Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Síða 7

Freyr - 01.10.1973, Síða 7
farsælt. Það er ekki öllum gefið að geta tileiknað sér verklegt nám einungis eftir bókum. Það er traustara að leggja þar sjálfur gjörva hönd á. Það er talað um að gera skólana að sér- hæfðum skólum, en það tel ég vera vanda- samt verk. í grein frú Sigríðar Thorlacius, í janúarhefti Freys, kemur það fram, að hún telur það eiga að vera verkefni skól- anna að undirbúa nemendur undir störf við alls konar iðnað og sölu. En það má ekki blanda þessu saman við heimilin. Þess vegna vil ég láta aðgreina þessa skóla. Það er rætt um að undirbúa ungar stúlkur til að þær geti tekið við mötuneytum í skól- um og á vinnustöðum. Hér er um allt aðra kennslugrein að ræða, sem útheimtir sér- hæfða kennara. Ég er ekki alveg viss um að þeir fyrirfinnist hér. Það er ágætt að gera áætlanir, sem í fyrstu virðast vera einfaldar, en undir- stöðurnar verða að vera traustar, og byggðar á reynslu. Húsmæðraskólarnir geta vel tekið að sér heimilishjálpar kennslu. Það liggur alveg ljóst fyrir. Það er ekkert vafamál, að húsmæðra- skólarnir sem verklegir skólar, hafa verið margri ungri stúlku, sem til þeirra hefur sótt nám, mikils virði. Skapað festu í heim- ilishaldi hennar, kennt henni að hlú að búnaði heimilisins og sparað henni fjár- muni, þar sem hún hefur ekki þurft að fara í smiðju til annarra, en getað leyst verkin sjálf af hendi. Skólarnir hafa alla tíð kennt hússtjórn til helminga við handavinnukennslu, sem skiptzt hefur á milli sauma og vefnaðar í flestum skólum. Ég hefi oft glaðzt þegar ung stúlka hefur sýnt mér kápu, eða aðra flík, sem hún hefur lokið við að sauma. Þá hefur verið rætt um og reiknað út hve mikið hún hefur grætt á þessu framtaki, og útkoman er undantekningalaust mjög ánægjuleg. í Húsmæðraskóla Reykjavíkur er nem- endum leyft að nota strax þær flíkur, sem þeir sauma. Þetta hefur bæði reynzt áhrifaríkt og einnig mikill sparnaður fyrir nemendur. Að lokinni hverri önn er dæmt, og ekkert ofurkapp er lagt á að allt komi fram til sýningar. Nú er stefnt að því, að vefnaður verði tekinn út af námsskrá húsmæðraskólanna. Það tel ég mikinn skaða. Nemendur una sér vel við vefnað, og margur nemandi, sem er eirðarlaus, — en það er löstur, sem er allt of áberandi meðal ungs fólks nú á tímum, — verður ánægður og sáttur við umhverfi sitt er hann situr við vefstól- inn. Þar nýtur hugmyndaflugið, litir og form, sín, og sköpunargleðinni er fullnægt. í vefnaði er lögð undirstaða að þekkingu á efnisvali, og er það ómetanlegt langa ævi. Ég mun ekki ræða frekar um vefn- aðarkennsluna hér, þar eð vefnaðarkenn- ari Húsmæðraskóla Reykjavíkur, fröken Jakobína Guðmundsdóttir, mun kynna þessa kennslugrein nánar. Hússtjórn skiptist á milli matreiðslu, þvotta og ræstingar. Á þessu sviði eru sí- felldar breytingar. Skólarnir reyna að fylgjast með öllum nýjungum eins og frek- ast hægt er. Ég nefni t. d. geymslu mat- F R E Y R 433

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.