Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV Sandkorn Óskar Hrafn Þorvaldsson • í kjölfar gagnrýni á Samfylkinguna varðandi stefnu- leysi í umhverfis- málum réð skrifstofa flokksins varaborg- arfulltrúann Dofra Hermannsson til að rýna í stefnuskrá flokksins og skoða hvað mætti betur fara í um- hverfismálum. Dofri sat sveittur í heilan mánuð yfir stefnuskránni og komst síðan að þeirri niðurstöðu að enginn flokkur á íslandi væri með jafn skýra sýn á umhverfismál og Samfylkingin. Eina vandamálið var að talsmennirnir voru ekki með stefnuna á hreinu... • Og meira af Sam- fýlkingunni því stofnaður hefur ver- ið svokallaður fjöl- miðlahópur innan flokksins sem er ætl- að að verja málstað hans út á við. í þess- um hópi eru margir reyndir kapp- ar eins og til dæmis Stefán Bene- diktsson, MargrétBjörnsdóttir, Stefán lón Hafstein og síðan ung- kratinn Andrés Jónsson, sem vakið hefur athygli fyrir vaska framgöngu á bloggsíðunni or- did.blog.is. Þessi hópur á að skrifa greinar og svara fyr- ir gagnrýni á flokk- inn. Dagsskipunin er að láta hart mæta hörðu... • Eins og greint var frá á þessum stað í síðustu viku þá keyptu vinirn- ir Hannes Smárason og Þormóður Jóns- son tveggja hæða íbúð í Kaupmanna- höfn. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er enginn eftirbátur þeirra félaga en hann ku eiga fjögurra hæða íbúð á besta stað í Kaupmannahöfn. Baug- ur á mikilla hagsmuna að gæta í Danmörku og því dvelur Jón Ás- geir mikið þar. fbúðin ku vera hin glæsilegasta eins og hans er von og vísa og er fyrsta hæðin meðal ann- ars lögð undir líkamsræktarstöð... • Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi ráðherra og núver- andi ritstjóri Frétta- blaðsins, er áberandi snyrtilegur maður. Þorsteinn ritstýrir, eins og flestir vita, stærsta dagblaði landsins og klæð- ir sig eftir því. Hálsklútarnir hans hafa vakið mikla athygli en þó ekki eins mikla og skyrturnar sem eru merktar TP upp á útlenskan móð, væntanlega forláta skyrtur sem hann fékk í sendiherratíð sinni í Danmörku... • Á þessum stað í blaðinu fyrir viku var greint frá því að Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefði fengið sér nýjan bíl af gerðinni Audi A8 og keypt hann af Heklu. Það er rétt að Vilhjálm- ur fékk Audi A8 bíl en hann ku vera þriggja ára gamall og er leigður af Vélamiðstöðinni. Að sögn er Vil- hjálmur afar ánægður með nýja bílinn... Auðkýfingurinn Magnús Ármann ætlar sér að reisa um 600 fermetra einbýlishús á gríð- arstórri lóð sem hann eignaðist fyrir tveimur árum í Setbergshverfinu. Húsið er teiknað af arkitektastofunni Stúdíó Granda og er hið glæsilegasta. Glæsivilla Magnúsar Fallegt Hus á fallegri lóð Eins og sjá má á þessum myndum mun húsMagnúsari Stekkjarbergi falla afar vel Inn I landslaglð á lóöinni. mi Stekkjarberg 9 Innkeyrslan er glæsileg en 170 fermetra einbýlishúsið fær að fjúka þegar framkvæmdir við nýja húsið hefjast. Þrátt fyrir ungan aldur hefur athafnamaðurinn Magnús Armann auðgast gífurlega á undanförnum árum. Eignir hans eru metn- ar á milljarða. Magnús keypti risavaxna lóð með litlu einbýl- ishúsi í Stekkjarbergi fyrir tveimur árum á 40 milljónir. Nú ædar hann að rífa húsið og byggja 600 fermetra einbýlis- hús. Það er hin virta arkitektastofa Stúdíó Grandi sem teiknar húsið fyrir Magnús. Lóðin sem Magnús keypti að Stekkj- arbergi 9 fyrir tveimur árum á 40 millj- ónir króna er ein sú glæsilegasta í Hafn- arfirði og þótt víðar væri leitað. Hún er risavaxin, um 6.660 fermetrar að stærð og eins og sjá má á myndunum þá er töluverður munur á gamla húsinu sem er 170 fermetrar og því nýja sem er um 600 fermetrar. Það er arkitektastofan Stúdíó Grandi sem teiknar húsið en sú stofa liefur meðal annars tvívegis feng- ið Menningarverðlaun DV í arkitektúr. Látlaust en glæsilegt Eins og sjá má á nýju teikn- ingunum firá Stúdíó Granda þá er húsið afar nýtísku- og glæsi- legt en þó látlaust og ljóst að eitt af meginmarkmiðum arkitektanna og Magnúsar hefur verið að láta það falla vel inn í landslagið á lóðinni sem er afar falleg. Arkitektar sem DV ræddi við sögðust hissa á því að Magnús hefði staðist freistinguna að reisa sér tveggja hæða nútíma herra- garð því innkeyrslan á lóðina er með þeim ílottari í höfuðborgimtí. Áður greindi DV ffá því að stór sundlaug myndi verða gerð á lóðinni. Umsvifamikill Magnús Ármann hefur verið umsvifamikill í viðskipta- lífinu á fslandi á undanfóm- um árum. Hann komst fyrst í vem- legar Magnus Ármann Það ætti ekki að væsa um þennan rúmlega þrituga auðkýfing inýja húsinu i Hafnarfirði. álnirþegarhann fékk tækifæri til að kaupa hlut í Karen Miller, ásamt félaga sínum Sigurði Bollasyni, á góðu verði. Sá hlutur margfaldaðist að verð- mætí á nokkrum árum og var að lokum seldur Baugi Group. Eftir það keypti Magnús hluta- bréf í bæði FL Group og Dagsbrún, sem er móður- félag 365 sem gefur út DV, og situr hann í stjóm beggja félaganna. Þrátt fyrir mikil umsvif var Magnús þó ekki með nema 106 þúsund krónur í mán- aðarlaun á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. oskar@dv.is Óðum styttist í að nýtt veitingahús Kormáks og Skjaldar opni í Þingholtsstræti Stjörnukokkar hópast til Kormáks og Skjaldar Veitingamennimir Kormákur og Skjöldur vinna nú hörðum höndum að undirbúningi á opnun glæsilegs nýs veitingastaðar við Þingholtsstræti. Þeir hafa fengið til liðs við sig hóp stjömu- kokka og þrautreynt þjónustufólk en staðurinn á að vera í fínni kantinum þar sem áhersla verður lögð á Asian-fusion matseðil. Yfirmatreiðslu- meistari verður Ragnar Ómarsson margfaldur lands- liðsmaður og tvö- faldur Norðurlanda- meistari. Með Kormákur og Skjöldur Sætta sig ekki við neittannað en bestu kokka landsins á nýja veitingastaðnum. um verður þrautreyndur kokkur, sem meðal annars hefur starfað á þekkmm Michelin-vottuðum stað í Noregi, auk tveggja efhilegra kokka af yngri kyn- slóðinni, sem um þessar mundir búa sig til keppni erlendis. Brandur Sigfús- son fyrverandi yfirþjónn Humarhúss- ins verður yfirþjónn en hann hefur einnig öðlast mikla reynslu erlendis. Á staðnum verður pláss fyrir hundr- að gesti í mat auk þess sem 300 manna skemmtistaður verður í kjallara húss- ins. Þar er áformað að verði leikin lif- andi tónlist, djass og fleira og mikið lagt upp úr afslappaðri stemningu ólíkt því sem er á mörgum börum borgarinnar. Innangengt verður á staðina frá hóteli, sem er í byggingunni. DV hefur fyrir því haldgóðar heim- iidir að staðurinn hafi þegar hlotið nafitíð Domo en það verður ekki gert opinbert fyrr en nær dregur opnun. kormakur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.