Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 46
66 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Helgin PV Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-Ruff er einn þekktasti ungi plötusnúðurinn í dag. Benni er í hljómsveit- inni Forgotten Lores auk þess sem hann þeytir skífur á Qölmörgum skemmtistöðum í Reykjavík. Kann sitt fag Bennl er elnn sá duglegasti I slnu fagi og hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Magni hefur verið að gefa eftir í þáttunum Rock Star: Supernova að undanförnu og hefur verið meðal þriggja neðstu í síðustu tveimur þáttum Magni að gefa eftir? Rokkari númer eitt þessa dag- ana, hann Guðmundur Magni Ás- geirsson, virðist vera að missa sterka stöðu sfna í þáttunum Rock Star: Supernova. Magni var öryggið upp- málað framan af og þótt sigurstrang- legastur keppenda. En eftir því sem hefur liðið á keppnina virðist Magni vera að missa yfirburðastöðu sína og hefur verið meðal þriggja neöstu í síðustu tvö skipti. Erfitt er að segja hvað veldur þessu þvi Magni virðist alltaf standa sig frábærlega og syngur nánast und- antekningarlaust best. Það hefur þó verið mikið í umræðunni að Magni taki ekki nægilega mikla sénsa og sé þá ekki að skila jafn eftirminnilegri frammistöðu. Það gæti kostað hann atkvæði áhorfenda. Á meðan hafa keppendur eins og Toby og Ryan verið að styrkja stöðu sína með eftirminnilegri frammi- stöðu, þó svo að flestir séu sammála því að Magni hafi betri og breiðari rödd. Rokkararnir í Supemova eru heillaðir af hæfileikum Magna sem eru ótvfræðir en það er hætta á því að þeir fari að taka mark á áliti almenn- ings haldi Magni áfram að reka lest- ina. Það er því vonandi að Magni taki á því í næsta þætti og haldi áfram að færa stolt fslendinga í hæstu hæðir. asgeir@dv.is Ótrúlega kraftmikill Magnihefur sýnt aö hann hefur eina bestu röddina i keppninni. „Ég byrjaði að spila í Árseli þeg- ar ég var 13 ára," segir Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-ruff eins og hann er oftast kaliaður, um fyrstu skref sín sem skífuþeytir. „Fyrsta al- vöru giggið mitt var á gamla góða Tetris í Fishersundi með goðsögn- inni Frikka Fingerprint þegar ég var 16 ára," segir Benni sem er 24 ára í dag og talar einnig um að hans eft- irminnilegustu gigg hafi verið í New York og Kaupmannahöfn. „Það var svona öðruvísi. Stærri klúbbar þar sem allt varð gjörsamlega vitiaust þegar maður var að spila." Brjálað á sumrin „Þetta er svolítið brjálað svona yfir sumarið og ef það eru ekki tveir dagar sem maður er að spila þá eru það þrír." Benni spilar á þó nokkr- um skemmtistöðum og skiptir um ham eftir stemningu. „Eg spila aðal- lega á Prikinu, Vegamótum, Barnum og Kaffibarnum. Svo spilar maður út um allt í einkagiggum og svoleiðis." „Þetta róast nú samt í vetur og ætla ég aðeins að slaka á eftir sum- arið." Plata á leiðinni og hugsanlegur Evróputúr „Við strákamir í Forgotten Lores erum búnir að vera úti í Danmörku í kringum mánuð að taka upp nýja plötu," en Forgotten Lores hafa áður gefið út plötuna Týndi hlekkurinn. „Þannig að það er væntanleg ný plata frá okkur á árinu og tónleikar í kjölfarið á því." „Einn félagi minn frá New York sem er kallaður Dj Equal er að skipu- leggja Evróputúr með mér og hon- um. Það er búið að bóka nokkra staði nú þegar og aldrei að vita nema mað- ur skelli sér út og taki smá rispu," en Dj Equal spilaði með Benna á Vega- mótum fyrr á árinu. Frítt mixteip á Prikinu „Á laugardaginn mun ég gefa mixteip á Prikinu," segir Benni en hann er þriðji plötusnúðurinn til að gefa út disk í mixteip-seríu Priksins. Á undan honum voru engir aðrir en Danni Deluxe og Gísli Galdur sem eru einnig með heitustu plötusnúð- um Reykjavíkur um þessar mundir. „Á slaginu tólf verða hundrað eintök gefin, tilboð á barnum og allt Heima í stúdíóinu Benni var önnum kafinn við að gera mixteipið þegar DV bar að dyrum. brjálað," segir Benni og útskýrir að mixteip sé sýnidæmi um hæfileika plötusnúðs í lagavali, blöndun og skiptingum. „Þetta er í raun kynning og upplifun." Állt í allt verða fjórir plötusnúð- ar sem gefa út mixteip en ekki er búið að staðfesta hver sá fjórði er. „Það verður svo óvæntur og vænleg- ur glaðningur seinna meir fyrir þá sem ná að sanka að sér öllum fjórum mixteipunum," segir Benni að lokum og hvetur alla til að mæta á Prikið á laugardaginn. Dj Equal Er að skipuleggja Evróputúr með sérogBenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.