Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1973, Page 6

Freyr - 01.10.1973, Page 6
KATRÍN HELGADÓTTIR: Heimitisiræðsla og húsmæðraskólar Ritstjóri Freys hefur mælzt til þess við mig, að ég ræði hér lítið. eitt um heimilisfræðsl- una og húsmæðraskólana. Ég mun því reyna að gera því einhver skil. Hugur minn hvarflar þá fyrst að upphafi gömlu heimilanna. Er ég ber þau saman við nútíma heimilin, verður fyrst á vegi mínum að vega og meta þessar tvær ólíku sam- stæður. Ég hlýt þ'á strax að undrast yfir kostum gömlu heimilanna og dugnaði. Þegar ég virði fyrir mér nútím'a konuna, sem vinnur utan heimilisins, og ber hana saman við stöllu hennar frá fyrri tímum, verður hlutur húsmóð.urinnar á gömlu bænda- heimilunum miklu meiri og ágætari. En hvers vegna held ég þessu fram? ❖ ❖ ❖ Það munu margir segja, að enginn óski eftir gamla tímanum aftur, tíma kulda og klæðaleysis, matar- og menntunarskorts. Bóndakonan þurfti að kunna að breyta mjólk í mat og ull í fat. Með öðrum orð- um: hún var framleiðandi á sínu eigin heimili. Allir heimilismenn, bæði ungir og gamlir, urðu varir við návist hennar allan daginn. En nútíma konan hverfur af heim- ilinu og vinnur að framleiðslustörfum utan þess. Enginn er heima í hennar stað. Hún kemur þreytt heim á kvöldin og ætti þá með réttu að geta tekið sér hvíld. En hrædd er ég um, að svo sé ekki, því að mörg verkefni bíða hennar á heimilinu. Það er illt tveim herrum að þjóna. Það er mikið talað um, að koma þjóð- félaginu þannig fyrir, að hver einstakling- ur fái að njóta sín sem bezt. Að finna ein- hver úrræði til að bæta mannlífið, gera 432 það margbreytilegra og eftirsóknarverð- ara. í þessu sambandi er menntun einstakl- ingsins oft nefnd. Vonandi tekst þetta og að við fáum góðan byr inn 1 óskalandið. Því verður ekki á móti mælt, að þáttur heimilanna er lítill og vesæll. Samt þykjast allir vilja eiga heimili, en hvað stoðar það, þegar byggingin hallast, vegna þess að skekkja er í útreikningnum? Nú stendur yfir endurskoðun húsmæðra- skólanna í landinu, og tel ég það tímabært. Heiti húsmæðraskólanna verður að sjálf- sögðu breytt. Við því er ekkert að segja, ef markmið skólanna fer í rétta átt. Skól- arnir eiga að hlú að heimilisstofnun unga fólksins. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn, vegna unglinga-hjónabanda, þar sem báðir aðilar eru innan við tvítugt, þekkingar- og reynslulítið fólk. Húsmæðraskólarnir hafa verið góðir og athyglisverðir verklegir skólar. Eg tel þá alla tíð hafa verið ábyrga í þjóðfélaginu, en þeir hafa verið réttindalausir, og nú- tíma þjóðfélag sættir sig ekki við það. Hér þarf því að breyta til. Ekki veit ég hver niðurstaða endurskoðunarinnar verður, en vonandi koma þar fram góð sjónarmið, bæði bætandi og víðsýn. Nú er valfrelsi mjög hampað í skólum og eigi húsmæðra- skólarnir að halda velli, verða þeir að taka það upp. Ég veit að þetta verður ekki auð- velt í framkvæmd, því hætt er við að nem- endur muni hafna „verkunum“ en það bók- lega eða fræðilega verði ofaná. Þá eru hús- mæðraskólarnir komnir langt frá upphafi sínu. Það hefur verið styrkur skólanna, að bóklega og verklega námið hefur haldizt í hendur, og tel ég það hafa verið mjög F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.