Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1971, Page 30

Freyr - 15.01.1971, Page 30
4/°iAr Tilraunir með heyköggla Svo sem sagt hefur verið frá í FREY er áhugi bænda um Norðurlönd talsverður fyrir því að kanna að hve miklu leyti hægt sé að nota hey- köggla (grasköggla) sem gróffóður handa naut- peningi, en ýmsir ætla að þeir geti verið einasta gróffóðrið, sem nauðsynlegt sé handa jórturdýrum. Tilraunir um þessi efni eru stöðugt í gangi og fleiri og fleiri kanna viðhorfin. Hraðþurrkunar- búnaður hefur tekið stórframförum um undan- farin ár og pressur fullkomnast einnig. Annars gengur misjafnlega vel að fá kögglana til að loða saman. Alla leið norður í Helsingjaland í Svíaríki nær áhugi fyrir fóðurvinnslu á nefndan hátt. Þar eru bændur nú að undirbúa félagsskap um verksmiðju. Þeir telja sig þurfa að fá tryggingu fyrir grasi af 10000 hekturum lands. Verksmiðjan, sem þeir hyggjast reisa er áætlað að kosti 500 þúsund sænsk- ar krónur (8,5 millj. íslenzkar) og áætlað er að kögglað og hraðþurrkað gras muni kosta 23—30 aura hvert kg (þ. e. ca 4—5 krónur íslenzkar) og að í hverja fóðureiningu fari 1,5 kg fullgert fóður. Próteinverð Um undanfarin ár hafa allar próteinvörur verið í mjög háu verði á heimsmarkaði. Auðvitað stafar verðið af því að misræmi hefur verið milli fram- boðs og eftirspurnar, en í heiminum er mjög mik- ill próteinhörgull. Þetta þekkjum við íslendingar mætavel. Próteinvörur, sem hér eru framleiddar úr fiskúrgangi, seljast fyrir mjög hátt verð, svo hátt, að við gleypum við og seljum úr landi svo að segja allt, sem framleitt er af því tagi. Hinu gleyma menn samtímis, að próteinvörur okkar úr dýraríkinu eru að mun gildisauðugri en þær, sem úr jurtaríkinu eru fengnar. Þessvegna er alltaf hærra verð á hverri próteineiningu fiski- og síldarmjöls en jurtapróteins. Þegar við flytjum út alla próteinvöru okkar og aðra lakari til lands- ins í staðinn þá erum við raunar að svíkja sjálfa okkur. Við ýmsar rannsóknir og tilraunir sýnir það sig, að prótein úr dýraríkinu er um það bil 15% gildisauðugra en hitt að meðaltali, sem úr jurtaríkinu er fengið, jafnvel þótt það séu jórtur- dýr, sem nota það. Þetta er vert að hafa í huga. Gildisauðgin stafar af því hve alhhða amínósýru- magn er í vörum úr dýraríkinu. Um mjólk og Útgáfa FREYs Eftir samninga þá, sem á síðasta hausti voru gerðir milli prentara, bókagerðarmanna og prentsmiðja, urðu breytingar á kaupi, vinnu- tíma og nokkru öðru, sem hafði í för með sér raunverulegar breytingar á öllum prent- smiðjukostnaði, er nam ekki minna en um 27%. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á útgáfu FREYs eins og öðru prentverki. í tilefni af þessum verðlagsbreytingum hafa útgefendur FREYs tekið útgáfustarf- semina til athugunar og ráðgazt um hvað gera skuli. Varð að ráði í þetta sinn að hvorki skyldi hreyfa áskriftargjöldum né auglýsingaverði enda þótt hvorutveggja sé svo lágt, eftir verðbreytinguna, að sýnilega er aðeins ein leið til að forðast mikinn halla, en hún er sú að draga úr útgáfumagninu eftir því sem þörf krefur. Á síðasta ári nam útgáfumagnið 39 örkum samtals, eða þremur örkum meira en lofað hafði verið. Væntir útgáfan þess að á þessu ári megi takazt að senda áskrifendum 36 arkir samtals þrátt fyrir umræddar verð- hækkanir, en þær ná bæði til prentsmiðju- kostnaðar og póstgjalda og útlit er fyrir að pappír hækki í verði innan tíðar. Með þessi viðhorf í huga óskar FREYR lesendum sínum og öðrum landsmönnum ailra farsælda á nýbyrjuðu ári. mjólkurvörur gildir hið sama og kjöt (hold) af spendýrum og fiski. Um áramótin Með réttu verður ekki annað sagt en að árið 1970 hafi verið bændastéttinni óhagstætt þótt þjóðin að öðru leyti hafi notið betra árferðis en að und- anförnu. Mjög langur vetur ríkti allt frá septemberlok- um 1969 og allt fram um sólstöður 1970, þótt hag- bönn væru ekki eftir áramót á vissum lands- svæðum. Til viðbótar var svo gosið úr Heklu hinn 5. maí, sem beindi vá og voða að bústofni og bændum á vissum geira landsins. Urðu útgjöld búanna af þessum sökum ákaflega mikil og tekjur bænda munu varla hafa orðið meiri en sem nemur helmingi á við aðrar stéttir. Bót í máli er fyrir alla, sem stunda sauðfjárrækt, að þessi vetur frá haustnóttum til áramóta hefur varla getað talizt vetur, að minnsta kosti að því leyti er snertir fóðureyðslu. 56 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.