Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 34
54 FÖSTUDAGUR25. ÁGÚST2006
Helgin DV
-c
'fc
á
Knattspyrnukona, pólitíkusinn og verkfræðingurinn Ást-
hildur Helgadóttir er öllum kunn. Hún hefur verið fyrirliði
íslenska kvennalandsliðsins um árabil og spilar í sænsku
deildinni sem þykir sú sterkasta í heimi. Þeir sem þekkja Ást-
hildi best segja hana kraftmikinn einstakling sem mikið beri
á sama hvort hún sé á vellinum, í vinnunni, partíum eða á
vettvangi stjórnmálanna.
Ásthildur Helgadóttir er án efa
besta knattspyrnukona fslands og
hefur hlotið fjölda titla og verð-
launa. Ásthildur hefur verið fyrir-
liði íslenska landsliðsins um ára-
bil og spilað í atvinnumennsku
erlendis auk þess sem hún hefur
látið til sín taka í pólitík íyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Kópavogi. Þrátt
fyrir að starfa á íslandi hjá fyrir-
tækinu Línuhönnun spilar Ást-
hildur með sænska liðinu Malmö
FF en sænska deildin er ein sú
allra besta í heimi og því er ljóst
að Ásthildur hefur unnið sér sess
meðal bestu knattspyrnukvenna
heims.
Systurnar góðar vinkonur
„Það var skrítíð að spila með
systur sinni til að byrja með en
í dag er þetta ekkert mál. Mað-
ur setur sér ákveðnar verkreglur
og persónuleg mál eru afgreidd
utan vallarins," segir Þóra þegar
hún er spurð hvernig sé að spila
með stóru systur. Eva, eldri systir
Ásthildar, lýsir henni sem metn-
aðargjarni og einbeittri en hlýrri
manneskju. „Hún hafði strax mik-
inn áhuga á fótbolta og ég drösl-
aðist oft með þeim Þóru niður í
dal þar sem ég var sett í markið á
meðan þær djöfluðust með bolt-
ann. Hún er mjög ákveðin en það
er ég líka og því var stundum tek-
ist á," segir Eva brosandi en bæt-
ir við að þær hafi alltaf verið góðar
vinkonur.
knattspyrnan varð fyrir valinu
þegar kom að því að velja á milli.
í viðtali sem birtist á vefnum visir.
is, þar sem lesendur fengu tæki-
færi til að leggja spurningar fyrir
Ásthildi, sagðist hún tíleinka sér
ákveðna hjátrú í kringum fótbolt-
ann. „Ég hringi í ömmu Áslu fyrir
hvern einasta leik og fæ gusu. Síð-
an reyni ég að hafa sömu rútínu
fyrir leiki og undirbúa mig eins
fýrir hvern einasta leik," sagði Ást-
hildur í viðtalinu og bætti við að
hún yrði að fá sér einn banana fyr-
ir hvern einasta leik.
Algjörlega ófeimin
Þóra B. Helgadóttír knatt-
spyrnukona og litla systir Ást-
hildar segir hana góða systur sem
hafi leyft henni að elta sig um allt.
„Hún var yflrleitt voðalega góð við
mig en átti þó til að pína mig eins
og gengur og gerist á meðal syst-
kina," segir Þóra en bætir við að
þær systur séu bestu vinkonur í
dag. Þóra segir fótboltann alltaf
hafa verið númer eitt, tvö og þrjú
hjá Ásthildi en að stjórnmálin hafi
komið sterk inn upp á síðkastið.
„Mér fannst bara fýndið að hún
væri komin í pólitík því mér finnst
við svo ungar en stjórnmál fyrir þá
sem eru eldri. Ég veit samt að hún
er frábær kandídat í þetta. Hún er
algjörlega ófeimin og mér fmnst
oft ótrúlegt hvernig hún getur rætt
við hvern sem er um hvað sem
er. Hún er náttúrulega
eldklár og fædd- ^
ur leiðtogi svo Jjr
hún smellpass- ' ,
ar kannski inn í
pólitíkina," seg- .y —
ir Þóra um syst- y
ur sína en Þóra V . -
er varafýrirliði ís- V
lenska kvenna- 'V
landsliðsins.
Byrjaði snemma í boltanum
Ásthildur fæddist 9. maí'1976
og er því þrítug síðan í vor. Hún
ólst upp í Fossvogsdalnum, gekk
fyrst í Isaksskóla og síðar í Hlíð-
arskóla og Snælandsskóla og er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Faðir hennar, Helgi Vi-
borg, starfar sem sálfræðingur en
mamma hennar, Iiildur Sveins-
dóttir, er félagsráðgjafl. Ásthild-
ur er í miðið af þremur systrum
en systur hennar heita Eva sem er
lögfræðingur og Þóra sem er með
BA í sögu og stærðfræði en Ást-
hildur og Þóra spila saman með
landsliðinu.
Áhugi Ásthildar á knattspyrnu
vaknaði snemma og fljótlega
kom í Ijós að stelp-
an bjó yfir mikl-
um hæflleik- /j
um. Hún gekk M
ung til liðs I „
við Breiða- ■”> •
blik auk þess - „ j
sem hún J
reyndi fyrir sér
í handbolta en \ M
kominn á þann aldur," sagði Jör- við að hún væri samt fegin að hún
undur Áki í áðurnefndum dálki í hefði ekki meiðst fyrr á ferlinum
þar sem hún hefði nú þroskast
nægilega tíl að takast á við þetta
erflða verkefni. Eva systir hennar
segir viðhorf Ásthildar til meiðsl-
anna lýsa henni afar vel. „Hún
ætlaði sér að koma til baka og
það krafðist ótrúlega mikils aga af
hennar hálfu. Ég hefði ekki getað
þetta og ég er mjög stolt af henni,"
sagði Eva.
Andlega hliðin skiptir máli
Sjálf hefur Ásthfldur sagt að
uppskriftin að velgengni í íþrótt-
um sé að leggja sig allan fram til
að ná því mesta út úr hverri ein-
ustu æflngu. „íþróttín þarf að vera
númer eitt í forgangsröðinni og
maður þarf að hafa mikla trú á
Fæddur leiðtogi
í dálkinum Kostir og gallar sem
birtist í DV hafði knattspyrnu-
konan Olga Færseth margt um
Ásthildi að segja. „Hún er mikil
keppnismanneskja og með mik-
ið skap. Þó er hún mjög sanngjörn
og jákvæð. Hún er ferlega fýnd-
in og skemmtileg og við hlæjum
oft mikið saman. Helstí gallinn er
að hún á það tíl að gleyma sér og
ve.rða einum of klúr," sagði Olga í
dálkinum. Jörundur Áki Sveins-
son landsliðsþjálfari þekkir Ást-
hildi vel og ber henni vel söguna.
„Hún er fæddur leiðtogi með gríð-
arlegan metnað. Hún hefur vilj-
að ná langt í öllu sem hún tekur
sér fýrir hendur, námi, starfi
% og fótboltanum. Svo er hún
Sv með mikinn húmor, ekki
V f|L síst fýrir sjálfri sér. Ef ég á
' að nefna galla þá
f þyrfti hún að
fara að ná sér -Jb;
í karl, hún er /f
Erfið meiðsl setja strik í
reikninginn
Ásthildur hlaut þriðja sætið
í kjöri íþróttamanns ársins árin
2003 og 2005 og var valin knatt-
spyrnukona ársins árin 2002, 2003
og 2005 en það árið átti hún ein-
staka endurkomu eftir mjög erfið
hnémeiðsli. í viðtali við DV þann
03.03.2005 sagðiÁsthildurmeiðsl-
in ekki hafa getað komið á verri
tíma, bæði fýrir hana persónu-
lega og íslenska kvennalandsliðið.
„Þetta gerðist á hörmulegum tíma
fyrir mig. Ég var tiltölulega ný-
byrjuð að spila með Malmö sem
er frábært félag, var á toppnum
á ferlinum og vegna meiðslanna
missti ég af undanúrslitaleiknum
í Evrópukeppninni. Ég er hins
vegar löngu komin yfir þetta
núna. Ég einsetti mér að y'
» ná mér góðri og hef
'f; ekki litið til baka
^ f eftir þetta," sagði
.r- Ásthildur og bætti U
RolrnÍD^tq
Sænska deildin Ásthildur
spilar með Malmö en sænska
deildin þykir sú besta I heimi.
Þau bestu Eiður Smári og
Ásthildur voru valin bestu
knattspyrnumenn ársins 2005.
Knattspyrnukona „Iþróttin
þarfað vera númer eitt i
forgangsröðinni og það þarf
að hafa mikla trú á sjátfum
sér og leggja mikinn metnað i
að verða betri,“sagði
Ásthildur í viðtali við DV.
DV NÆRMYND