Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 32
52 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Helgin DV
£!*> líiidiifayi
fiski^renriLií.o
gímiiegu. Mú e
baraaö hftagriiiiö
wm
M
Eiríkur Friðriksson, betur þekktur sem Eiki
feiti, hefur starfað sem kokkur í 30 ár og rekið
ófáa veitingastaðina á þeim tíma. Þessi víðförli
kokkur hefur miklar skoðanir á eldamennsku
og er óhræddur við nýjungar. Eiki bauð DV og
lesendum upp á gómsætan fiskrétt.
„Ég ætlaði að verða læknir eða
flugmaður. Mamma og pabbi voru
hins vegar bæði kokkar svo ég byrj-
aði að hjálpa til í eldhúsinu heima
þegar ég var 12 ára," segir Eiki að-
spurður um hvernig það kom til að
hann ákvað að gerast kokkur. Það
var ekki aftur snúið og 17 ára var Eiki
kominn upp í eldhúsið á Hótel Sögu
þar sem hann svo síðar fékk prófskír-
teini sitt. Hann lét ekki staðar numið
heldur hélt til Ameríku og lærði þar
enn meira.
Allt fór til andskotans eftir 11.
september
Þegar Eiki sneri aftur heim,
reynslunni ríkari opnaði hann sinn
eigin veitingastað. Þeir hafa svo orð-
ið nokkrir: Salatbar Eika, Eikaborgar-
ar og Hjá Eika. Eiki hélt aftur í víking
fyrir nokkrum árum og aftur var það
Ameríka sem heillaði. Áfangastað-
urinn var Orlando en þar bjó Eiki í
nokkur ár og opnaði þar veitinga-
stað. „Þetta var mjög fínn veitinga-
staður með hvítum dúkum og alvöru
þjónum. Staðurinn var meira að
segja valinn besti nýi veitingastaður-
inn í Flórída árið 2001. En svo fór allt
til andskotans eftir 11. september og
fullt af stöðum fóru á haus-
inn, þar á meðal minn. Þá
kom ég aftur til íslands og
fór að steikja hamborgara
uppi í Grafarvogi."
Kartöfluvöfflur
400 - 500 gr. grænmeti:
Blaölaukur ísneiöurn
Paprika í strimlum
Sveppir I sneiöum
Spergilkáll bitum
Saxaður hvítlaukur
Pipar
Salt
Sltróna
Hot spot-sósa eftir smekk
400-500 gr.affisk:
Lax, lúöa eða hörpuskel.
„Þegarég
opnaði Salatbar-
inn hlógu menn
nú bara að mér"
Eiki opnaði nýj-
an stað í maí sem
heitir því sérstaka
nafni Eiki feiti. „Við
erum með feita og
flotta borgara og ég
er svona þéttvaxinn
svo við erum bara að
gera grín að öllum
pakkanum." Eiki seg-
ir nafnið þó ekkert
virka fráhrindandi á
fólk þrátt fyrir hvað
margir eru farnir að
huga að heilsunni.
„Nei, það er fullt af
fólki sem spáir ekkert í þetta. Við ger-
um þetta rosalega flott og engu er til
sparað. Við erum ekki með eitthvað
létt majones - við gerum þetta bara
af alvöru. Fólki finnst þetta mjög gott
en auðvitað er engum hollt að borða
hamborgara á hverjum degi. Þegar
ég opnaði Salatbarinn hlógu menn
nú bara að mér því þeim fannst þetta
svo fáránlegt. Það trúði enginn að
þetta myndi virka, en þetta svínvirk-
ar," Segir Eiki sem þó seldi
Salatbarinn fyrir fáeinum
árum.
öllu hráefninu er svo raöaö á
álpapplr sem er smuröur með
olíu. Sltrónan þá kreistyfír og
Hotspot-sósunni helltyfir. Þessu
er svo skellt á grillið. Val hráefnis,
magn og krydd fersvo auövitað
eftir smekk manna.
R
Grænmetið reiðubúið fyrir álpappírsinnlögnina
Lætur ekki
smáatriðin fara í
taugarnará sér
Hótel Saga verður
oft fyrir valinu þegar
Eiki fer út að borða. Það
var auðvitað þar sem
hann lærði undirstöð-
ur eldamennskunn-
ar og því greinilegt að
hann hefur enn taugar
til þess staðar. En gera
ekki kokkar miklar
kröfur þegar þeir fara
út að borða? „Jú, sér-
staldega þegar mað-
ur fer á svona dýra og
fína staði, þá vill mað-
ur auðvitað fá það sem
maður borgar fyrir. En
það er engu að síður mjög auðvelt að
gera mér til geðs og ég er ekki mikið
íyrir að láta smáatriði fara í taugarn-
ar á mér," segir þessi jákvæði kokkur.
Laukur, dijon-sinnep og
hvítlaukur
Þeir eru eflaust margir kokkarn-
ir sem myndu taka undir með Eika
og segja eldamennsku vera list. „Það
er ekki hæg
ur kokkur.
grundvallaratriði eldamennskunn-
ar en svo þarftu að vera mjög skap-
andi og leitandi ef þú ætíar að skara
fram úr. Það er endalaust hægt að
lesa sér til og prófa sig áfram. Það er
list að vera kokkur enda eigum við
marga framúrskarandi lista-
kokka á landinu." Til að mat-
ur sé góður verður hráefn-
ið líka að vera gott. „Já,
grænmetismarkaðirnir
eru orðnir svo flottir
og það er mjög gam-
an að vinna úr þessu
ferska hráefni. Þegar
ég var að læra á sín-
um tíma þá þekkt-
um við ekki ferskt
grænmeti, það
var allt í dósum.
En það hrá-
efni sem mér
a# finnst allra
ægt að læra að verða góð-
:. I skóla lærir maður svona
mikilvægast er laukur, dijon-sinn-
ep og hvítíaukur, ef það er ekki til þá
nenni ég ekki að elda."
Eidar bara í vinnunni
Eins og gjarnan er með kokka
þá eldar Eiki ekki mikið heima fýr-
ir enda eru vaktirnar langar og allt-
af nóg til af mat. „En það kemur fyr-
ir ef það er eitthvað tílefni, matarboð
eða einhverjar veislur. En svona yfir-
höfuð þá elda ég ekki mikið heima."
Þegar Eiki tekur sér frí frá elda-
mennskunni og veitingarekstrinum
þá segist hann hoppa á mótörhjól-
ið sitt og taka nokkra hringi til þess
að hreinsa hugann. „Svo er auðvitað
alltaf gaman að fara í útilegur," segir
Eiki sem notar hjólið þó ekki mikið á
landsbyggðinni þar sem bögglaber-
inn er of lítill fyrir tjaldið.
bergiind@dv.is