Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Viðskipti PV
Vísitölur: ICEXMAIN 5.406 aO,93% - DowJones 11.340 ▼ 0,37% - NASDAQ 2.150 ▼-0,64% - FTSE100 5.903 ▼ 0,01% - KFX 382 a0,10%
Viðskiptf
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm BS * • t / /
/ vikulok
Afurðaverð aldrei hærra
Verö á sjávarafurðum hækkaði mikið í
júlímánuði eða um 2,8% mælt i er-
lendri mynt (SDR). Afurðaverðið f er-
lendri mynt hefur ekki áður mælst jafn
hátt og nú. Það er til dæmis 10,7%
hærra en það var I júlf i fyrra. f íslensk-
um krónum hækkaöi afurðaverð f júlí
um 2,4% frá mánuðinum á undan, en
hækkunin er minni en í SDR vegna
styrkingar krónunnar. Afurðaverð í fs-
lenskum krónum hefur hækkað um
28,9% sföastliðið ár og hefur ekki ver-
ið hærra frá því í lok árs 2001. Þetta
kemur fram f tölum Hagstofunnar sem
birtar voru í gærmorgun. Greining
Glitnis segirfrá.
ein-
stök-
um af-
urðaflokkum
lækkaöi verð á sjó-
frystum botnfisk-
afurðum iftillega, eða um 0,4%
f júlí mælt í erlendri mynt. Sjófrystar
botnfiskafurðir eru þó 4% verðmeiri en
í júii í fyrra. Landfrystar botnfiskafurðir
hækkuðu í verði, eða um 1,2% í júií og
er verð þeirra 9,3% hærra en fyrir ári
síðan. Verð á mjöli er sögulega hátt og
hækkaði í júlí um 18% f erlendri mynt.
'f1' -
Markaðsmaðurinn
Halldór G.
Eyjólfsson
Haildór G. Eyjólfsson,
nýráðinn forstjóri Sjóklæða-
gerðarinnar - 66°Norður,
er fæddur 27. júlí árið 1966.
Halldór starfaði áður sem
framkvæmdastjóri hjá Sjóvá
AJmennum tryggingum og þar
óður sem framkvæmdastjóri
hjá Kristjáni Guðmundssyni
og deildarstjóri hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna.
llalidór er kvæntur Sól-
veigu H. Sigurðardóttur l\dja-
fræðingi og eiga þau tvö börn,
Eyjólf Asberg sem er átta ára
ogAsdísi Karenu sent er sex
ára. Halldór og fjölskylda búa
í Vesturbænum, steinsnar frá
KR-vellinum en Iialldór er
mikill KR-ingur og hefur með-
al annars verið varaformað-
ur stjórnar KR-Sports sem sér
um rekstur ineistaraflokks og
2. flokks karla í fótbolta hjá fé-
laginu.
Sjóklæðagerðin - 66°Norð-
ur er rótgróið fyTÍrtæki og
eitt elsta framieiðsluh rirtæki
landsins, verður áttatíu ára á
þessu ári. I>að rekur tíu búð-
ir á Islandi undir merkjum
66°Norður og Ramntagerð-
arinnar og er áætluð velta á
þessu ári rúmiega 1,8 ntillj-
arðar íslenskra króna.
Hlutabref.is er nýr leikur á netinu þar sem almenningi gefst kostur á að reyna snilli sína
á hlutabréfamarkaðinum. Þeir Arinbjörn Marínósson og Haukur Guðjónsson, tveir af
aðstandendum hlutabref.is, segja að viðtökurnar hafi verið vonum framar og að nú séu
yfir 1.000 virkir notendur eftir aðeins vikutíma. DV og hlutabref.is munu eiga samstarf
i framtíðinni þar sem ætlunin er að fá 10 þekkta einstaklinga til að reyna með sér í hluta-
bréfaviðskiptum.
Yfir 1.000 virkir notendur
á aðeins einni
viku
Hlutabref.is er nýr leikur á netinu
þar sem lærðir og leiknir geta reynt
fyrir sér á hlutabréfamarkaðinum án
þess að hætta neinu fé til. Leikurinn
var formlega opnaður við setningu
Háskólans í Reykjavík enda standa
fimm nemendur þar að honum. Og
ákveðið hefur verið að efna til sam-
starfs milli hlutabref.is og viðskipta-
síðu DV. Ætlunin er meðal annars
að stofna sérstakan 10 manna hóp
þekkts fólks sem keppa mun sín
í milli á markaðnum og mun DV
greina frá toppsætinu hverju sinni.
Þeir sem standa að hlutabref.is eru
viðskiptafræðinemarnir Arinbjörn
Marinósson, Haukur Guðjónsson og
Örvar Jens Arnarsson og tölvufræði-
nemarnir Borgar Erlendsson og Sig-
urður Ingvar Ámundason.
Reynsla á auðveldan hátt
Þeir Arinbjörn og Haukur segja
að þetta sé fyrst og fremst leikur íyT-
ir þá sem enga reynslu hafa af hluta-
bréfaviðskiptum en vilja læra inn á
markaðinn og hafa skemmtun af í
leiðinni. Það geti verið dýrt að læra
af reynslunni en með hlutabref.is
sé hægt að öðlast reynslu á þessum
markaði á auðveldan hátt. „Upp-
lýsingar okkar frá Kauphöllinni eru
uppfærðar reglulega og því sam-
bærilegar við flest- allt annað sem
fyrirfinnst á netinu í dag," segja þeir
Árinbjörn og Haukur.
Byrjaði smátt en óx og óx
Að sögn þeirra félaga byrjaði
þetta smátt hjá þeim sem leikur í
þröngum hópi viðskiptafræðinema
en óx síðan og óx þar til þeir ákváðu
að leyfa öllum öðrum íslending-
um að vera með í leiknum. „Vefsíð-
ur eins og okkar eru til víða um heim
en þetta er eina vefsíðan sem fjallar
um íslenska markaðinn," segja þeir
félagar. „Og það er óhætt að segja að
þetta hafi þróast hratt hjá okkur síð-
an við opnuðum vefsíðuna fyrir
almenning fyrir viku síðan."
Yfir 1.000 virkir notendur
Fram kemur í máli þeirra
félága að á þeirri viku sem
liðin er síðan hlutabref.is
opnaði fyrir almenningi
eru komnir yflr 1.000 virkir
notendur á síðuna. „Þetta
eru mun betri viðbrögð
en við áttum von á," segja
þeir Arinbjörn og Haukur.
„Við töldum okkur góða ef
við næðum 3.000 virkum
notendum á einu ári. Það
var allavega markmið-
ið sem við settum okkur."
Þeir félagar segja ennfrem-
ur að þeir séu með ýmsar
hugmyndir um að þróa vef-
síðuna frekar en orðið er og
mun DV kynna þær nýung-
ar jafnóðum samhliða
„aukaleiknum" sem blaðið
mun eiga samstarf um við vef-
síðuna. Þetta verður kynnt nánar í
næstu viku og þá jafnframt kynnt-
ir til sögunnar þeir sem taka þátt
„aukaleiknum".
Arnbjöm og Haukur Þeir félagarsegja að
leikurinn hafi byrjað smátt en slöan óxhann
og óxog eru nú 1.000 virkir þátttakendur að
reyna fyrirsérá hlutabréfamarkaðinum.
Ennþá tækifæri
Hlutabréfamarkaðurinn hefur
ið að skila sér úr ffíi síðustu dagana.
Hlutabréf hafa hækkað nokkuð og
stemmningin á markaði er mun
betri en fyrir frí. Það er greiniiegt
að fjármagniö er aftur farið að leita
inn á markaðinn og er það gott. Þrátt
fyrir þessar hækkanir síðustu vikum-
ar eru ennþá tækifæri á markaðnum.
Bankamir em ennþá einna bestu kost-
irnir en vert að fylgjast með Actavis,
Bakkavör og Mosaic að auki. Það
styttíst nú í skráningu Exista á
markað og bíður markaðurinn
spenntur eftir því á hvaða verði
Exista fer á markaðinn. Það
mun líka hafa mikil áhrif á KB-
banka og hluthafa þar vegna
þess að þeir eiga stóran eign-
arhlut í Exista og munu greiða
stóran hluta hans út til hluthafa. Það er því
ljóst að KB mun innleysa góðan hagnað
við skránigu og greiðslu arðs til hluthafa
sinna. Það sem er áhugavert við það
mál er að miðað við þær upplýsingar
sem liggja fyrir stefnir í að þrátt fyrir út-
greiðslu bréfanna sem arð þá verði eigið
fé KB svipað fyrir og eftir arðgreiðslu þar
sem verð Exista-hlutarins er mun
lægra skráð í bókum KB en
áætlað markaðsvirði við
skráningu. Arðgreiðsla til
hluthafa upp á um það
bil 25 milljarða í formi
bréfa í Exista ætti því
ekki að hafa teljandi
áhrif á gengi KB.
Valdimar Svavarsson
Verðbréfamiðlari gefur
góð ráð.
Flottur bar á Laugavegi
Fyrirtækjasaia íslands hefur til sölu
. kktan bar á Laugavegi. í húsinu hafa
nokkrir barir verið starfræktir í gegnum
tíðina en sá þekktasti gekk undir nafn-
inu Blúsbarinn. Núna gengur staður-
inn undir nafninu Arnarhóll. Búið er
að innrétta fullbúið eldhús með glæ-
nýjum tækjum og kælum og býður það
upp á mikla möguleika til matsölu.
Núverandi eigandi er bóndi og hafði
hann áhuga á aö.selja eigin framleiðslu
á staðnum. Af persónulegum ástæð-
um er haim að hugleiða að breyta til í
kjötframleiðslunni og selja reksturinn.
Salurinn er um 60-80 fermetrar og er
með leyfi fyrir 40 gesti. Miklir og bjartír
gluggar eru í sal og snúa út að Lauga-
vegi. Bar með háum barstólum er í
salnum og stór sjónvarpsskjár. Verð-
ið á staðnum er 7 milljónir og áætluð
ársvelta um 24 milljónir. Leiga á hús-
næði staðarins eru 290 þúsund krónur
á mánuði. Staðurinn hefur stóran hóp
fastra viðskiptavina.