Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV BANASLYS I UMFERÐINNI Fimmtudagurinn 19. janúar var örlagaríkur fyrir fjölskyldu hjónanna Guðmundar Þórs Kristjánssonar og Elínborgar Helgadóttur. Dóttir þeirra Þórey Guðmundsdóttir var á leið til vinnu á ísafirði, keyrði hálfan Hnífsdalsveginn þar sem bíll hennar fór út af veginum með skelfilegum afleiðingum. Þórey drukknaði í slys- inu og hefur fjölskyldan þurft að glíma við sorgina síðan. Guðmundur segir fjölskylduna líta lífið öðrum aug- um eftir atburðinn. Það var snjóþungur fimmtudagur þann 19. janúar á þessu ári. Sautján ára stúlka, Þórey Guðmundsdóttir var á leið til vinnu í líkamsræktarstöðinni Stúdíó Dan á ísafirði eftir að hafa verið í skólanum um morguninn. Hún keyrði frá heimili sínu í Hnífsdal og ætlunin var að fara á ísafjörð. Sú ferð endaði með hryllilegu bílslysi, utan vegar og úti í sjó. Þórey, sem af öilum var talin engill | í mannsmynd var ein að keyra og var úrskurðuð látin skömmu eftir slysið - sem enginn veit hvernig átti sér stað. Fjölskylda Þóreyjar hefur glímt við sorgina síðan þá. Þórey var dóttir hjónanna Guð- mundar Þórs Kristjánssonar, vél- stjóra og framhaldsskólakennara og Elínborgar Helgadóttur, starfskonu á Fjórðungssjúkrahúsinu á fsafirði. Þórey var fædd 25. mars árið 1988 og lést því ríflega tveimur mánuðum fyrir átján ára afmælisdaginn sinn. Guðmundur faðir hennar segir að hún hafi verið varkár ökumaður og að öllu leyti til íyrirmyndar hvað það og annað varðar. Það veit eng- inn hvernig slysið bar að en tilgátan er að hún hafí misst stjórn á bílnum úr djúpum hjólförum þungaflutn- ingabíla, út af veginum og beint nið- ur í sjó. „Við fengum að vita það í upphafi frá lögreglunni á ísafirði, á grundvelli rannsóknar Ágústar Mog- ensen hjá rannsóknarnefnd umferð- arslysa að hraðakstur hefði ekki ver- ið orsökin enda hefði slíkt ekki verið hægt í færðinni." Hafði áhyggjur af veginum Hvort sem það hefur verið til- viljun örlaganna eða ekki þá end- aði vegriðið á Hnífsdalsveginum skömmu áður en bifreið Þóreyjar fór út af veginum og út í sjó. „Það var enginn sem sá til hennar og hún var þarna ein á ferð. Bíllinn skorðaðist við klöpp í sjónum og sást einungis í botninn á honum." Ungur maður frá Isafírði kom fyrstur á slysstað og fór beint út í sjó og reyndi að ná henni úr bílnum. „Það var ekki hægt að komast inn í bílinn. Ég þekki alla sem stóðu að þessu og það var aldrei neinn vafí að það gerðu allir allt sem í þeirra valdi stóð. Það gerðu allir sitt besta." Um veginn hefur Guð- mundur að segja að mik- il umferð er um hann og þau hjón- in hafí óttast um böm sín á veginum. Allar samgöngur frá Hnífsdal og Bol- ungarvík fara í gegnum hann. Þórey átti tvíburabróðir, Þóri, og voru þau bæði tiltölulega nýkomin með bíl- próf þegar slysið átti sér stað. „Ég get ekki sagt annað en að við höfð- um áhyggjur af þeim á veginum. Að þau væru að keyra veginn mörgum sinnum á dag," segir Guðmundur og heldur áfram. „Að mínu mati er veg- urinn ekki fullnægjandi miðað við þann umferðarþunga sem á honum hvílir dag hvern." En á annað þús- und bílar keyra um Hnífsdalsveginn á degi hverjum. Örlagaríkur vetrardagur í janúar Klukkan var að ganga fímm þennan örlagaríka dag. Guðmund- ur var staddur á námskeiði á hóteli í bænum og Elínborg var að vinna á sjúkrahúsinu eins og venja er. Þau komu bæði óbeint að slysinu - án þess að vita að dóttir þeirra hefði verið fórnarlamb þess." „Ég fékk útkall vegna umferðar- slyss þegar ég var á námskeiðinu og fór strax niður í björgunarskip. Eftir að ég hafði hringt í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um slysið sagði yf- irmaðurinn þar, sem ég kannast við, að ég ætti að fara í land. Bfllinn sem lent hafði í slysinu væri bíllinn minn og að Þórey mín hefði verið í hon- um," segir Guðmundur. „Elínborg var að vinna á sjúkrahúsinu og vissi ekki annað en verið væri að koma með sjúkling í bráðatilfelli og í endurlífgun." Guðmundur fór beint upp á Fjórðungssjúkra- hús á fsafírði og hitti þar fjölskyldu sína. Þá hafði Þórey verið úrskurðuð látin og dánarorsökin var drukknun. „Við fengum að velja um hvort við mynd- I um kveðja hana á bráða- deildinni eða í kapellunni. Við kvöddum hana í kapell- unni." Guðmundur hefur stund- að björgunarstörf síðan árið 1971 og er sem fyrr segir skipstjóri og vél- stjóri á björgunarbát Landsbjargar á ísa- fírði. „Ég hef farið í óteljandi útköll en þessi upplifun er ólík öllu sem ég hafði lent í áður. Faðir Þóreyjar Guðmundur Þór segir fjölskylduna llta öðrum augumá lífið eftir að dóttir þeirra fórst I hörmulegu bílslysi. L:-U Eitthvað sem ég get ekki lýst. Á þess- ari stundu var ég heldofinn tilfinn- ingalega. Ég heyrði h'tið og man lítið eftir því sem gerðist.” Fjölskyldan var komin saman til að kveðja Þóreyju en Rakel, dótt- ir þeirra hjóna, var stödd í Reykja- vík þar sem hún stundar nám. „Hún kom daginn eftir og þetta var rosa- legt sjokk fyrir hana, að komast ekki strax." Munum alltaf eiga hana Þau eru sjö í fjölskyldunni að Þóreyju meðtalinni sem þau trúa að sé ennþá hjá sér. Fjölskyldan hefur ekki lent í áfalli svo nærri sér en Elín- borg, móðir Þóreyjar missti þó bróð- ur sinn í sjóslysi árið 1968 og upplifði þá sorgina sem yngra systkini. Guðmundur segir að þau hugsi um hana dag hvern. „Við tölum um hana sem eina úr fjölskyldunni og við gerum það áfram. Ég held að það' hjálpi okkur mikið því við munum alltaf eiga hana og hún verður alltaf hluti af okkur," segir hann. Eftir slysið flutti fjölskyldan frá Hnífsdal og inn á ísafjörð. Það var ákvörðun sem tekin hafði verið áður en Þórey lést. „Við vorum búin að vera að velta fyrir okkur að flytja frá Hnífsdal, meðal annars vegna þeirr- ar staðreyndar að krakkarnir þyrftu að keyra á milli því við vorum óróleg yfír því að þau þyrftu að keyra þenn- an veg," segir Guðmundur. Fjölskyldan keypti sér hús við Urðarveg á ísafirði og flutti inn stuttu eftir slysið. „Þetta atvikaðist þannig að áður en slysið varð höfðum við misst af húsi sem við höfðum hug á að kaupa. Daginn eftir slysið kom þetta sama hús á sölu og við keypt- um það," segir hann. Aðspurður seg- ist hann ekki hugsa um hvernig að- stæður hefðu verið ef þau hefðu flutt fyrr: „Ég leyfi mér ekki að hugsa um það. Það eru alltaf hlutir sem okkur er ekki leyft að skilja í svona málum. Ef hún hefði sleppt því að fara í vinn- una þennan dag hefði kannski ekk- Minningarathíifnin Jafnaidrar Þóreyjar hittúst á slysstaðlnn kvöldið sama dag og'slysið varð og kveiktu a kertum til öðminnast hennar. Minninggrsiðd uleinkih Þöreyjtt má fiimaá ivivw.fif.fi/toreyDV mynd B8.is „Vjð fengum að vita það i upphafí frá lög- reglunni á ísafirði, á grundvelli rannsókn- arÁgústar Mogen- sen hjá rannsóknar- nefnd umferðarslysa að hraðakstur hefði ekki verið orsökin enda hefði slíkt ekki verið hægt i færðinni" ert gerst. En maður má og á ekki að hugsa svoleiðis. Orðin ef og hefði orsaka vanlíðan því þetta er orðinn hlutur." Guðmundur segir að eftir slysið hafi fjölskyldan sest niður og ákveð- ið framhaldið. „Við ákváðum að taka þessu sem orðnum hlut. Við áttuð- um okkur á því að við gætum ekki breytt neinu og að þetta var eitthvað sem við réðum ekki við. Ég held að það hafi gert okkur gott og eftirleik- urinn varð léttari," segir hann. Þórey lifði hvern dag til hins ítr- asta og var fyrirmyndarstúlka í alla staði. „Svona atvik gera það að verk- um að maður gerir sér grein fyrir því að hver dagur í lífi manns á að vera eins góður og hægt er. Þórey gerði það og hún skildi ekkert óleyst eft- ir sig. Hún var manneskja sem var ákaflega hreinskiptin og skipulögð. Við lærðum af henni bæði fyrir og eftir að hún fór." Aðspurður segir Guðmundur að fjölskyldan líti öðruvísi á lífið eftir fráfallið: „Svo sannarlega. En mað- ur missir ekki bara, maður fær lflca til baka. Þarna fengum við vitneskju um hvað við erum rflc að eiga samkennd fólksins í kringum okkur." Hjónin Guðmundur og Elínborg I boltanum Körfuboltinn varÞóreyju hugleikinn. DVmynd BB.is fara oft í viku saman að leiði Þóreyj- ar og aðrir fjölskyldumeðlimir einn- ig ásamt vinkonu Þóreyjar. „Þangað förum við líka ein, í sitt hvoru lagi. Til að tala við hana." „Angel" prentað á körfuboltabúninginn Þórey var mikil íþróttamanneskja og var meðal annars fyrsti þjálfari íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri. Þar þjálfaði hún yngri flokka í körfu- bolta aðeins sautján ára gömul. Hún var á félagsfræðibraut í Menntaskól- anum á ísafirði og hafði tekið áfanga í íþróttaþjálfun meðal annars. „Hún ætlaði svo að innrita sig á sjúkraliða- brautina núna í haust og taka iðju- þjálfun að loknu stúdentsprófi." Þórey var ung stúlka í blóma lífs- ins sem var rifin á brott í umferðinni - í orðsins fyllstu merkingu. Guð- mundur segir að stuðningurinn sem fjölskyldan hlaut frá fólkinu í samfé- laginu vestra eftir fráfall Þóreyjar hafi verið stórkostlegur. „Það hefur verið sagt að það sé ókostur að búa í svona litlu samfélagi. En þarna sáum við að við hefðum ekki viljað eiga heima í Grafarholtinu eða annars staðar." Áður en Þórey lést fékk hún gælu- nafn sem valið var af öðrum liðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.