Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Síða 2
Fyrst og fremst Ertþú búin/n að kaupa kort í ræktina? w Fríða Jónasdóttir flugfreyja Já, ég er alltafmeö árskort I World class. Páll Baldvin Baldvinsson Fáir hafa gefið þvi gaum en fornleifarannsóknir á fs- iandi voru einkavæddar á síðasta áratug. Forræði í ís- lenskum fornleifarannsóknum, greftri og greiningu, var tekið af Þjóðminjasafni íslands í tið Björns Bjamasonar í mennta- málaráðuneyti. Fjármögnun rannsókna var tryggð með opinberum sjóð- um: Kristnihátíðarsjóði, Þjóð- hátíðarsjóði og öðrum álika. Þjóðminjasafiiið hafði um ára- tugi verið í fjársvelti en einka- væðingin hafði í för með sér innspýtingu á fjármagni í þenn- an geira vísindastarfsemi hér á landi. Síðustu vikur hafa fornleifa- fræðingar rekið stríð sitt fyrir áframhaldandi fjármagni í fjöl- miðlum með stöðugum fréttum af greftri víða um land: í Arnar- firði, á Hólum, á Skriðuklaustri, á Þingvöllum, við Kolkuósa og á Gásum er leitað og fundið. Sumarið hefurverið gósentíð í uppgreftri. En á öllum þessum stöðurn er framtíð rannsókna ótrygg. Víðast eru rannsóknir skammt á veg komnar og ekki vitað hvort þeim verður haldið áfram, hvað þá lokið. Þá vakn- ar sú spurning hvort lagt var af stað á of mörgum stöðum í senn. Gröftur úr jörð er eitt. Þeg- ar svæði er fullkannað er eftir að draga ályktanir, túlka nið- urstöður, birta á alþjóðlegum vettvangi og innlendum. Sú vinna er tímafrek og kostnaðar- söm. Hana þarf að fjármagna, rétt eins og gröft á vettvangi. Flanvið uppgröft á helstu sögu- stöðum er hugsunarlítið nema stjórnvöld séu staðráðin í að tryggja fullvinnslu allt til enda. Þess verða þeir að gæta sem stóðu að upphafi einkavæð- ingar íslenskra fornleifarann- sókna. Hraðafíklar veganna Elísa Káradóttir Schram í Next Nei, en ég ætla að gera þaö. Katrín Arnardóttir nemi Nei, ég er I fótbolta og þarfþvl ekki aö kaupa mér svoleiðis. Gunnar Rúnarsson bankastarfsmaður Nei, nei, ég er ekki búinn að þvíen égætlaað geraþað. Steinar Hermannsson sjómaður Nei, og þarfekki á því að halda, ég vinn vinnuna mina. í yfirlitsgrein í DV í dag kem- ur fram að sautján hafa farist í bílslysum það sem af er árinu. Tildrög og eftirmál þessara slysa og mannsláta eru ólýsan- legur hryllingur. Kenna má um slökum vegum, hrottaskap í akstri og tillitsleysi, en þær að- stæður sem búnar eru ferða- mönnum í byggð og sveit byggj- ast ekki minnst á því hversu slakt eftirlit er á vegum. Hraðamenning, sem ævin- lega leitar út fyrir skynsamleg mörk og lagaleg, verður ekki bætt með áróðri eða fræðslu. Hún verður aðeins bætt með vegaeftirliti, sekmm og ökuleyf- issviptingum. Þeir ökumenn sem nærast á ofsaakstri yflr leyfllegum mörk- um verða að skilja að sá akst- ursmáti getur kostað þá fjár- missi, leyfissviptingu - fyrst þeir ná ekki að hann getur kostað þá - og aðra - líf og heilsu. Það er ekki á okkur logið Það verður ekki á okkur logið að geta ekki annað en staðið í stað þrátt fyrir stöðugt tal um útrás. Að hugsa sér að niðurstaðan af þingi Framsóknarflokksins skuli vera dæmi um kyrrstöðu og skrípa- mynd afþjóðinni. Ekki skortir óskir fólks um sí- breytni en þær enda á óumbreytan- leika. Það gegnir furðu að eftir alvar- lega kreppu hgfi flokkurinn fætt af sér skeggjaðan og mátulega skyn- saman karl sem ekki vantar vitið. Líklega hafa samt flestir haldið að kona yrði leiðtogi en getið sér jafn- framt til um hið gagnstæða. Það er okkur líkt. Og nú anda allir léttar: Ekkert gerðist fremur en hjá hefðbundinni hænu sem verpir aUtaf annað hvort ósköp svipuðum eggjum eða engu. Auðvitað er tal um jafnrétti, kven- frelsi og skilningur á samkynhneigð venjulegur íslenskur vaðall. Ekkert býr að baki. Okkur langar en þorum ekki að leggja í áhættu sem er afleiðing af til- gerðarlausri hugs- un. Við getum engu breytt, við r/ # erumekkinógu «r» vel menntuð, ekki menning- arþjóð sem elur með sér sann- an uppreisn- aranda. Þess vegna veður uppi vaðallinn. Að þykjast eða þykjast ekki, í því felst vandinn. Mesti vaðallinn hér er endalaust tal um jafnrétti kvenna. Engu að síð- ur hefur því ekki einu sinni verið komið á innan stjórnkerfisins, sem ætti þó að vera tiltölulega auðvelt. Að koma á jafnrétti karla og kvenna almennt séð er erfiðara. Niðurstaðan er svipuð og hjá Framsókn: Konan mætir alltaf af- gangi, annað hvort sem ritari eða gjaldkeri. Ef vilji væri fyrir hendi, hann er það ekki, yrði auðvelt að koma kon- um á valdastóla til jafns við karl- menn. Nei. Ekki á íslandi. f landi eins og Spáni „sem er þekkt fyrir einræði og kúgun kvenná' var jafnrétti í ríkisstjórn komið á með einföldum vilja. Það þótti sjálfsagt og gert umyrðalaust. í ljós kom að ráð- herrar af kvenkyni standa sig engu síður en karlmenn án klifunar um jafnrétti. Aðra sögu er að segja þegar ís- lenskar konur hafa orðið ráðherrar. Þær líkja eftir því versta í fari karla, eða öllu heldur þjóðarinnar, að þjösnast áfram fyrst en falla síðan á rassinn. Ekki vegna skorts á skólagöngu heldur fábrotinnar menningar. Ekkert gerðist fremur en hjá hefð- bundinni hænu sem verpir alltaf annað hvort ósköp svipuðum eggj- um eða engu. F Guðbergur Bergsson rithöfundur FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is Aðstoðarritstjóri: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- annakristine@dv.is Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is Berglind Hásler - berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fri@dv.is Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Ólafur Hermannsson - gudmunduro@dv.is Guðmundur Steinþórsson - gudmundur@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir- indiana@dv.is Jón Mýrdal - myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is Óttar M. Norðfjörð - ottar@dv.is Reynir Hjálmarsson - reynir@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson Hjörvar Hafliðason - hjorvar@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Öll viötöl blaðsins eru hljóðrituö. Átak í fornleifarannsóknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.