á nokkrum öðr-
um tungumálum.
Leikritið fjallar um feimnismál í
Svíþjóð, sem sjaldan er til umræðu,
konur og eiturlyf, sérstaklega kon-
ur og áfengi. Það hefur verið skrifað
talsvert af leikritum um karlmenn
og áfengi, frægast er væntanlega
Horfðu reiður um öxl. í þeim leik-
ritum er gjarnan talað um tilvi-
starkreppu karlmanna, þynnkan og
fylleríið verður tilvistarkreppa, sem
sagt stórvandamál á ferðinni upp á
líf og dauða.
Eg vildi brjótast í gegnum þetta
þagnarbindindi gagnvart drykkju
kvenna, því áfengisdrykkja eykst
hratt meðal kvenna í Svíþjóð og ég
hef sjálf átt við vímuefnavanda að
etja svo að ég þekki fyrirbærið vel.
Síðan vildi ég líka skrifa um konur á
mismunandi aldri, allt frá ríku pelsa-
drottningunni, sem brennir niður
hálfan herragarðinn á fýlleríinu, til
ungu stelpunnar, sem er sprautufík-
ill og á hvergi heima."
Sterkur leikhópur
„Ég var svo heppin að það voru
ótrúlega margar góðar leikkon-
ur sem vildu taka þátt í þessu verk-
efni þannig að ég fékk alveg rosalega
sterkan leikhóp í hendurnar. Með-
al annarra var Tuva Novotny með,
sem í dag er nánast í öllum nor-
rænum kvikmyndum. Ég hafði alla
bestu leikarana þannig að þetta gat
eiginlega ekki klikkað. En þetta er
líka svona stykki þar sem áhorfend-
ur geta bæði hlegið og grátið og það
virkar líka og svo skapaðist heilmikil
umræða í kringum leikritíð og efni-
viðinn.
Limbo var líka sýnt í Þjóðleik-
húsinu í Osló í vetur og svo var
það þessi sýning í Danmörku. Það
gengur vanalega ekki vel hjá mér í
Danmörku, Danir eru alltaf svo kvik-
indislegir við mig en í þetta skipti
gekk vel, þeir sögðu meira að segja
að þetta væri jólagjöf Svía til Dana."
Þú leikstýrir ekki þessum svið-
setningum í Danmörku og Noregi er
það?
„Nei, égleikstýri mínum leikritum
bara í fyrsta sinn og svo má einhver
annar taka við og gera sína útgáfu
finnst mér, en ég hef leikstýrt leik-
verkum annarra, sérstaklega Ibsens,
bæði í leikhúsi og fýrir sjónvarp. Til
dæmis leikstýrði ég Heddu Gabler
með Lenu Endre, sem kannski hefur
verið sýnt hér. Ég er nokkuð stolt af
þeirri sviðsetningu, maður er sjaldn-
ast ánægður með það sem maður
gerir, en ég er stolt af Heddu."
Nýtt leikrit væntanlegt
Hvað er framundan á næstunni?
„Þegar ég kem heim til Stokk-
hólms um mánaðamótin byrjum
við æfingar á nýju stykki sem ég hef
skrifað, fjölskyldudrama eða blanda
af drama og kómedíu. Ég hef skrifað
mörg fjölskylduleikrit og þetta heitir
Ég elska þig líka (Jag alskar dig ock-
sá). Það fjallar um fjölskyldu sem
sameinast eftir 20 ár, hann og hún
hafa ekki sést í 20 ár. Ein dóttírin ætl-
ar að fara að gifta sig og fjölskyldan
hittist á hóteli á Kanaríeyjum þar
sem brúðkaupið á að fara fram. Þetta
fjallar um fjölskyldu í krísu, eða krísu
fjölskylduhugtaksins."
Einhvers konar fjölskylduupp-
gjör?
„Ja, nei, þau hafna í sama rúmi,
þetta er skemmtilegt. Það eru nokkur
vandræðamál þarna sem ég vil stínga
á. Til dæmis hvað gerist hjá börnun-
um þegar þau hafa verið skilnaðar-
börn allt sitt líf og pabbi og mamma
taka upp á því að vera aftur saman.
En þetta fjallar líka um það hvort
hægt sé að stöðva tímann. Snúa aft-
ur til baka tíl þess sem áður var og
hvort það sé hægt að verða ungur
aftur. Draumurinn um fjölskylduna
gagnvart raunveruleikanum sem við
lifum í."
Trúin og lygin læðast inn í
textann
Þú ert gjaman talin trúuð, er Guð
í þessum raunveruleika?
„Já, það má segja að ég sé trú-
uð, ég las trúarbragðasögu á mínum
yngri árum og ég á meira að segja
dóttur sem er prestur. Já, ég á í góðu
sambandi við guð.“
Hefur trúin einhverja birtingar-
mynd í leikritum þínum?
„Já, bæði í Til Julia og Alla dagar,
alla natter, er fjallað um leyndarmál-
ið, ég er undir áhrifum frá Ibsen, þú
skilur, hann er minn húsguð, guð við
hliðina á Guði, þú veist Henrik og ég.
Þetta með lífslygina, lygin hefur allt-
af vakið áhuga minn og ég trúi því að
sannleikurinn hafi siðfræðilegt gildi.
Ef maður leitar ekki eftir sannleik-
anum eða sleppir honum lausum
þá hefnist manni fyrir það. Þannig
að á þann hátt er boðskapur í mín-
um leikritum, sannleikurinn ger-
ir ykkur frjáls. En ég geri ekki upp á
milli sannleika mannanna, ég er ekki
neinn bókstafstrúarmaður eða trúuð
á þann hátt, en Guð er stundum góð-
ur vinur."
Getur maður þá séð eitthvert
samband milli lyginnar og vímu-
efnavandans til dæmis í Limbo?
„Einmitt, Limbo fjallar jú á yfir-
borðinu um eiturlyf og áfengi, en
það er líka hægt að lesa leikritið sem
metafór um lygina, því það er ekk-
ert sem gerir fólk falskara bæði sem
persónur og hreinlega í heild sinni.
Virkur alki getur selt mömmu sína
án þess síðan að viðurkenna að hún
sé seld. Alkinn trúir lygi sinni eins og
hún væri sannleikur. Það má líka lesa
Limbo eins og sögu úr nýja testa-
mentinu, stelpurnar tólf í meðferð-
inni eru eins og postularnir og með-
ferðarfulltrúann Bettý, sem kemur
full úr fríinu og pissar á gólfið er hægt
að lesa sem Jesú-fígúru."
Langar að vinna meira í
kvikmyndum
Þú hefur líka unnið að kvik-
myndagerð?
„Já, talsvert og ég vildi gjarnan
gera meira af því, ég er nefnilega góð
í því. Eiginlega held ég að ég passi
betur í kvikmyndagerðina en leik-
húsið því að skapgerð mín hentar
betur í kvikmyndavinnu. Ég er svo-
lítið óþolinmóð manneskja. Leik-
húsið krefst mun meiri þolinmæði,
sjötta og sjöunda æfingavikan er
mér stundum hrikalega erfið. En ég
hef unnið við heimildamyndagerð
og svo hef ég gert tvær stórar drama-
tískar myndir.
Ég er núna með verkefni sem ég
hef viljað gera í nokkur ár. Ástæðan
fýrir því að ég vinn ekki meira með
kvikmyndir er líklega sú sama og
hjá flestum öðrum kvikmyndagerð-
armönnum. Kvikmýndir eru 10%
innblástur og 90% svití. Ég hef skrif-
að nokkur góð kvikmyndahandrit,
allavega betri en mörg sem verða
að veruleika, sem hafa verið nálægt
því að fá fjármögnun og fara í fram-
leiðslu. En ég hef ekki efni, tíma né
þolinmæði tíl að bíða og elta ólar við
styrkjakerfið. Það endar alltaf með
því að ég verð að skrifa leikrit og
vinna í leikhúsinu."
„Ég verð að sjá fyrir mér"
„Ég er bara iðnaðarmaður í garði
herrans. Það er miklu erfiðara að ná
í fjármagn í kvikmyndir en að kom-
ast áfram með hlutína í leikhúsinu,
allavega hefur það verið þannig fyr-
ir mig. Kannski hef ég valið auðveldu
leiðina en um leið má segja að mér
hefur tekist að skrifa fullt af leikritum
og fá þau sett upp. En ég er sem sagt
með mjög skemmtilegt og spenn-
andi verkefni í gangi núna um Krist-
ínu Svíadrottningu, sem ég ætla að
leggja mikla orku í þó svo að það sé
ekkert öruggt með fjármögnun enn
þá."
Er ekki mikill munur á því að sitja
ein yfir skriftum og vinna sem leik-
stjóri innan um fullt af leikurum og
leikhússtarfsmönnum?
„Jú, það eru verulega ólíkar að-
stæður, en ég myndi ekki geta unn-
ið eingöngu við skriftír. Ég er mjög
félagslynd manneskja og mér líð-
ur vel innan um fullt af fólki, ég fer
í gott skap. Mér líður líka vel þegar
ég er verkstjóri því ég er góður verk-
stjóri. Ég er nefnilega svo löt að ég
læt alla fá nóg af verkefnum og geri
fólkþannig stórt, fæ alla til að finnast
þeir mikilvægir. Það er stundum gott
að vera löt."
Hvemig litist þér á að setja upp
eitthvert verka þinna hér á íslandi?
„Mér þætti afskaplega gaman að
því, annað hvort Limbo eða, jafnvel
eitthvað eftír einhvern annan, helst
Ibsen. En ég mun allavega koma
hingað aftur."
kormdkur@dv.is