Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 25. ACÚST2006 Fréttir DV Barn við dauðans dyr Lára hefur góða frásagnargáfu, geislar af atorku og gleði og það er svona á mörkunum að ég þori að spyrja hvort hún hafi aldrei lent í mótbyr. „Æi, ég er ekkert fyrir að tala um erfiðleika. Lífið er bara svona. Ég ít- reka að ég trúi því að það sem á að gerast, það mun gerast og ekkert fær afstýrt því. Ég er lánsöm, á fimm heilbrigð börn, yndislegan mann, samhenta fjölskyldu og yndislega tengdafjölskyldu.” Engir erfiðleikar, aldrei? „Jú, auðvitað hef ég upplifað erf- iðleika eins og aðrir," segir hún og verður í fyrsta skipti í þessu viðtali al- varleg. „Eg hef einu sinni orðið skelfi- lega einmana, þarna vestur í Bolung- arvík, einu sinni orðið óstjómiega sorgmædd þegar ég sat hjá afa Ragga þegar hann kvaddi þetta líf og einu sinni hef ég fengið áfail eftir á. Það var þegar fjórða barnið mitt, dótt- irin Hekla Sól, var næstum farin. Hekla Sól fæddist tíu vikum fyrir tímann og kom heim af vökudeild- inni þegar hún var að nálgast áæd- aðan fæðingartíma, þá tvö kíló. Mér fannst hún vera farin að kvefast og farið að snörla í henni, en ljósmóð- irin sem kom að líta eftir henni sagði þetta ekki vera neitt alvarlegt. Barn- inu þyngdi og eins og flestir foreldrar sem hafa átt bam á vökudeild, þurfti ég að kitla hana í hálsinn til að koma önduninni af stað aftur. Þegar þetta hafði staðið yfir í sólarhring hringdi ég á Bamaspítala Hringsins. Var sagt að hafa ekki áhyggjur og svona leið allur dagurinn og næsta nótt. Ég vakti yfir barninu, hringdi á spítal- ann og það var ekki fyrr en á laugar- dagsmorgni að ég hringdi í vakthaf- andi lækni á vökudeildinni. Hann sagði mér að koma strax. Sem hann var að hlusta hana datt öndunin út í 55 sekúndur, nákvæmlega eins og ég hafði verið að útlista fyrir starfsfólki spítalans þessa tvo daga. Síðar kom í ljós að hún var með RS-vírus, sex tegundir af bakteríum, annað lung- að fallið og hitt fallið til hálfs. Stelpan var lögð akút inn og sett í hjartarita og öndunarvél en ég var pollróleg. Það var ekki fyrr en ég kom heim um miðnættið að ég brotnaði gjörsam- lega. En bara þá og aldrei síðan." Með illkynja krabbameinsæxli Og ekki heldur áður. Ekki einu sinni þegarLáru varsagtað hún vceri með illkynja krabbameinsæxli í kvið- vöðva. „Það fór allt í einu að vaxa eitthvað út í kviðarholinu á mér ári eftir að ég átti annað barnið mitt, Iðunni Huldu, árið 1994 og það var ekki fyrr en það var farið að sjást í gegnum buxur, að ég sagði samstarfskonu minni á Jazz- barnum, þar sem ég vann á kvöldin, frá því. Hún sagði mér að drífa mig strax til læknis. Sá hélt að þetta væri bara kviðslit og ég var sett í aðgerð. Opnuð - og lokað aftur, þar sem við blasti þetta æxli í kviðvöðva. Þeg- ar við Haukur fórum til læknisins til að fá niðurstöður rannsókna, sagði læknirinn að það væm 99,9 prósent lflcur á því að þetta væri góðkynja. Á leiðinni heim sagði ég við Hauk að það væri nú týpískt fýrir mig að vera þetta 0,1 prósent - sem var líka rétt!" segir hún og brosir. „Ég vissi fyrir- ffam að Iæknirinn hefði rangt fyrir sér...! Þetta var nokkuð stór aðgerð, um 30 sentimetra skurður, en það náðist að fjarlægja allt æxlið. Svo var ég í eftirliti í einhver ár, eða þangað til ég nennti ekki lengur að mæta!" Kœrulaus? „Nei, ég er nefnilega ekkert kæru- laus. Ég er bara æðrulaus. Þegar æxl- ið greindist var ég 24 ára, gift tveggja barna móðir og fannst ég rígfullorð- in. Ári síðar, 1996, eignuðumst við þriðju dótturina, Helgu Rut svo kom Hekla Sól 1999 og loks litli prinsinn, Haukur Lár árið 2004. En nú er ég líka hætt að eiga börn, fimm er fínt." Meðfætt æðruleysi Hún segist ekki hafa orðið ótta- slegin þegar húnfékk úrskurð um að hún vœri með krabbameinsœxli. „Nei, mér var ekkert mikið bmgð- ið. Það hafði verið mikið líkamlegt vesen á mér, ég hafði misst fóstur, fengið utanlegsfóstur og margt ann- að. Auðvitað er ákveðinn söknuður sem fylgir því að missa fóstur, en ég hugsaði sem svo: Ef náttúran segir að þetta fóstur sé ekki tilbúið að koma í heiminn, þá hefur náttúran rétt fyr- ir sér." Ertu jajh mikill töjfari inn við beinið og þú sýnist vera? „Ég veit ekki hvort ég er mikill töff- ari," svarar hún af einlægni. „Stund- um get ég verið mjög aum. Eftir áfall- ið þegar ég gerði mér grein fyrir hvað Hekla Sól var mikið veik, þá sá ég að ég yrði að sætta mig við niðurstöð- una, hver sem hún yrði. Ástandið var mjög krítískt í viku, tíu daga, en ég lét á engu bera við hin börnin, sagði þeim að hún væri mikið veik en þeg- ar þau spurðu hvort hún myndi deyja sagði ég: „Deyja! Nei, nei, en hún er mikið lasin." Ég er lík mömmu að því leyti að ég vissi að ég yrði að taka því sem að höndum bæri." Meðfœtt œðruleysi? „Kannski, já," segir hún. „Ég hef alltaf sætt mig við að stjómin er ekki í mínum höndum. Sumum finnst ég vera kærulaus, en ég er ekki köld manneskja og hef aldrei forð- ast snertingu. Knúsa og kyssi börn- in mín stöðugt, enda finnst mér þau æðisleg." í verkfræðinám Hún neitar því þó ekki að lífsvið- horf hennar hafi breyst eftir að hún greindist með krabbameinið. „Þá ákvað ég að hver dagur skyldi verða frábær. Eg ákvað að vera ekki með einhverja drauga í farteskinu, lifa í núinu og njóta hvers dags eins og hann væri minn síðasti. Eitt af því sem ég ákvað að drífa í, þótt það ffestaðist reyndar um fimm ár, var að setjast á skólabekk og taka stúd- entspróf. Ég vildi ekki vera áfram í láglaunastörfum og þar sem Hauk- ur hafði ekki heldur lokið sínu stúd- entsprófi, fórum við saman í Tækni- skólann, þar sem við sátum hlið við hlið í tvo vetur og lukum stúdents- prófum. Þaðan lá leið mín í verk- fræðinám. Þá var ég ófrísk af Heklu Sól, en ákvað að ljúka fyrstu önn- inni, eignast barnið og halda svo áfram náminu um haustið. Þar sem hún fæddist fýrir tímann og var mik- ið veik, datt sú áætlun sjálfkrafa upp- fyrir - enda á maður ekki að vera með plön! Þegar hún fór að verða spræk, tveimur árum síðar, ákvað ég að fara í „auðvelt" nám, innritaðist í Kennaraháskólann og þar sem mér fannst stærðfræðikjörsvið ekki nægi- legt verkefni að takast á við, lauk ég líka námi í íslensku. Vann fyrir nám- inu með því að raða dósum í hillur í Nóatúni og svo höfum við Haukur alltaf skúrað fyrirtæki og gerum enn. Ég útskrifaðist árið 2004, byrjaði að kenna - og þá skall auðvitað á kenn- araverkfall!" Peningar eru aukaatriði Það er gott að konan er hlátur- mild og hefur húmor fyrir þessu... „Já, það er nú eitt af því besta í hjónabandi okkar Hauks," segir hún. „Það er húmorinn. Haukur er óend- anlega fyndinn! Krökkunum finnst hann fyndinn, mér finnst hann fynd- inn. Haukur er alltaf í góðu skapi og talar í bröndurum. En þetta kenn- araverkfall varð mér bara til góðs. Ég fór að vinna hjá Office 1 og þeg- ar það fyrirtæki var selt í fyrra hvatti Þorfinnur bróðir mig til að sækja um fréttamannsstarf hjá NFS. Hann vissi sem var, að sá draumur hafði blundað innra með mér frá því ég var barn. Ég hóf því störf sem frétta- maður í desember í fyrra og finnst það frábært. Eins og þú heyrir hef ég óskaplega gaman af að tala, svo eðli- lega finnst mér skemmtilegast þegar fréttimar snúast um fólk. Mér finnst hlutverk fréttamanns vera að flytja sannleikann, aldrei flækja sínu per- sónulega mati inn í þær og alls ekki að búa til skreytingar utan um frétt- irnar svo þær laði að fleiri áhorfend- ur. Þá eru þær ekki lengur sannleik- urinn." En hvernig fer fimm barna móð- ir að því að samræma mikla vinnu, uppeldi og heimilishald? „Ég á náttúrulega stórkostlegan mann eins og ég hef sagt. Við gerum hlutina saman en ég verð að viður- kenna að það hefur nú mætt meira á honum en mér eftir að ég byrj- aði hjá NFS. Ég hef verið mikið frá og tek rnikið af aukavöktum. Börn- in mín hafa hins vegar aldrei heft „Ég er trúuð og er mjög þakklát fyrir allt sem ég hef. Litlir hlutir eins og peningar eða ryk á hillum er aukaatriði. Það er fólkið íkringum okkur sem skiptir máli. Leiðin út úr erfiðleikum er sú að þakka fyrir það sem maður hefur og hugsa ekki um það sem maður hefur misst." mig í neinu. Þau em yndisleg og það myndi aldrei stöðva mig að eiga mörg böm." Og lokaspumingin. Hvernig við- heldur fólk ástinni eftir tuttugu ára samveru? „Hvemig á ég að svara þessu?" segir hún og brosir. „Við erum bestu vinir og með húmorinn ílagi. Ætli það skipti ekki miklu máli? Að minnsta kosti er þessari ást ekki viðhald- ið með rómantískum ferðum okkar tveggja á hótelherbergi í údöndum! Við höfum reynt að fara einu sinni á ári í sumarbústað yfir eina helgi, en það hefur ekki alltaf heppnast. Hauk langar mikið að ferðast um heiminn og ég hef lofað honum því að það muni gerast þegar við verðum kring- um fertugt. Ég held að lykillinn að því að vera hamingjusamur og í góðu jafnvægi sé sá að muna að þakka. Ég er trúuð og er mjög þakklát fyrir allt sem ég hef. Litlir hlutir eins og pen- ingar eða ryk á hillum er aukaatriði. Það er fólkið í kringum okkur sem skiptir máli. Leiðin út úr erfiðleikum er sú að þakka fyrir það sem mað- ur hefur og hugsa ekki um það sem maður hefur misst." annakristine@dv.is DV/Gunnar V.Andrésson og Hörður Sveinsson Ferðast með Frúnni „Fjölskyldan ferðaðist mjög mikið og á sumrin vorum við á sífelldum ferðalögum. Ýmist að keyra eitthvert með mömmu eða fljúga með pabba.” Yngra hollið með Erni bróður „Við vorum heima á daginn að drasla útog borða Coco Puffs!" segir Lára um þann tíma þegar móðir þeirra var farin að vinna úti. Ninna eins og önnur mamma „Ninna systir var 17 ára þegar hún fór með okkur systur i sumarbústað i Húsafelli i heila viku.“ Flott skvísa „Þessi mynd er tekin eftir aðéghætti að vera næst verst klædda stúlkan í MH!" Lára við Látrabjarg „Held ég hafi komið i öll bæjarfélög á landinu og á alla flugvelli landsins." Fermingardagurinn „Ég er trúuð og man eftir að þakka fyrir það sem ég hef' Stórkostlegur maður„Wð viðhöldum að minnsta kosti ekki ástinni með rómantiskum ferðum okkar tveggja á hótelherbergi I útiöndum!‘Á brúðkaupsdaginn árið 1993. Húmorísk og bestu vinir Með eiginmanninum Hauki Olavssyni og börnunum fimm. „Litiir hlutir eins og peningar eða ryk eru aukaatriði.Það er bara fólk sem skiptir máli." Ófeimin að spyrja Á blaðamannafundi Landsvirkjunar á þriðjudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.