Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Blaðsíða 39
DV Sakamál FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 59 hvergi finnist harmur eða eftirsjá en þægilegt er að dæma í annarra sök. Síðla árs 1999 var kallaður til sérfræðingur til að kanna meina- fræðileg gögn málsins; sýni undan nöglum barnsins, blóð úr nærbux- um hennar og hár. Mest í þeim til- gangi að bera þessi gögn saman við fjölskyldumeðlimi. Hvergi bar þar saman. Mikil umfjöllun Foreldrarnir vöktu nokkra furðu þegar þau tóku saman bók um málið. Ýmis blöð báru þau sökum og þau réðu sér iögmann til að sækja skaðabætur. Málsókn þeirra og umfjöllun hélt áhuga almenn- ings vakandi. Þáttaröð var gerð um morðið og heimildarmyndir, auk. þess sem þau hjón voru tíðir gestir spjallþátta, mest til að hreinsa sig af morði dóttur sinnar. Þau nefndu í bók sinni nokkra grunaða, en lögreglan vísaði því frá og sagði þá alla hafa verið rannsak- aða í þaula. Hjónin kröfðust þess að gangast undir lygamælingu en lögreglan hafnaði því. Þau kost- uðu þá sjálf til sérfræðinga og sam- kvæmt þeirra niðurstöðu stóðust hjónin prófið. Maðurinn fundinn Patsy Ramsey dó úr krabba- meini í sumar. Tíu ár af lífi fjöl- skyldu hennar breyttust kyrra jóladagsnótt í hreina martröð. Á sjúkrabeði var henni tjáð að lög- reglan væri enn að vinna í málinu; gögn og sýni voru þá löngu komin til alríkislögreglunnar. í sjö ár kost- uðu þau hjón sína eigin rannsókn á morðinu og starfsmenn þeirra fullyrtu við fjölmiðla í Colarado að þeir hafi komið lögreglu á spor Johns Carr. Kvikmyndaréttur að sögu Karrs þegar seldur Karr tekinn í Taílandi Hann hafðisest að í Bangkok þar sem barnaníðingar hafa löngum leikið iausum haia. AP Photo/Sakchai Lalit á sakleysi hans Bandarískir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr ferli Johns Marks Carr sem handtekinn var í Bangkok þann 9. ágúst. Rannsóknarmenn sem komu að morðrannsókninni á sínum tíma hafa lýst efasemdum um játningu hans. Carr mun trúa því að hann hafi verið hjá baminu á dauðastund og átt við það samræði. En saga hans er öll með ósköp- um. Hann hefur um langt skeið verið á flótta undan bandarískum stjómvöld- um og leynt ferðum sínum. Hann var dæmdur fyrir að hafa bamaklám í fór- um sínum í apríl 2001 en þá átti hann að baki langan en slitróttan feril sem bamakennari víða á vesturströndinni. Víða hafði hann hrakist úr starfl vegna grunsemda um hneigðir til bama. Hann hafði einnig starfað víðar um suðurríkin og á flóttanum vann hann bæði í Evrópu, Mið-Ameríku og Asíu við umönnun bama. Kona hans sleit samvistum við hann eftir 2001 en þau eiga þrjá syni. Honum er lýst sem dagfarsprúðum manni og kirkjuræknum en hann er kominn af strangtrúuðu fólki; móð- ir hans trúði að böm hennar væm andsetin, sérstaklega John sem var þá tveggja ára. Hún reyndi að brenna hann til dauða. Fjölskyldan hefur ekki staðfest þær sögur. Hans er minnst í Alabama á ungl- ingsámm sem strák á glæsikermm sem eltist við yngri stelpur. Fyrsta hjónaband hans við þrettán ára stúlku sem hann kvæntist m'tján ára var ógilt ári síðar. Konu sinni kvæntist hann sextán ára, þau misstu tvíbura sama ár eftir heimafæðingu, en þær vom skírð- ar Engill og Sakleysi. Hún segir marrn sinn hafa verið heima jólin sem Jon- Benetvarmyrt. Þegar þau hjón fluttu til Kalifom- íu var hann afar hugfanginn af frægu bamamorði í bænum Petaluma 1993. Hann var einnig afar vel heima í öllum gögnum í hinu umtalaða máli JonBe- net og þóttist vera að vinna að bók um það. Eftir að hann komst undir manna hendur var hann dæmdur í nálgun- arbann frá sonum sínum um þriggja ára skeið og lagðist þá í ferðalög og vann fyrir sér sem kennari; Þýskaland, Holland, Suður-Kórea, Kostaríka og Hondúras vom að baki þegar hann fór til Asíu. Karrs var leitað og telja blaðamenn vestra að á hann hafi verið bent. Játn- ing hans í morðinu á JonBenet er talin óáreiðanieg, en þegar um er að ræða játningu í máli sem er eins frægt em yf- irvöld skyldug að handtaka manninn. Þau em þögul um sannanir á hendur Karr en enn munu gögn vera ókomin fram um morðið - meðal annars DNA- sýni sem tekin vom af LQd stúlkunnar. Fjölskylda Karrs hefur þegar selt rétt- inn að sögu hans til kvikmyndafram- leiðanda og verður söluverðið notað tfl að kosta vöm hans og koma sonum hans til mennta. Jonn Hogan er á sjúkrahúsi eftir að hafa hent syni sínum af svölum og stokkið nið-- ur með dóttur sína í fanginu Ætlaði að drepa sig og bornin Breskur karlmaður er í sjúkrahús- fangelsi á Krít eftir að hafa myrt son sinn og reynt að myrða dóttur sína. Þrjátíu og tveggja ára forstjóri, John Hogan, hrinti sex ára syni sín- um, Liam, niður af svölum á hóteli og stökk á eftir honum með tveggja ára dóttur sína Miu í fanginu. Liam lést við fallið en John og Mia lifðu fallið af með beinbrot. Hogan missti stjórn á sér þegar eiginkona hans sagðist ætla að yfir- gefa hann en hjónin voru í sumar- leyfi í von um að redda hjónaband- inu. John verður líklega dæmdur fyrir morð og morðtilraun og gæti átt meira en 25 ára fangelsi. Aðrir fangar segja að hann gráti Harmleikur á sumarparadísinni Krit John dsamt eiginkonu sinni og börnum þegar allt lékílyndi. allan sólarhringinn og biðji Guð og mömmu sína um fyrirgefningu. Móðir hans heimsæki hann daglega og að hún hafi tekið dauða barna- barns síns afar nærri sér. Hogan-fjölskyldan hefur mætt miklu mótlæti síðustu árin en tveir bræður Johns fyrirfóru sér og faðir hans lést eftir baráttu við sjúkdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.