Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Helgin DV Lára Ómarsdóttir er töffari á fertugsaldri, fimm barna móðir sem hóf störf sem fréttamaður á NFS í fyrravetur. Hún fann ást- ina þegar hún var gelgja, krúnurökuð með skærbleikan lokk og saman hafa þau hjónin gengið í gegnum baráttu við krabbamein og mikil veikindi dóttur. Lára Ómarsdóttir kemur skokkandi ofan af Höfða niður í Faxafen og blæs ekki úr nös. Biður um ískalt vam og „Láru latte". Segir hlæjandi að hún sé svo mikill fastagestur á Kaffi Mílanó að þær viti nákvæmlega hvað hún vilji. Lára er ekki að koma úr maraþon- hlaupi - enda væri hún þá ein að hlaupa þessa leið. Hún tókbara sénsinn á að bensínið á bílnum hennar dygði á næstu bensín- stöð. Sem það gerði ekki. „Ég húkkaði mér far niður á Höfða og hljóp þaðan. Fyrirgefðu hvað ég kem seint." „Seint" er í hennar oröabók tíu mínútur, enda vön því aö vera til- búin á slaginu. Lára Ómarsdótt- ir hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu sína sem fréttamaður á sjónvarpsstööinni NFS, þar sem hún hóf störf í desember í fyrra. Hún er dóttir hjónanna Helgu Jóhannsdótt- ur og Ómars Ragnarssonar, frétta- manns. „Elst í seinna hollinu!" segir hún og útskýrirþað nánar. „Við erum sjö systkinin og það er tólf ára aldursmunur á því elsta og því yngsta. Elst er Ninna, svo koma Ragnar, Þorfinnur og örn, en þau fæddust öll með stuttu millibili. Fjór- um árum eftir fæðingu Arnar kom ég, Iðunn ári síðar og loks Alma." Það mótaði æskuheimilið að Örn bróðir Láru fæddist með klofinn hrygg og var ekki hugað líf í fyrstu. Skurðlæknir, nýkominn frá námi í Bandaríkjunum, gerði á honum að- gerð sem bjargaði lífi hans, en Örn hefur alltafverið bundinn hjólastól. „Mamma var því meira og minna á sjúkrahúsinu hjá honum," seg- ir Lára. „Þegar ég var sjö ára fór mamma að vinna úti - og þegar ég hugsa til baka, held ég að mamma og pabbi hljóti að hafa gert sam- komulag um að pabbi hugsaði meira um okkur en hann hafði gert fram að því. Við systurnar lærðum að redda okkur við hinar ýmsu aðstæður..." Forlagatrúar og lifir í núinu Hún tekur fegins hendi við kaffi- bollanum sínum og púðursykrinum sem fylgir „Láru latte" og segir okkur veitingadömunni að svona eftir á að hyggja hafi kannski ekki verið mjög viturlegt að ganga ofan af Höfða á móti umferðinni. „En ég hugsaði með mér að ef einhver sem þarna keyrði á 120 kíló- metra hraða hefði lent á mér, þá hefði það bara átt að gerast. Þá hefði bíllinn minn átt að verða bensínlaus og ég hefði átt að vera stödd á þess- um stað á þessari stundu," segir hún og leggur áherslu á orðin „hefði átt". „Eg er mjög forlagatrúar og held að líf okkar hafi verið skrifað í skýin fýrir löngu. Ég lifi alveg í núinu," segir hún og brosir. „Reyndar stundum of mik- ið að annarra mati! Ég er ekkert fyr- ir framtíðarplön þannig að þú getur ekki spurt mig hvar ég sjái sjálfa mig fyrir mér eftir fimm ár.“ Framtíðaráform ekki inni í mynd- inni - en hvað um fortíðina? „Nei, ég lít heldur ekki til baka. Því hætti ég fýrir tíu árum. Þá upp- götvaði ég að ég þyrfti að gera upp við fortíð mína, sem ég gerði og sætti mig við hana. Eftir það lifi ég í nú- inu. Ég lifi þannig að ég sé alltaf sátt. Ef ég myndi fara í dag, færi ég sátt. Ég ætía ekki að deyja bitur með spurn- inguna „hvað ef ég hefði..." á vörun- um. Það er ekki ég. Ég vil vera glöð, alltaf." Erfiðieikar eru reynsla En hún getur vissulega litið tilfor- tíðar og rifjað upp skemmtileg æsku- ár. „Við erum mjög samhent fjöl- skylda," segir hún. „Við spilum úr því sem við höfum og erum ekk- ert að kvarta. Mamma er dugnað- arforkur, algjör hetja í mínum huga. Hún kenndi okkur systkinunum að það þýðir ekki að barma sér, kvarta og kveina, „það gerir engum gagn," sagði hún og kenndi okkur að líta á erfiðleika sem reynslu. Það þýddi lí ið að neita að fara í skólann af því é væri með höfuðverk eða illt í magar um. Slíkt flokkaðist ekki undir veil indi hjá mömmu. Hún er mjög lffí glöð og kát manneskja, sem ég 1 mjög upp ttí." Sjálfgeislar Lára afgleði og hress leika og spurð hvort hún telji sig haj fleira frá móður sinni svarar hún: „Já, ég held ég hafi líka eljuserr ina frá mömmu og hef gaman af a vinna. í fyrra hættí ég að vinna hj Office 1 og ætíaði að taka mér frí, e var farið að leiðast svo eftir þrjár vii ur að ég sótti um starf fréttamann hjá NFS og var ráðin." Lára segir móður sína aldrei haj veigrað sér við að taka að sér stc verkefni þrátt fyrir að hún hafi ve, ið sjö barna móðir. Og oftar en ekl tóku systkinin virkan þátt í því ser hún var að gera. „Mamma barðist til dæmis hatrammri baráttu við kerfið fyrir því að örn bróðir fengi að fara í almennan skóla en ekki sérskóla. Með henni í þeirri baráttu var Jónína, föðuramma mín, sem var kennari við Álftamýrarskóla. Þær höfðu betur. Mamma var formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra o hún stóð fyrir söfnun fyrir sumar- búðum fatlaðra í Reykjadal. Við systkinin, kannski einkum við þrjár yngstu, tókum mikinn þátt í því mei því að hjóla fýrir áheit." Ilún er að segja mér frá skemmt, legum æskuárum í Háaleitishverfin þegar farsíminn hennar hringir. . línunni erlðunn systir hennar og þa er auðheyrt afsamtalinu að þær sys, ur eru nánar. „Já, við erum mjög nánar, yngst systurnar þrjár," segir hún. „Það e ekki nema eitt ár milli okkar Iöunn ar og þrjú milli okkar Ölmu. Þæ ætía að hitta mig í kaffi á eftir... Vi systurnar ferðuðumst með Sum argleðinni urn allt land, vorum rútunni með Ragga Bjarna, Bess Bjarna og Þorgeiri Ástvaldssyni þe§ ar pabbi skaust á Frúnni í fréttaöfl un eða til að skemmta annars stað ar. Fjölskyldan ferðaðist mjög miki „Fyrir tíu árum uppgötvaði ég að ég þyrfti að gera upp við fortíð mina, sem ég gerði og sætti mig við hana. Eftir það lifi ég í núinu. Ég lifi þannigað ég sé alltafsátt. Efég myndi fara í dag, færi égsátt. Ég ætla ekki að deyja bitur með spurn- inguna„hvað efég hefðLS'á vörunum. Það er ekki ég. Ég vil vera glöð, alltaf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.