Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 59
SKRÁNING Á NÝJA
NÁMSÖNN ER HAFIN
SÖNG- OG GÍTARNÁM
Þaö er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um
kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum
söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur
og lengra komna.
Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur.
Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur
inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar
þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og
sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol.
Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í
Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu
misseri. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri
kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu
Ólafsdóttur.
Ein ástsælasta söngkona landsins,Andrea Gylfadóttir, verður í
annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið
er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað "söngur og
framkoma" eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru
úr söngkunnáttu sinni.
TÓNVINNSLUNÁM
Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu
þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut
Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur
fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu.
Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða
lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu
varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni
lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni.
Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta
hljóðveri landsins; Sýrlandi.
Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og
upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar
leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af
fremstu hljóðversmönnum landsins.
VjlLdNeiKdrdí IlJULd itMU^ayuai ua viym jiioz v ly iuz>oyi ii
(írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum.
Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu
þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og
nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir.
FARÐU A TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞER NAMSKEIÐ
\ 1 &
M
T \
V J
T ON VIN NSLUSKOLI
ÞORVALDAR BJARNA
Skráningarsími: 534 9090