Freyr - 15.01.1971, Síða 18
vegna litarins og með alla vega útliti, að
fylgjast mjög vel með afkvæmum þeirra
nú, þegar rúið verður og eins í haust, og
setja á beztu alhvítu lambhrútana undan
þeim í haust, ef þeim finnst ástæSa til að
skipta um eða fjölga alhvítum hrútum. En
sé alhvítur hrútur vel ættaður og gefi
gó5 afkvæmi, þá á að nota hann áfram,
hvort sem hann fær verðlaun fyrir útlit
eða ekki. Góð afkvæmi eru miklu betri
trygging fyrir góðu eðli en góð einstakl-
ingsverðlaun á sýningu, og það tekur
mjög stuttan tíma fyrir þá, sem áhuga
hafa á góðum sýningarverðlaunum, að
sameina góðan lit og gott byggingarlag.
Það hefur sýnt sig á tilraunabúunum, þar
sem alhvítir hrútar hafa oft lent í efstu
sætum á hreppasýningum og tveir alhvít-
ir hrútar þaðan hafa fengið I. verðlaun
fyrir afkvæmi af þremur sýndum, en sá
þriðji, sem sýndur var fékk II. verðlaun
fyrir afkvæmi sín.
Þess er að lokum rétt að geta, að undan-
farið hafa verið miklar umræður um fyr-
irkomulag á ullarmati og ullarverð til
bænda og einnig hefur verið rætt nokkuð
um að koma á mati á gærum frá bænd-
um.
Ullarmatslögin eru nú í endurskoðun,
en ekkert hefur enn verið aðhafzt í sam-
bandi við gærumat.
Reynslan af því að senda sérmetna ull
frá bændum til ullarþvottastöðva og fá
hana metna þar og greidda eftir gæða-
flokkum bendir til þess, að með því fyrir-
komulagi verði hægar breytingar til
batnaðar á ullargæðum og meðferð ullar-
innar.
Verðmismunur milli gæðaflokka
myndi örva til betri framleiðslu
Líklegt er að móttökumat á ull hefði
meiri áhrif í þá átt að bæta meðferð og
gæði ullarinnar. Þó er sama hvor aðferð-
in er viðhöfð, að gera þarf allverulegan
verðmismun á ullarflokkum til þess að
um öra breytingu til batnaðar verði að
ræða. í því sambandi er rétt að benda á
það sérstaklega, að þeir bændur, sem hafa
lagt sig sérstaklega fram um að rækta upp
alhvítt fé og hafa bætt ullina af fénu með
því mct:, framleiða líka lömb með alhvít-
ar gærur, sem eru til muna eftirsóknar-
verðara hráefni til loðsútunar heldur en
gular gærur.
Eins og er, hafa þessir bændur enga
möguleika á að fá gærur sínar metnar eft-
ir lit við slátrun, heldur fá þeir sama
meðalverð og aðrir bændur á sama sölu-
svæði.1
Gærurnar hafa undanfarið verið í mun
hærra verði heldur en ullin og meiri
möguleikar hafa verið á að gera veruleg-
an mismun í krónutölu milli einstakra
gæðaflokka af gærum heldur en milli
einstakra ullarflokka. Svo virðist sem það
ástand muni ekki breytast að ráði á næst-
unni.
Þess vegna er ástæða til að athuga
gaumgæfilega möguleikana á því að taka
upp í landinu flokkun á gærum eftir því
hvort þær eru alhvítar eða gular og verð-
mismun til bænda í samræmi við verð-
mætismismun þessara flokka til vinnslu
og til útflutnings. Með því móti gætu
bændur unnið að kynbótum á ull og gær-
um samtímis og haft hagnað af hvoru-
tveggja, og verksmiðjurnar, sem úr hrá-
efnunum vinna, fengju batnandi hráefni
ár frá ári.
Til þess að þessi þróun nái fram að
ganga, þurfa bændur að fá glögg svör við
því, hvert aukaverðmæti er fólgið í al-
hvítri ull og alhvítum gærum umfram
venjulega framleiðslu.
Þegar þau svör liggja fyrir, má auðveld-
lega sjá, til hvers er að vinna fyrir bænd-
ur og þjóðfélagið í heild.
1 Haustið 1969 voru metnar gærur af sláturlömb-
um við sláturhúsið á Svalbarðseyri í Eyjafirði, og
aftur haustið 1970. Haustið 1970 var líka komið á
gærumati í sláturhúsinu í Borgarnesi. S. A.
44
F R E Y R