Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV Reynirræður Ragnar ReynirTrausta- son, fýrrverandi ritstjóri Mannlífs, heldur áfram að gera sínum gamla vinnustað Fróða grikk. Reynir hygg- ur á stofnun mikils fjöl- miðlaveldis og tók meðal annars með sér son sinn Jón Trausta þegar hann hætti á Fróða. Nú hefur hann fengið til liðs við sig Ragnar Petersen, sem hef- ur verið auglýsingastjóri hjá Mannlífi í mörg herrans ár, og mun Ragnar styrkja Reyni mikið í baráttunni sem fram undan er. Ökuníðingur skrópaði Tonni Langbo Hansen, karlmaður á þrítugsaldri, skrópaði í þingfestingu við Héraðsdóm Suðurlands á dögunum. Þingfesta átti ákæru á hendur honum fyr- ir að aka bæði ölvaður og sviptur ökurétti eina helgi í byrjun júlí. Tonni er talinn hafa verið undir stýri þegar bifreið var velt á veginum nálægt Geysi. ökumaður og farþegar létu ekki þar við sitja heldur veltu bílnum við og héldu áfram á Laug- arvatn þar sem lögreglan stöðvaði þá og voru allir grunaðir um ölvun. Tonni var dæmdur til níu mán- aða fangelsisvistar af sama dómstól fyrir margítrekuð afbrot. Pysjan lætur ekki sjá sig Pysjan er ekki en farin að láta sjá sig í Vestmanna- eyjum. Þykir þetta mjög undarlegt en pysjan ætti að vera mætt fyrir viku síðan. í Vestmanneyjum er rekið svokallað pysjueftirlit sem fýlgist með þeim ungum sem koma í bæinn. Pysj- unar sem krakka í eyjum naia gaman að íinna Btu þa mældar og vigtaðar. Pysju- eftirlitið hefur verið starf- rækt í Eyjum frá árinu 2003. Það er vonandi að pysj- an láti sjá sig fljótlega svo krakkarnir í Eyjum geti tek- ið gleði sína á ný. Jóhannes fékkverðlaun Jóhannes í Bónus tók í gær á móti verðlaunum ísfirskrar alþýðu úr hendi Jóns Fanndal Þórðarsonar við at- höfn sem fram fór í Tjöruhúsinu á ísa- firði. Verðlaunin eru málverk eftir Reyni Torfason, bæjarlista- mann ísafjarðar. „Jóhann- es á þetta skilið fyrir að hafa staðið fyrir því hversu stór- lega matvara hefur lækkað í verði hér á ísafírði með jöfnun flutningskostnað- ar. Hann á sinn þátt í því að gera fólki kleift að búa hér," sagði Jón Fanndal við verð- launaafhendinguna. Heimild bb.is Alheimsfeguröardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er á lausu. Samband hennar við hestmanninn Sigurð Straumfjörð rann sitt skeið á enda á föstudaginn fyrir viku á dramatískan hátt. Unnur Birna mætti með umbúðir um hægri höndina í skólann á mánudag en Sigurður segir að þau hafi hætt saman í góðu. Marin, bólgin og blá eftir lokauppgjör við kærastann Tæplega íimm mánaða sambandi alheimsfegurðardrottningar- innar Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur og hestamannsins Sigurðar Straumfjörðs lauk á dramatískan hátt síðastliðinn föstudagskvöld. Átök brutust út og meiddist Unnur Birna illa á hendi í viðskiptum sínum við Sigurð. Jafriframt lenti annar drengur, sem er í vinahóp þeirra beggja, í átökunum og slasaðist hann nokkuð alvarlega. Heimildamenn DV innan Háskól- ans í Reykjavík segja að Unnur Birna hafi mætt með hægri höndina í um- búðum í skólann á mánudag. Sömu heimildir herma að hún sé marin, bólgin og blá eftir lokauppgjör við kærasta sinn, Sigurð Straumfjörð, síðastliðið föstudagskvöld. Heimild- ir DV herma að sambandinu hafi í raun og veru lokið fýrir þremur vik- um, um verslunarmannahelgina, en að komið hafi til harkalegs lokaupp- gjörs á föstudaginn. Datt af hestbaki „Ég get staðfest að við hætt- um saman á föstudaginn síðasta en annars vil ég ekki tjá mig um þetta kvöfd, sagði Sigurður Straumfjörð, fyrrverandi unnusti alheimsfegurð- ardrotmingarinnar Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, við DV í gær. Að- spurður hvort hann hefði einhverja skýringu á því af hverju Unnur Birna hefði mætt í skólann með umbúðir um hægri höndina sagðist Sigurður hafa heyrt að hún hafi dottið af hest- baki um helgina. Sigurður neitaði því þráfaldlega að hún hefði meiðst eftir átök við hann. Leiðirnar lágu ekki saman Sigurður sagði að þau hefðu hætt saman á góðum nótum og það væri ekkert stórmál. „Þetta var bara ekki fyrir mig. Við áttum góða fimm mán- uði og skemmtum okkur vel. Leið- irnar lágu bara ekki saman og því fór sem fór," sagði Sigurður. Lífiðílægð Ekki náðist í Unni Bimu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en á bloggi henn- ar má sjá að hún tekur þessum sam- bandsslitum ekki létt. Hún eyddi síðustu helgi í Stykkishólmi með „Við áttum góða fímm mánuðiog skemmt- um okkur vel. Leiðirnar lágu bara ekkisaman og því fór sem fór" móður sinni og fjölskyldu og skrif- aði um mikilvægi fjölskyldunnar þegar lífið væri í lægð. „Þama áttum við fjölskyldan virkilega ljúfar stund- ir í skemmtilegum hópi fólks sem er ómetanlegt þegar lífið er í lægð og maður minnist þess að mikilvægast af öllu er fjölskyldan, vinirnir og fólk- ið sem manni þykir vænt um," skrif- aði Unnur Birna. f lok færslunnar setur Unnur Birna síðan inn æðmleysisbænina með þeim orðum að flestir geti til- einkað sér mátt hennar. Flestir geta lesið á milli línanna á hvaða slc um hún er með því að setja þess fallegu bæn inn sem er birt hér í kassa við greinina. oskar@dv.is (im) f*cjt nu r (cnnilcysi lil d() sídtíi ntiy vi() /)((<) scin égfíc ckki brcyll, kjark til n<) brcyta \)vi scm i■»; \\c! bi cyll tcil hl <n> t\iciini bni a nitlh Á meðan allt lék lyndi Unnur Birna og Siaurður ynrn ástfangin upp fyrirhaus og áttu sínar bestu stundir i hestamennskunni. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Meö hægri höndina iumbúðum eftir dramatískt lokauppgjör við kærastasinn Sigurð Straumfjörð. Maraþön-Bjarni og nýju hlaupaskórnir Svarthöfði hefur löngum tilheyrt þeirri grein mannsins sem kennd er við Lata manninn. Aldrei hefur Svarthöfði stundað neinar íþróttir og það lengsta sem hann hefur hlaup- ið eru nokkrir metrar á eftir strætó á sínum yngri árum. Þótt Svarthöfði sér latur ber hann þó virðingu íyr- ir þeim sem nenna að leggja á sig hlaup, fjallgöngur eða klukkutíma í líkamsræktarstöð. Svarthöfði skilur hvorki upp né niður í þessu fólki en skilur það samt. Einn er þó maðurinn sem Svart- höfði skilur engan veginn. Það er Maraþon-Bjarni Ármannsson bankamógull hjá Glitni. Maraþon- Bjarni er ný ofurhetja sem finnst al- veg rosalega gaman að eyða hundr- uðum milljóna í að auglýsa eitt maraþon á kostnað viðsldptavin- anna. Maraþon-Bjarni krækir sér í rásnúmer 1 í krafti auglýsinganna og áhugans og síðast en ekki síst þá f Svarthöfði >« er Maraþon-Bjarni í viðtölum við alla fréttamiðla landsins bæði fýrir og eftir hlaupið. Sem betur fer hefur ekkert bólað á Maraþon-Bjama und- anfama daga og biður Svarthöfði til guðs að þurfa ekki að horfa upp á hetjuna reima hlaupaskóna á sig og klæða sig í mðþröngar hjólabuxur fyrr en eftir ár. Ekki getur Svarthöfði heldur ann- að en vorkennt samstarfsmönnum Maraþon-Bjarna hjá Glitni. Allt frá því að Maraþon-Bjarni lét mynda sig á ráslínunni þegar tilkynnt var að Glitnir styrkti, fyrirgefið ætti Reykja- víkurmaraþonið, hefur hann verið eins og naut í flagi í samstarfsmönn- um sínum eftir því sem heimildar- menn Svarthöfða segja. Varla hef- ur liðið sá dagur að Maraþon-Bjarni hafi ekki spurt samstarfsmenn sína um formið, æfingarnar eða nýjustu hlaupaskóna frá New Balance. Svarthöfði telur starfsmenn Glim- is og íslendinga hafa fengið nóg. 1 lok nóvember fer fram Beirút-maraþon- hlaupið í Líbanon. Svarthöfði tel- ur tilvalið fyrir Maraþon-Bjarna að fara þangað til að sýna sig, skokka og sjá aðra. Það ku víst vera öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.