Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Sandkorn
Óskar Hrafn Þorvaldsson
• í kjölfar gagnrýni
á Samfylkinguna
varðandi stefnu-
leysi í umhverfis-
málum réð skrifstofa
flokksins varaborg-
arfulltrúann Dofra
Hermannsson til
að rýna í stefnuskrá flokksins og
skoða hvað mætti betur fara í um-
hverfismálum. Dofri sat sveittur í
heilan mánuð yfir stefnuskránni og
komst síðan að þeirri niðurstöðu
að enginn flokkur á íslandi væri
með jafn skýra sýn á umhverfismál
og Samfylkingin. Eina vandamálið
var að talsmennirnir voru ekki með
stefnuna á hreinu...
• Og meira af Sam-
fýlkingunni því
stofnaður hefur ver-
ið svokallaður fjöl-
miðlahópur innan
flokksins sem er ætl-
að að verja málstað
hans út á við. í þess-
um hópi eru margir reyndir kapp-
ar eins og til dæmis Stefán Bene-
diktsson, MargrétBjörnsdóttir,
Stefán lón Hafstein og síðan ung-
kratinn Andrés Jónsson, sem vakið
hefur athygli fyrir vaska framgöngu
á bloggsíðunni or-
did.blog.is. Þessi
hópur á að skrifa
greinar og svara fyr-
ir gagnrýni á flokk-
inn. Dagsskipunin
er að láta hart mæta
hörðu...
• Eins og greint
var frá á þessum
stað í síðustu viku
þá keyptu vinirn-
ir Hannes Smárason
og Þormóður Jóns-
son tveggja hæða
íbúð í Kaupmanna-
höfn. Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs Group, er enginn
eftirbátur þeirra félaga en hann
ku eiga fjögurra hæða íbúð á besta
stað í Kaupmannahöfn. Baug-
ur á mikilla hagsmuna að gæta í
Danmörku og því dvelur Jón Ás-
geir mikið þar. fbúðin ku vera hin
glæsilegasta eins og hans er von og
vísa og er fyrsta hæðin meðal ann-
ars lögð undir líkamsræktarstöð...
• Þorsteinn Páls-
son, fyrrverandi
ráðherra og núver-
andi ritstjóri Frétta-
blaðsins, er áberandi
snyrtilegur maður.
Þorsteinn ritstýrir,
eins og flestir vita,
stærsta dagblaði landsins og klæð-
ir sig eftir því. Hálsklútarnir hans
hafa vakið mikla athygli en þó ekki
eins mikla og skyrturnar sem eru
merktar TP upp á útlenskan móð,
væntanlega forláta skyrtur sem
hann fékk í sendiherratíð sinni í
Danmörku...
• Á þessum stað í blaðinu fyrir
viku var greint frá því að Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í
Reykjavík, hefði fengið sér nýjan bíl
af gerðinni Audi A8 og keypt hann
af Heklu. Það er rétt að Vilhjálm-
ur fékk Audi A8 bíl en hann ku vera
þriggja ára gamall og er leigður af
Vélamiðstöðinni. Að sögn er Vil-
hjálmur afar ánægður með nýja
bílinn...
Auðkýfingurinn Magnús Ármann ætlar sér að reisa um 600 fermetra einbýlishús á gríð-
arstórri lóð sem hann eignaðist fyrir tveimur árum í Setbergshverfinu. Húsið er teiknað
af arkitektastofunni Stúdíó Granda og er hið glæsilegasta.
Glæsivilla Magnúsar
Fallegt Hus á fallegri lóð Eins
og sjá má á þessum myndum
mun húsMagnúsari
Stekkjarbergi falla afar vel Inn I
landslaglð á lóöinni.
mi
Stekkjarberg 9 Innkeyrslan er
glæsileg en 170 fermetra
einbýlishúsið fær að fjúka
þegar framkvæmdir við nýja
húsið hefjast.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur athafnamaðurinn Magnús Armann
auðgast gífurlega á undanförnum árum. Eignir hans eru metn-
ar á milljarða. Magnús keypti risavaxna lóð með litlu einbýl-
ishúsi í Stekkjarbergi fyrir tveimur árum á 40 milljónir. Nú
ædar hann að rífa húsið og byggja 600 fermetra einbýlis-
hús. Það er hin virta arkitektastofa Stúdíó Grandi sem
teiknar húsið fyrir Magnús.
Lóðin sem Magnús keypti að Stekkj-
arbergi 9 fyrir tveimur árum á 40 millj-
ónir króna er ein sú glæsilegasta í Hafn-
arfirði og þótt víðar væri leitað. Hún er
risavaxin, um 6.660 fermetrar að stærð
og eins og sjá má á myndunum þá er
töluverður munur á gamla húsinu sem
er 170 fermetrar og því nýja sem er um
600 fermetrar. Það er arkitektastofan
Stúdíó Grandi sem teiknar húsið en sú
stofa liefur meðal annars tvívegis feng-
ið Menningarverðlaun DV í arkitektúr.
Látlaust en glæsilegt
Eins og sjá má á nýju teikn-
ingunum firá Stúdíó Granda þá
er húsið afar nýtísku- og glæsi-
legt en þó látlaust og ljóst að
eitt af meginmarkmiðum
arkitektanna og Magnúsar
hefur verið að láta það falla vel
inn í landslagið á lóðinni sem
er afar falleg. Arkitektar sem DV
ræddi við sögðust hissa á því að
Magnús hefði staðist freistinguna að
reisa sér tveggja hæða nútíma herra-
garð því innkeyrslan á lóðina er með
þeim ílottari í höfuðborgimtí. Áður
greindi DV ffá því að stór sundlaug
myndi verða gerð á lóðinni.
Umsvifamikill
Magnús Ármann hefur
verið umsvifamikill í viðskipta-
lífinu á fslandi á undanfóm-
um árum. Hann
komst fyrst
í vem-
legar
Magnus Ármann Það ætti ekki
að væsa um þennan rúmlega
þrituga auðkýfing inýja húsinu
i Hafnarfirði.
álnirþegarhann
fékk tækifæri til að kaupa hlut
í Karen Miller, ásamt félaga
sínum Sigurði Bollasyni,
á góðu verði. Sá hlutur
margfaldaðist að verð-
mætí á nokkrum árum
og var að lokum seldur
Baugi Group. Eftir það
keypti Magnús hluta-
bréf í bæði FL Group og
Dagsbrún, sem er móður-
félag 365 sem gefur út DV,
og situr hann í stjóm beggja
félaganna. Þrátt fyrir mikil
umsvif var Magnús þó ekki með
nema 106 þúsund krónur í mán-
aðarlaun á síðasta ári samkvæmt
tekjublaði Frjálsrar verslunar.
oskar@dv.is
Óðum styttist í að nýtt veitingahús Kormáks og Skjaldar opni í Þingholtsstræti
Stjörnukokkar hópast til Kormáks og Skjaldar
Veitingamennimir Kormákur og
Skjöldur vinna nú hörðum höndum
að undirbúningi á opnun glæsilegs nýs
veitingastaðar við Þingholtsstræti. Þeir
hafa fengið til liðs við sig hóp stjömu-
kokka og þrautreynt þjónustufólk en
staðurinn á að vera í fínni kantinum
þar sem áhersla verður
lögð á Asian-fusion
matseðil.
Yfirmatreiðslu-
meistari verður
Ragnar Ómarsson
margfaldur lands-
liðsmaður og tvö-
faldur Norðurlanda-
meistari.
Með
Kormákur og Skjöldur
Sætta sig ekki við neittannað
en bestu kokka landsins á
nýja veitingastaðnum.
um verður þrautreyndur kokkur, sem
meðal annars hefur starfað á þekkmm
Michelin-vottuðum stað í Noregi, auk
tveggja efhilegra kokka af yngri kyn-
slóðinni, sem um þessar mundir búa
sig til keppni erlendis. Brandur Sigfús-
son fyrverandi yfirþjónn Humarhúss-
ins verður yfirþjónn en hann hefur
einnig öðlast mikla reynslu erlendis.
Á staðnum verður pláss fyrir hundr-
að gesti í mat auk þess sem 300 manna
skemmtistaður verður í kjallara húss-
ins. Þar er áformað að verði leikin lif-
andi tónlist, djass og fleira og mikið lagt
upp úr afslappaðri stemningu ólíkt því
sem er á mörgum börum borgarinnar.
Innangengt verður á staðina frá hóteli,
sem er í byggingunni.
DV hefur fyrir því haldgóðar heim-
iidir að staðurinn hafi þegar hlotið
nafitíð Domo en það verður ekki gert
opinbert fyrr en nær dregur opnun.
kormakur@dv.is