Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 2
Fyrst og fremst Ertþú búin/n að kaupa kort í ræktina? w Fríða Jónasdóttir flugfreyja Já, ég er alltafmeö árskort I World class. Páll Baldvin Baldvinsson Fáir hafa gefið þvi gaum en fornleifarannsóknir á fs- iandi voru einkavæddar á síðasta áratug. Forræði í ís- lenskum fornleifarannsóknum, greftri og greiningu, var tekið af Þjóðminjasafni íslands í tið Björns Bjamasonar í mennta- málaráðuneyti. Fjármögnun rannsókna var tryggð með opinberum sjóð- um: Kristnihátíðarsjóði, Þjóð- hátíðarsjóði og öðrum álika. Þjóðminjasafiiið hafði um ára- tugi verið í fjársvelti en einka- væðingin hafði í för með sér innspýtingu á fjármagni í þenn- an geira vísindastarfsemi hér á landi. Síðustu vikur hafa fornleifa- fræðingar rekið stríð sitt fyrir áframhaldandi fjármagni í fjöl- miðlum með stöðugum fréttum af greftri víða um land: í Arnar- firði, á Hólum, á Skriðuklaustri, á Þingvöllum, við Kolkuósa og á Gásum er leitað og fundið. Sumarið hefurverið gósentíð í uppgreftri. En á öllum þessum stöðurn er framtíð rannsókna ótrygg. Víðast eru rannsóknir skammt á veg komnar og ekki vitað hvort þeim verður haldið áfram, hvað þá lokið. Þá vakn- ar sú spurning hvort lagt var af stað á of mörgum stöðum í senn. Gröftur úr jörð er eitt. Þeg- ar svæði er fullkannað er eftir að draga ályktanir, túlka nið- urstöður, birta á alþjóðlegum vettvangi og innlendum. Sú vinna er tímafrek og kostnaðar- söm. Hana þarf að fjármagna, rétt eins og gröft á vettvangi. Flanvið uppgröft á helstu sögu- stöðum er hugsunarlítið nema stjórnvöld séu staðráðin í að tryggja fullvinnslu allt til enda. Þess verða þeir að gæta sem stóðu að upphafi einkavæð- ingar íslenskra fornleifarann- sókna. Hraðafíklar veganna Elísa Káradóttir Schram í Next Nei, en ég ætla að gera þaö. Katrín Arnardóttir nemi Nei, ég er I fótbolta og þarfþvl ekki aö kaupa mér svoleiðis. Gunnar Rúnarsson bankastarfsmaður Nei, nei, ég er ekki búinn að þvíen égætlaað geraþað. Steinar Hermannsson sjómaður Nei, og þarfekki á því að halda, ég vinn vinnuna mina. í yfirlitsgrein í DV í dag kem- ur fram að sautján hafa farist í bílslysum það sem af er árinu. Tildrög og eftirmál þessara slysa og mannsláta eru ólýsan- legur hryllingur. Kenna má um slökum vegum, hrottaskap í akstri og tillitsleysi, en þær að- stæður sem búnar eru ferða- mönnum í byggð og sveit byggj- ast ekki minnst á því hversu slakt eftirlit er á vegum. Hraðamenning, sem ævin- lega leitar út fyrir skynsamleg mörk og lagaleg, verður ekki bætt með áróðri eða fræðslu. Hún verður aðeins bætt með vegaeftirliti, sekmm og ökuleyf- issviptingum. Þeir ökumenn sem nærast á ofsaakstri yflr leyfllegum mörk- um verða að skilja að sá akst- ursmáti getur kostað þá fjár- missi, leyfissviptingu - fyrst þeir ná ekki að hann getur kostað þá - og aðra - líf og heilsu. Það er ekki á okkur logið Það verður ekki á okkur logið að geta ekki annað en staðið í stað þrátt fyrir stöðugt tal um útrás. Að hugsa sér að niðurstaðan af þingi Framsóknarflokksins skuli vera dæmi um kyrrstöðu og skrípa- mynd afþjóðinni. Ekki skortir óskir fólks um sí- breytni en þær enda á óumbreytan- leika. Það gegnir furðu að eftir alvar- lega kreppu hgfi flokkurinn fætt af sér skeggjaðan og mátulega skyn- saman karl sem ekki vantar vitið. Líklega hafa samt flestir haldið að kona yrði leiðtogi en getið sér jafn- framt til um hið gagnstæða. Það er okkur líkt. Og nú anda allir léttar: Ekkert gerðist fremur en hjá hefðbundinni hænu sem verpir aUtaf annað hvort ósköp svipuðum eggjum eða engu. Auðvitað er tal um jafnrétti, kven- frelsi og skilningur á samkynhneigð venjulegur íslenskur vaðall. Ekkert býr að baki. Okkur langar en þorum ekki að leggja í áhættu sem er afleiðing af til- gerðarlausri hugs- un. Við getum engu breytt, við r/ # erumekkinógu «r» vel menntuð, ekki menning- arþjóð sem elur með sér sann- an uppreisn- aranda. Þess vegna veður uppi vaðallinn. Að þykjast eða þykjast ekki, í því felst vandinn. Mesti vaðallinn hér er endalaust tal um jafnrétti kvenna. Engu að síð- ur hefur því ekki einu sinni verið komið á innan stjórnkerfisins, sem ætti þó að vera tiltölulega auðvelt. Að koma á jafnrétti karla og kvenna almennt séð er erfiðara. Niðurstaðan er svipuð og hjá Framsókn: Konan mætir alltaf af- gangi, annað hvort sem ritari eða gjaldkeri. Ef vilji væri fyrir hendi, hann er það ekki, yrði auðvelt að koma kon- um á valdastóla til jafns við karl- menn. Nei. Ekki á íslandi. f landi eins og Spáni „sem er þekkt fyrir einræði og kúgun kvenná' var jafnrétti í ríkisstjórn komið á með einföldum vilja. Það þótti sjálfsagt og gert umyrðalaust. í ljós kom að ráð- herrar af kvenkyni standa sig engu síður en karlmenn án klifunar um jafnrétti. Aðra sögu er að segja þegar ís- lenskar konur hafa orðið ráðherrar. Þær líkja eftir því versta í fari karla, eða öllu heldur þjóðarinnar, að þjösnast áfram fyrst en falla síðan á rassinn. Ekki vegna skorts á skólagöngu heldur fábrotinnar menningar. Ekkert gerðist fremur en hjá hefð- bundinni hænu sem verpir alltaf annað hvort ósköp svipuðum eggj- um eða engu. F Guðbergur Bergsson rithöfundur FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is Aðstoðarritstjóri: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- annakristine@dv.is Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is Berglind Hásler - berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fri@dv.is Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Ólafur Hermannsson - gudmunduro@dv.is Guðmundur Steinþórsson - gudmundur@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir- indiana@dv.is Jón Mýrdal - myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is Óttar M. Norðfjörð - ottar@dv.is Reynir Hjálmarsson - reynir@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson Hjörvar Hafliðason - hjorvar@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Öll viötöl blaðsins eru hljóðrituö. Átak í fornleifarannsóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.