Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Qupperneq 31
I
I
30 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006
Helgin DV
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 51
es afar vinsælt. „Við erum með nýjan kennara frá Ungverjalandi sem er alveg
mögnuð og líklega best menntuð í Pilates á landinu. Það eru alltaf fleiri og fleiri
konur sem eru að uppgötva þessar æfingar enda henta þær þeim konum sem
vilja ná árangri án þess að leggja of mikið álag á líkamann. Þetta eru æfingarnar
sem stjörnunar iðka, Pilates byggir ekki upp mikinn vöðvamassa heldur styrkir
vöðvana og lengir þá um leiðsegir Ágústa en bætir við að þar sem fjölbreytnin
í líkamsræktinni sé orðin mikil séu margar að stunda blandaða þjálfun. „Fjöl-
breytnin er líka lykilþátturinn í að viðhalda áhuganum. Margir kvarta yfir því að
líkamsrækt sé erflð og leiðinleg en ef fjölbreytileikinn er til staðar verður hún
skemmtileg. Líkaminn þarf líka á fjölbreytni að halda svo hann staðni ekki því
hann er fljótur að aðlagast álaginu sem við leggjum á hann svo við verðum að
breyta til svo við festumst ekki í sama farinu."
Ágústa segir æ fleiri velja átaksnámskeiðin eða leiðsögn einkaþjálfara. „Þeg-
ar fólk er að fórna tíma og peningum í þetta á annað borð vilja margir borga að-
eins meira og fá í staðinn leiðsögn og aðhald og síðan við byrjuðum með átaks-
námskeiðin árið 1990 hefur ekkert lát verið á vinsældum þeirra." Þegar Ágústa
er innt eftir ráðum handa þeim sem eru alltaf á leiðinni í ræktina segir hún mik-
ilvægast að drífa sig af stað. „Fyrsta skrefið er að gera eitthvað strax í dag, hafa
samband við líkamsræktarstöð eða flnna einhvern með sér. Næsta skrefið er að
velja leiðir til að gera hreyfinguna skemmtilega og búa til plan og halda sig við
planið. Það gerist ekkert einn, tveir og þrír, við verðum að gefa þessu tíma. Ef
þú nærð að halda þetta út í 8-12 vikur ferðu virkilega að finna árangurinn og þá
ertu komin á beinu brautina og litlar líkur á að þig langi að hætta."
aðhald. Peak Pilates-æfingakerfið er líka mjög vinsælt en það er að-
allega byggt upp íyrir miðjuna og gott til að styrkja bakið og kvið-
inn. Þetta kerfi er frábært fyrir golfara sem vilja styrkja miðjuna fyrir
sveifluna og alla aðra sem vilja styrkja á sér bakið. Svo eru salsatím-
amir æðislegir og Bakuta sem er blanda af kickboxi og salsa og al-
gjörir stuðtímar." Dísa segir einnig námskeið fyrir konur sem séu
komnar af léttasta skeiðinu í boði. „Hin 77 ára Ástbjörg Gunnars-
dóttir er með hressingarleikfimi fyrir konur. Þessi kona er alveg æð-
isleg og svo flott og kennir mjúka leikfimi handa þeim eldri."
Þegar Dfsa er spurð út í mataræðið segir hún allt gott í hófi. „Þeg-
ar valið er fyrir framan mann er galdurinn að velja það hollara. Þetta
tekur bara tíma því góðir hlutir gerast hægt," segir hún og bætir við
að það sé nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega meðffam mataræðinu.
„Sjálf er ég að kenna og fer auk þess í tækjasalinn og jóga. Ég reyni að
blanda þessu svo þetta verði bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Gald-
urinn er að gera þetta hluta af Iífinu og taka góða æfingu allavega í
klukkutíma á dag, 5-6 daga vikunnar."
LIFÐU LIFINU LIFANDI
„Ég er í landsliðinu í skvassi svo ég æfi skvass alla daga auk þess sem ég hleyp
og lyfti," segir Guðlaug Birna Aradóttir, sölustjóri hjá Iceland Spa&Fitness, þeg-
ar hún er spurð hvemig hún haldi sér í formi. Guðlaug Birna segir eina ráðið
fyrir þær sem eru alltaf á leiðinni í ræktina að drífa sig af stað. „Eina ráðið er að
horfast í augu við þetta og koma sér af stað. Þegar þú hefur mætt í fyrsta tím-
ann verðurðu voðalega fegin og það verður auðveldara að mæta aftur," segir hún
og bætir við að mataræðið sé lykilatriði ef ná skal árangri. Guðlaug Birna segir
námskeiðið Stæltar stelpur afar vinsælt og aðhaldsnámskeiðið Stígðu skrefið,
fyrir of þungar konur, séu einnig góð fyrir þær sem finni sig ekki í tækjasalnum.
„Svona aðhaldsnámskeið eru góð byrjun fyrir þær sem halda að þær geti ekki
farið í pallatímana og þær eru margar að ná góðum árangri í þessum tímum.
Svo er einkaþjálfunin líka góð lausn. Aðalatriðið, að mínu mati, er að hver og
einn finni hreyfingu við sitt hæfi. Ekki gefast upp fyrr en þú hefur allavega próf-
að 3-4 tíma því úrvalið er mikið og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi," segir hún og bætir við að það sé afar einstaklingsbundið hvort fólki þyki
betra að æfa eitt eða með öðrum. „Það er erfitt að alhæfa. Sumum þykir betra
að hafa einhvern með sér sem getur peppað mann upp á meðan öðrum þykir
betra að fara einir svo þeir þurfi ekki að stóla á neinn annan en sjálfan sig. Svo er
líka hægt að gera svo margt annað meðfram líkamsræktinni eins og að synda og
ganga til að hafa jafnvægi í þessu." Aðspurð segist Guðlaug Birna ekki geta hugs-
að sér líf án hreyfingar. „Hreyfingin gefur mér svo rosalega mikið og sér í lagi
þá orku til að gera alit sem mig langar að gera. Ég finn klárlega mun á mér ef ég
sleppi ræktinni, bæði á svefninum og orkunni. Orkan er mikilvægust því maður
verður að lifa lífinu lifandi."
„Líkamsrækt snýst um að rækta líkamann og það eru þrír hlutir sem eru
mikilvægastir. Sá stærsti er mataræðið, næst koma æfingarnar og svo hvíld-
in," segir vaxtarræktarkóngurinn Arnar Grant. „Aðaimálið er að borða fjöl-
breyttan mat, reglulega, lítið í einu og í samræmi við þyngd," segir Arnar
og bætir við að hann mæli með að fólk borði frekar margar litlar máltíðir
yfir daginn en fáar stórar. „Það er mjög mikilvægt að líkaminn fái reglu-
lega hitaeiningar svo hann geti haldið orkunni og gert það sem hann þarf
að gera og með því að borða margar litlar máltíðir venst maginn því að fá
minna í einu." Aðspurður segir Arnar að 50 kflóa manneskja þurfi mimti
mat en 150 kílóa manneskja. „Ef þú ert stór og þungur brennirðu miklu
meira en lítil og nett manneskja. Hins vegar má stóra fólkið ekki fela sig á
bak við þetta og fara út í yfxrskammta. Góð regla er að borða alltaf fyrir það
sem þú ert að fara að gera. Ég þarf til dæmis ekki mikla orku þegar ég er
að fara að sofa eða sitja fyrir framan tölvuna en ef ég væri að fara að moka
skurð þyrfti ég mikla orku."
Arnar segir margt í boði þegar kemur að líkamsrækt. Sjálfur hafi hann
mesta trú á þessu einfalda; æfingum sem hækki púlsinn og lyftingum. „Að
sjálfsögðu er fjölbreytni af því góða en jafnar æfingar eru nauðsynlegar
svo við getum tekist á við hvaða álag sem er." Varðandi hvíldina segir Arn-
ar nauðsynlegt að fólk nái að hvílast á milli æfinga svo það hafi orku til að
æfa meira. „Þetta virkar eins og hjól, heildin er samansett úr mataræði, æf-
ingum og hvíld. Hjólið rúllar aldrei almennilega nema allir þrír þættir séu
í lagi. Þegar þú ert komin í form þarftu minni hvíld og þú hvílist betur og
ferð í dýpri svef og það sama á við um mataræðið, ef þú borðar rétt verður
öll líkamsstarfsemin betri. Svo er náttúrulega fullt af smáatriðum í þessu.
Rúmið skiptir til dæmis máli og svo skal forðast að vera með rafmagnstæki
nálægt sér þegar maður sefur. Það vilja ailir verða flottari en öfgarnar eru
ekki jákvæðar til lengdar. Þessi guilni meðalvegur er alltaf bestur og ef fólk
vill huga að heilsunni mæli ég með að taka eitt skref í einu."
„Fyrir konur sem eru að koma sér af stað er um að gera að taka af skarið
og kynna sér hvað er í boði," segir Heiðrún Sigurðardóttir sem varð í 10, sæti
á heimsmeistaramótinu í fitness sem haldið var á Spáni í september. „Það
er alltaf gott að fá sér einkaþjálfara tii að byrja með tíl að gera hlutina rétt
og fá góð ráð en þar sem líkamsræktarstöðvarnar eru orðnar svo vel búnar
er hægt að fá góðar leiðbeiningar þegar byrjað er svo það er um að gera að
drífa sig af stað. Manni líður svo miklu betur á eftír." Aðspurð segir Heiðrún
algengt að þeir sem séu að byrja fari of geyst af stað og gefist því frekar upp.
„Það er mikilvægt að forðast að ætla sér of mikið. Frekar taka einn dag í einu
svo maður fái ekki svo mikla strengi að maður geti ekki gengið og nenni því
ekki að halda áfram. Best er að byrja rólega og gera þetta rétt."
Eins og fyrr sagði náði Heiðrún glæsilegum árangri í fitness á dögunum.
Hún mun auk þess keppa á Norðurlandamóti í Svíþjóð um helgina og er því
á fullu í undirbúningnum. „Á síðustu tveimur Norðurlandamótum lentí ég
í þriðja sæti og nú stefni ég á úrslit. Ég ætla að gera það sem ég get og vona
að það verði nóg. Fyrsta, annað og þriðja sætið er náttúrulega draumurinn
og ég ætla að gera mitt besta. Svo kemur í ljós hvernig þetta endar."
Heiðrún er að kenna í Vaxtarræktinni á Akureyri þar sem hún kennir 4-
6 tíma á viku, lyftir sex sinnum í viku auk þess sem hún er í aukabrennslu
þessa dagana fyrir mótíð. „Ég gætí ekki hugsað mér að sleppa að æfa enda
kem ég úr sveit og er vön að hlaupa útí á túni á eftír kindunum. Þegar ég
flutti svo til Akureyrar byrjaði ég í frjálsum og fann mig svo í vaxtarræktinni.
Þessi íþrótt hentar mér mjög vel, að iyfta lóðum og sperra mig. Ég gæti ekki
verið í hópíþróttum því svona ber ég aðeins ábyrgð á sjálfum mér en er ekki
að klúðra fyrir öðrum ef illa gengur," segir Heiðrún að lokum.
KENSqn
Á HAUSTINÆTLA MARGIR AÐ TAKA SIG Á OG KOMA SÉR íFORM FYRIRJÓLIN. DVHEYRÐI íNOKKRUM VEL UPPLÝSTUM EIN-
STAKLINGUM ÞEGAR KEMURAÐ LÍKAMSRÆKT, HREYFINGU OG HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL OG FÉKKHJÁ ÞEIM RÁÐ FYRIR ÞÁ
SEM ERUALLTAFÁ LEIÐINNI íRÆKTINA. ALLIR VIÐMÆLENDUR BLAÐSINS ERU SAMMÁLA UM AÐ GÓÐIR HLUTIR GERAST
HÆGT OG AÐ ÞAÐ EINA SEM GERA SKULI í STÖÐUNNISÉ AÐ DRÍFA SIG AFSTAÐ STRAX í DAG.
ALUR íFORM FYRIRJÓLIN
VERÐ ÓMÖCULEG EF ÉG HREYFIMIG EKKI
„Sjálf er ég að kenna spinning og finnst það alveg rosalega skemmtilegt. Þar
að auki geri ég æfingar í salnum í hverri viku, spila badminton með vinkonum
mínum og fer út að skokka og hjóla," svarar Ágústa Johnson hjá Hreyfingu þeg-
ar hún er innt eftir því hvaða æfingar hún stundi. Ágústa segir ekki til í dæminu
að sleppa líkamsrækt. „Ef ég hef ekki hreyft mig í viku verð ég alveg ómöguleg.
Ég finn hvað hreyfingin skiptir mig miklu máli tíl að hafa fulla orku til að takast
á við það sem þarf að gera. Ég gæti ekki haldið stórt heimili og unnið vinnuna
mína nema vera í formi."
Aðspurð hvað sé vinsælast meðal kvenna í Hreyfingu segir Ágústa Pilat-
GÓÐIR HLUTIR GERASTHÆGT
„Þau ráð sem ég hef handa konum sem eru að koma sér af stað
eru að beita sig smá aga, það er harkan sem gildir í byrjun," segir
Hafdís Jónsdóttir í World Class og bætir við að aginn verði að vera
til staðar þar til velh'ðanin taki yfir. „Þær verða að vera harðar við sig
þangað tíi þær eru farnar að upplifa hvað þetta er gott eins og við hin
sem stundum reglubundnar æfingar finnum fyrir," segir Dísa og bæt-
ir við að hún gæti ekki hugsað sér sitt líf án heilsuræktar. „Ef ég hreyfi
mig ekki í einhvern tíma finnst mér eitthvað vanta. Með hreyfingu
verð ég orkumeiri og geðið verður mun betra og ég verð jákvæðari:
Æfingarnar leysa nefnilega gleðihormón úr læðingi."
Dísa segir fullt af skemmtilegum tímum í boði fyrir konur í World
Class. Námskeiðið Líkami fyrir lífið fyrir konur sé í fuilum gangi og
átaksnámskeið séu að hefjast í nóvember sem og meðgöngujóga.
„Margar konur nota átaksnámskeiðin tíi að koma sér af stað en aðr-
ar halda sig við þessi námskeið þar sem þar er mætingarskylda og
indiana@dv.is