Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 58
78 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Síðasten ekki síst DV Stutt fæðingarorlof? Það brá mörgum í brún þegar Svanhildur Hólm birtíst á sjónvarps- skjánum á miðvikudagskvöldið. Var Svanhildur mætt í ísland í dag ásamt hinum elskulega Helga Seljan. Eins og allir vita þá eignaðist Svanhild- ur stúlku með sínum heittelskaða Loga Bergmann íyrir fimm vikum. I Það hlýtur að teljast nokkuð I óvenjulegt að mæður fari að vinna frá svo ungum börnum. Róbert Marshall, framkvæmda- stjóri NFS, sagði við DV í gær að Svanhildur væri þó ekki komin til að vera heldur hafi hún hlaupið í skarð- ið sökum manneklu. Róbert eignað- ist sjálfur barn í byrjun júní og sagði Ha? það ekkert einsdæmi að konur á stöðinni birtust fljótt á skjánum eftir barnsburð. Eiginkona hans, fréttalesarinn Brynhildur Ólafs- dóttir, hefði til að mynda vakið mikla at- hygli í sumar þegar hún las fréttir aðeins þremur vikum eft- ir bamsburð. Það hafi líka verið tilfallandi og að- eins stað- ið í nokkra daga. Furðufréttin Tomma bannað að reykja Furðufréttin þessa vikuna var í Blaðinu sem greindi frá því með stríðsletri að Tomma væri bann- að að reykja í Bretlandi. Hér er átt við annan helminginn af hinum geysivinsælu teiknimyndahetj- um Tomma og Jenna og er von að þetta veki furðu. „Þrátt fyrir að klandur og ógöngur teljist seint til nýmæla í líf kattarins Tomma, sem er þekktastur fyrir að eltast við mús- ina Jenna í sögufrægum teikni- myndum, hefur hann sjaldan lent í vandræðum við bresk yfirvöld." Þannig hefst frétt Blaðsins um málið. „Breyting hefur orðið þar á þar sem að Ofcom, sem er bresk ríkisstofnun sem gætír meðal annars að siðgæði í fjölmiölum, hefur krafist að Turner ... sem á sýningarrétt... á Bretlandseyjum, klippi út senur þar sem Tommi reykir tóbak. Krafan var sett fram í kjölfar þess að áhorfandi hneykslaðist á reykingum kattar- ins í tveimur þáttum um tvíeykið." Fram kemur í tilkynningu frá Of- com um málið að ekki sé við hæfi að ung börn horfi upp á þessar reykingar í barnaefni. Forræðishyggjan birtist í mörgum myndum en þetta geng- ur út yfir allan þjófabálk og þarna á greinifega að freista þess að halda börnum frá reykingum þegar þau vaxa úr grasi. Enda fær Blaðið Jakobínu Hólmfríði Arnadóttur verkefnastjóra hjá Lýðheiisustöð til að tjá sig á þeim nótum. Sennilega mun Ofcom næst banna allt ofbeldi í Tomma og Jenna sökum áhyggna af því að annars alist börnin öli upp í að verða handrukkarar í framtíðinni. Tommiogjóna? lllugi blár og marinn Hljóp á strætisvagn Það vakti nokkra athygli að 111- ugi Jökulsson hljóp 21 ldlómetra í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi. Illugi er kannski ekki sá mað- ur sem menn ímynda sér að stundi langhlaup en það fer þó ekki fram hjá neinum sem sér hann á skjánum að þessa dagana lítur hann út fyrir að hafa yngst um mörg ár. „Ég hljóp hálft maraþon bæði 1999 og 2001 en svo ekkert í 5 ár. Ég ákvað mjög óvænt að taka þátt núna. Ég hef ekki verið í neinni æfingu en hef þó ver- ið að hlaupa 5 til 6 kílómetra núna í sumar nokkuð reglulega. Ég ætl- aði að hlaupa 10 kílómetrana í þessu Reykjavíkurmaraþoni en svo hljóp ég tíl prufu fimmtudaginn fyrir helgi 10 kílómetra og það var svo auð- velt að mér fannst ég ekki geta verið þekktur fyrir að annað en að prófa 21 kílómetra og það tókst. Það var dálít- ið erfitt en ég ákvað að hlaupa frekar hægt til að sprengja mig ekki. Mið- að við æfingaleysið þá var takmark- ið að komast alla leið og það tókst og ég er mjög ánægður. Eftir þriggja kílómetra hlaup keyrði strætó á mig. Það var nú ekki mjög alvarlegt því Athyglisbrestur hjá stætisvagnsstjóra Strætis- vagnsblistjórinn hefði mdtt hafa augun hjá sér því lllugi var með hugann við hlaupið. Rammstein lllugi hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og ætlaði að láta strákana úr Rammstein reka sig áfram I hlaupinu en iPodinn bilaði i þriðja lagi. hann var ekki nema á um það bil 5 kfló’metra ferð en hann rakst utan í höndina á mér. Þetta var úti á Nesi. Eflaust hef ég ekki horft nógu vel í kringum mig en hann átti að gera það líka. Ég meiddi mig svo sem ekki neitt, það sér aðeins á hendinni en ég á von á að hún verði jafn góð. Hún er dálítíð marin en hún truflaði mig ekki í hlaupinu Annars var árekstur- inn við strætó ekki mesta raunin sem ég lenti í í þessu hlaupi. Verri voru bannsett leiðindin. Það er nefnilega alveg sama hversu oft eða lengi ég hleyp, mér fer alltaf að leiðast ansi hrottalega eftír fáeina kflómetra. f lengri hlaupum er ég stundum nán- ast farinn að grenja úr tómum leið- indum. f þetta sinn ætlaði ég að vinna bug á vandamálinu með hjálp nýjustu tækni og fékk lánaðan iPod hjá dóttur minni. Ég lét hana hlaða inn allt frá löngum Bob Dylan-lög- um til meistaraverka Rammstein og hugsaði mér gott til glóðar- innar með að láta þetta knýja fæturna. En svo fraus vélar- skömmin í þriðja lagi, sem var Changing of the Guard með Dylan, og eftir það hafði ég ekkert að hlusta á eða hugsa um nema minn eiginn andar- drátt. Og yfir mig helltist það sem Alan Sillitoe kallaði svo fagurlega „The loneliness of the long distance runner". Blár og marinn lllugi Jökulsson lenti íýmsu i Reykjavikurmaraþon- inu. Strætó keyrið á hann og iPodinn bilaði ^kir nokkra kilómetra. Fraus á Dylan „En svo fraus vélarskömmin f þriðja lagi, sem var Changing ofthe Guard með Dylan, og eftirþað hafði ég ekkert að hlusta á eða hugsa um nema minn eigin andardrátt." Sitjandi ugla á kvisti tileinkuð Sigfúsi Halldórssyni „Ég man vel eftír þessum þætti," segir hinn góðkunni fjölmiðlamað- ur Jónas R. Jónsson. Á gömlu mynd- inni að þessu sinni má sjá hann vera með sjálfan Sigfús Halldórs- son í sjónvarpssettí RÚV í þættinum Ugla sat á kvistí. „Þessi tíltekni þáttur var tíleinkaður Sigfúsi," segir Jónas og bendir jafnframt á að þátturinn hafi verið aðalskemmtiþátturinn á þessum tíma, sýndur klukkan átta á laugardags- kvöldum. „Þetta var klukkutíma þáttur þar sem landskunnir söngvarar komu og sungu noklcur lög landsþekktra tónskálda. Það var þemað þetta árið - en ég var með þáttinn í nokk- urár." Meðal þeirra sem komu og sungu lög Sigfúsar voru Guðmund- ur Guðjónsson, Raggi Bjama og EllýVilhjálms. „Þarna sat ég og spjallaði við Sigfús. Hann sagði frá tilurð laganna og ein- hverjar sögur af þeim og söngvarar komu og sungu." Sigfús heitinn samdi nokkur af þekktari dægurlögum íslensku þjóðarinnar. Þar má nefna lög við ljóð Reykjavíkurskáldsins Tómas- ar Guðmundssonar, Litlu fluguna, Ungfrú Reykjavík og fleiri. „Sigfús var sérstaldega yndisleg- ur maður. Hann var einn af þessum mönnum sem höfðu jákvæða sýn á allt. Mikill listamaður og þessi lög f settinu Jónas R. Jónsson situr hér með einum góðkunnasta dægurlagahöfundi sem Islenska þjóðin hefurátt, Sigfúsi Halldórssyni. Myndin er tekin Iþættinum Ugla sat á kvisti árið 1974. Á innfelldu myndinni erJónas í dag. hans voru náttúrulega dægurperl- hægt er að líkja þeim saman," segir ur. Hann var Bubbi síns tíma - ef Jónas að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.