Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 48
68 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Helgin PV
Nú eru útsölurnar búnar að tröllríða landanum og alveg kominn tími á að fá fulla búð af nýjum og ferskum vörum.
Áður en farið er af stað og verslað eitthvað í fljótfærni ákvað DV að renna yfir hvað er málið í vetur. DV ræddi við
sex verslunarstjóra í hinum ýmsu búðum borgarinnar um hvað væri málið í haust og við hverju mætti búast.
4
*-
Vera Moda, Svanhildur verslunarstjóri í Vera Moda í
Smáranum.
„Ég valdi nú dressin út frá aðallitunum sem verða hjá okk-
ur í vetur, sem eru grænn og fjólublár," segir Svanhildur um lit-
ina. Mittisbeltin halda velli og eru stór og breið til að sýna vöxt-
inn, sama er að segja um leggings nema kannski sniðin eru
aðeins öðruvisi. Það er leggings undir síðar peysur eða boli en
þær eru kannski eilítið síðari og krumpast jafnvel niðri líkt og
gallabuxur. Kjólar eru aiveg málið í vetur, með rúllukragabol
undir eða peysu yfir, eins og í sumar nema bara með vetrar-
legri blæ. Kjólar með ermum og þykkri kannski er alveg málið
í vetur. Axlabönd eru alveg málið, jafnvel áfastar við buxur eða
pils. Svart og hvítt er alltaf, en núna er grár mjög sterkur, grár í
öllum gráum tónum. Stíllinn er frekar gamaldags, hátt í mitti,
sýna vöxtinn og allt frekar kvenlegt. Síðan er að sjálfsögðu mik-
ið úrval af húfum og vettlingum, gæti ekki verið vetrarlegra,"
segir Svanhildur og hlær.
Centrum, Anna Margrét starfsmað-
ur í Centrum t Kringlunni.
„Við erum búin að vera að fá mikið af
þykkum og kósý peysum og eitthvað af
vestum," segir Anna Margrét um nýju vör-
urnar. „Hjá okkur er allt frekar djúsí og
þægilegt, víð og síð snið eru alveg mál-
ið. Við erum búnar að vera að fá mikið
af síðum bolum, peysum og öðru sb'ku.
Það hafa líka verið að koma síðar skyrtur
og það er mikið enn um slaufur og aðra
slíka aukahluti. Litirnir eru að breytast úr
skærum í frekar jarðlita, moldarbrúnn og
grár eru frekar vinsælir. Við fáum mikið af
góðum og stórum úlpum, tilvaldar í vetur
í frost og slabb," segir Anna Margrét sem
hlakkar til að fá sér eina hlýja úlpu.
Top Shop, Berglind starfsmaður og
stílisti hjá Top Shop.
„Það er mikið um liti í vetur og þá er
sérstaklega fjólublár að koma sterkt inn
en nýjasti er svona karrýgulur," segir Berl-
ind um vetrarlitina. „Nýja trendið hér er
þessi 60 's stíll og mjög mikið af kápum og
stígvélum. Það er allt frekar kvenlegt og
stílhreint í vetur en einnig mikið um rend-
ur og annað slíkt," segir Berglind um vetr-
arstílinn. í karlalínunni hjá okkur er alltaf
þetta klassíska bindi og skyrta en þar er
einnig meira um liti og skemmtilega heita
lití frekar en einungis klassískt og dauft.
En það er að sjálfsögðu alltaf með. Ekki
kannski miklar breytingar þannig í karla-
línunni," segir Berglind um strákana.
Zara, Heiðrún verslunarstjóri í Zöru í
Smáranum.
„Eins og þetta er hjá okkur, þá er tískan að verða
mjög kvenleg og sýna vöxtínn vel. Það er mikið um
mittisbelti og stígvél sem jafnvel krumpast niður.
Það er svo alltaf glamúrið hjá okkur, rosalega mikið
um kjóla og kápur," segir Heiðrún um það nýjasta
í Zöru. Kápumar eru flestar með stórum tölum og
mittisbeltum. Það er ekki eins mikið um mittísbux-
ur heldur er að taka við buxur sem eru háar upp í
mitti og jafnvel þá axlabönd við og girt ofam'. Það er
mjög mikið af hinum ýmsu munstrum og eitthvað
um dýraprent en eins og alltaf er hvítur og svartur
alltaf með. Aðallitimir hjá okkur em gull, brons og
silfur en eitthvað um bláan líka. Fjólublár er heit-
asti liturinn í vetur og allt svolítið með 80's blæ,"
segir Heiðrún um það helsta sem er að gerast hjá
Zöru.
Kultur, Johnny verslunarstjóri í Kultur
men.
„Frakkar mundi ég segja að séu alveg málið
í haust og vetur, þeir eru svona mesta breyting-
in fyrir veturinn," segir Johnny um vetrarbreyt-
ingarnar. „Frakkarnir eru aðeins tískulegri en
venjulega og klæðilegri. Seilorjakkinn frá Tiger
er sérstaklega flottur og brúni frá Paul Smith.
Gallabuxurnar frá Tiger jeans eru mjög vin-
sælar og verður nóg til fyrir veturinn, soldið
niðurþröngar eins og búið er að vera. Litirnir
fara dofnandi með vetrinum og eins og alltaf
er svart, grátt og brúnt mjög vinsælt fyrir vetur-
inn. Skyrturnar eru frekar aðsniðnar en þetta
klassíska snið er að sjálfsögðu alltaf með og
támjóir skór verða alveg áfram í haust," segir
Johnny um nýju vetrartískuna.
)