Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 35
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 55
§|g®
tlar sér langt
sjálfum sér og leggja mikinn metn-
að í að verða betri," sagði Ásthildur
í viðtali við DV þegar hún bauð sig
fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Kópavogi. „Andlega hliðin
skiptír miklu máli, jákvætt hugar-
far er Iykilatriði. Það þarf að hafa
viljastyrk tíl að verða betri og gef-
ast aldrei upp. Andleg líðan verður
betri þegar líkamlegt form er gott.
Þegar andleg líðan er góð eru meiri
líkur á að það gangi vel í íþróttinni
og reyndar í öllu sem maður tekur
sér fyrir hendur," sagði Ásthildur í
viðtalinu.
Á kafi í pólitík
Ásthildur bauð sig fram í fjórða
sætíð í prófkjöri sjálfstæðismanna
í Kópavogi í janúar fyrr á árinu.
Jafnréttísmál voru á meðal henn-
ar helstu stefnumála og lét hún
hafa eftir sér að þótt mikið hefði
áunnist á undanförnum áratug í
þeim málaflokki þá fyndist henni
mikilvægt að markvisst væri unn-
ið að jafnréttí kynjanna svo stúlk-
ur hefðu sömu tækifæri og strák-
ar á öllum sviðum samfélagsins.
Ásthildur hafnaði í fjórða sætinu
og var að vonum ánægð með nið-
urstöðuna og þakkaði fyrir sig á
heimasíðu sinni en hún situr í bæj-
arstjóm og er formaður íþrótta- og
tómstundaráðs Kópavogs.
Alltaf stuð í kringum Ásthildi
Guðlaug Jónsdóttir knatt-
spyrnukona hefur spilað með Ást-
hildi frá árinu 1993 þegar þær léku
saman sinn fyrsta landsleik. „Það er
alveg frábært að spila með henni,
hún er heimsklassa leikmaður og
góður félagi," segir Guðlaug og
bætír við að þær hafi alltaf náð vel
saman inni á vellinum. „Ásthild-
ur er mjög góður fyrirliði, hún er
mikill leiðtogi, hvetjandi og gagn-
rýnin í senn. Sjálf tek ég gagnrýn-
inni vel og ég vona að hinar stelp-
urnar geri það einnig því hún er að
leiðbeina og kenna öðrum í kring-
um sig," segir Guðlaug og bætir við
að Ásthildur ætlist til mikils bæði
af sjálfum sér og öðrum. „Hún set-
ur vissar kröfur og ég held að flestir
í liðinu standi undir þeim kröfum
því þeir sem spila við hlið hennar
verða ósjálfrátt að betri leikmönn-
um." Aðspurð segist Guðlaug ekk-
ert hafa litist á blikuna í fyrstu þeg-
ar Ásthildur tók að skipta sér af
pótítík. „I dag er ég samt viss um
að hún eigi eftír að plumma sig vel
í þessu eins og öllu öðru sem hún
tekur sér fyrir hendur. Hún kemur
vel fýrir, kann að svara fyrir sig og
liggur ekki á skoðunum sínu. Hún
á örugglega eftír að verða umdeild
ef hún heldur áfram en svoleiðis
er það alltaf með fólk
sem lætur að sér
kveða." Guð-
laug seg-
ir góðan
móral í
íslenska
T
—~
kvennalandsliðinu og að þær stúlk-
ur haldi að minnsta kosti eitt partí
á ári. „Þá reynir Ásthildur að halda
uppi stuðinu enda ber alltaf mik-
ið á henni. Hún er mikill húmor-
istí og stjórnar yfirleitt fjöldasöng
á leiðinni á leiki með sinni hljóm-
fögru rödd."
Master í byggingarverkfræði
Eftír útskrift úr stærðfræðideild
MR skelltí Ásthildur sér til Banda-
ríkjanna til frekara náms og sett-
ist á skólabekk í verkfræði í há-
skólanum Vanderbilt í Nashville í
Tennessee þar sem hún fékk full-
an íþróttastyrk og spilaði með lið-
inu Philadelphia Chargers. Eft-
ir bachelor-prófið lá leið hennar
til íslands þar sem hún byrjaði að
starfa hjá Línuhönnun en eftir tvö
ár fluttist hún tíl Svíþjóðar þar sem
hún tók master í byggingarverk-
fræði og sérhæfði sig í burðarþoli
en þeir sem til hennar þekkja segja
námið alltaf hafa legið vel fýrir
henni og að hún hafi flogið í gegn-
um alla skólana.
Laus og liðug
Ásthildur er á lausu og sam-
kvæmt fólkinu í kringum hana hef-
ur hún engan tíma fyrir ástarlífið.
Hún er alltaf á þönum á milli Is-
lands og Svíþjóðar og fótboltinn
og nú pólitíkin eigi hug hennar
allan. Systur hennar, Eva og Þóra,
bíða báðar spenntar eftír að hún
klári sænska samninginn svo hún
getí sest almennilega að á fslandi.
„Maður bíður eftir að hún fari að
slaka á í þessum bolta svo hún getí
komið almennilega heim og ver-
ið með okkur. Við söknum henn-
ar alltaf þegar hún fer," segir Eva og
Þóra telair undir: „Vonandi hættir
hún þessu flakki fljótlega svo við
getum fengið að hafa hana hér á
landi."
Hættir í boltanum á næstu
árum
Ásthildur hefur gefið í skyn að
það verði ekki langt þar til hún leggi
skóna á hilluna. Þóra systir hennar
spáir að það verði á næstu árum en
hún er viss um að það verði erfið
ákvörðun fyrir hana. „Hún er nátt-
úrulega veik í hnénu eftir meiðsl-
in svo ég tel að hún muni hætta í
fótbolta á næstu árum. Það verður
ábyggilega bæði erfitt fyrir hana og
okkur hinar í landsliðinu. Fótbolt-
anum fylgir mikið félagslíf og hún
verður að finna sér eitthvað nýtt að
gera en kannski hefur hún fundið
það í pólitíkinni," segir Þóra. Eva
systír hennar hefur litlar áhyggjur
af því að Ásthildur muni sitja að-
gerðarlaus þegar hún hættir í fót-
boltanum. „Hún finnur sér eitt-
hvað í staðinn og er strax byrjuð
í stjórnmálunum. Hún er líka
mjög aktív og mun örugglega
fínna sér einhverja aðra hreyf-
ingu þegar hún hættir í bolt-
anum."
Ásthildur er þó ekki horf-
in af fótboltavellinum og þyk-
ir enn í dag ein sú allra besta
hér á landi og þótt víðar væri
leitað. Þegar að því kemur að
hún leggur skóna á hilluna
mun hún örugglega láta að
sér kveða á öðrum vettvangi,
hvað sem það verður kem-
ur í ljós en víst er að hún
mun takast á við önn-
ur verkefni af fullum
huga líkt og hún hef-
ur gert hingað til.
indiana@dv.is
Verkfræöingur Asthildur er verkfræðingur að
menntog starfar hjá Linuhönnun en spilarþó
með sænska liðinu Malmö. Hún þarfþví að
ferðast mikið á milli Islands og Svíþjóðar.
—
Meö Áslu ömmu
Asthildur hringir
alltaflÁsluömmu
slnafyrirleiki.Hér
eruþærsaman.
Fyrirliði Þrátt fyrir að starfa á Islandi
hjá fyrirtækinu Llnuhönnun spilar
Ásthildur með sænska liðinu Malmö
FF en sænska deildin er ein sú allra
besta I heimi og þvl er Ijóst að
Ásthildur hefur unnið sér sess meðal
bestu knattspyrnukvenna heims.
Mér fannst bara fynd-
ið að hún væri kom-
in í pólitík þvi
mérfinnstvið
svoungaren
stjórnmál
fyrirþásem
M H eru e/dri."
Meö systrum sfnum
Ásthildur, Eva og Þóra
og Oddur sonur Evu.
Pólitíkus Ásthildur hafnaði I fjórða sætinu og
var að vonum ánægð með niðurstööurnar og
þakkaði fyrir sig á heimasiðu sinni en hún situr
Ibæjarstjórn og er formaður iþrótta- og
tómstundaráðs Kópavogs.