Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1971, Page 25

Freyr - 15.01.1971, Page 25
Á STAUR gengur nautpeningurinn til beitar á ræktuðu landi. Þar eru nú aSeins holdagripir. inn. En sjálfsagt teðja gripirnir landið milli stórra steina og grettistaka og skapa þar gróðurmátt í sverði, þar sem hann finnst í skjóli klungurs og hleina. Og þegar ekið er um veginn gefur að líta veglegar byggingar og yfirleitt er þeim vel við haldið. Eftirtektarvert er, að við hvert fjós er að minnsta kosti einn votheysturn, víðast eru þeir tveir og á ýmsum stöðum fleiri. Votheysverkun er svo almenn á Roga- landi, að ekkert þykir sjálfsagðara en að verka þannig verulegan hluta eftirtekju graslendis og hvar sem komið er og bændur spurðir eru svörin þau, að vothey sé aðal- gróffóður nautpeningsins, og síðan maura- sýran kom til sögunnar sé enginn vandi að verka allt vothey sem fyrsta flokks fóður. Auðvitað var nautpeningur á beit á góð- um högum þarna, um sólstöður á sumri, en heima voru peningshúsin hrein og þrifa- leg, var búið að ræsta þau eftir vetur- vistina og þótt kýrnar væru færðar inn til mjalta voru ummerki þess jöfnuð dag- lega. Sjálfsagt hafa margar lúnar hendur unnið þrekvirki á þessum slóðum á liðnum árum, en mannvirkin segja þarna sögu mikilla athafna og manndóms, mannvirki, sem skilað hefur verið í hendur nýrra kyn- slóða. Það er sá arfur, sem núlifandi kyn- slóð bænda á þessu svæði fær til ávöxt- unar og sú arfleifð er vissulega vel nýtt og nytjuð. Þá sögu fær maður endurtekna og sí- endurtekna á þessari slóð, eins og annars- staðar, að unga fólkið fari að heiman, eftir er aldraða fólkið og miklu færra en fyrr til þess að vinna daglegu störfin. Huggun er þó í þessu efni, að vélar og tæki og tækni létta nú störfin svo að jafnvel göml- um mönnum er fært að sinna hlutverkum, sem hendur öldunga réðu ekki við fyrrum. Þótt hér sé meiri sauðfjárrækt að tiltölu en víðast eða allsstaðar í Noregi, er þó F R E Y R 51

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.